Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 2

Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 2
2 B A L D U R illllllllllltllllllllliiiiiiiiiiiiiiliiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii SálLdlli 1 VIKUBLAÐ | | Ritstjóri og ábyrgðarm.: | 1 Halldór Ólafsson frá Gjögri. | Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu '3. | Sími 80. — Póstiuylf 124. | | Árgangur kostar 15 krónur. | | Lausasöluverð 50 aurar. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll1 Rétt mynd kapitalismans. Fyrir nokkru var frá því sagt í útvarpi og blöðum, að á alþjóðlega barnadaginn 1. júní s.l., hafi 7 börn beðið bana er sprengja sprakk í höndum þeirra. Þetta gerðist í Gelsenkirken á breska her- námssvæðinu í Þýzkalandi. Börnin voru að leita að mat í öskuhaugi og rákust þar á sprengj una. Um svipað lcyti birtist önn- ur frcgn, er skýrð’i frá því, að Coloradóbjöllum hafi verið varpað úr bandarískum flug- vélum yfir héraðið umbverfis Zwichen á Saxlandi i Austur- Þýzkalandi. Vakti ])etta að vonum mikla gremju i garð þcirra, sem á þennan bátt reyna að eyðileggja kartöflu- uppskeruna i Austur-Þýzka- landi. Mannfjölda var boðið út til að ráða niðurlögum þessara skaðræðiskvikinda, sem þegar hefur verið útrýmt í þúsunda tali. Þessar fregnir hafa senni- lega ekki vakið mikla eftirtekt við hlið þeirra margvíslegu stórtíðinda, sem nú gerast í heiminum. Þó eru þær í fyllsta máta athyglisverðar og lýsa l)ctur en margt annað viður- s t yggð auðvaldsski p ul agsins. Fréttin um þýzku börnin sjö, er sögð vegna þcss að þau bíða bana á vofveiflegan liátt. Er- indi þéirra i öskuhauginn, þar sem þau rekast á sprengjuna, er aukaatriði, þau eru áreiðan- lega ekki fyrstu og einu börn- in, sem leita sér bjargar á þennan bátt, ef til vill ern ör- lög þeirra eltirsóknarverð fyr- ir þúsundir barna á ])essu yfir- ráðasvæði hinna vestrænu „lýðræðisríkj a“, en slíkt þykir Jréftastofum auðvaldsins ekki frásagnarvert. Hin fréttin segir frá því hvernig anðvaldið eyðileggur matvæli á sama tíma og fólkið sveltur, en slíkt er’eðli ])ess og einkenni. Á sama tíma og börn í Vest- ur-Þýzkalandi, yfirráðasvæði vestrænu „lýðræðisríkj anna“ leita sér matar í öskuhaugum Aíleiðing gengislækkunariunar: Gjaldskrá raíveitunnar hækkar. Handavinnusýning húsmæðraskólans. Um s.l. helgi var handavinna nemenda húsmæðraskólans til sýnis í skólanum fyrir almenn- ing. Mátti þar sjá marga fallega og vel gerða muni, svo sem kven- og barnafatnað, útsaum- aða og ofna dúka, púða, teppi, áklæði, dregla o.m.li. Allir munirnir báru vott um vand- virkni og smekkvísi nemenda og kennara, sérstaklega skraut- ofnu veggteppin, sem mörg voru ljómandi falleg. Sýning- in í heild bar með sér, að nem- endur hafa notað námstíma sinn vel. og 2 miljónir manna ganga þar atvinnulausar, vantar 100 000 verkamanna til nauð- synlegustu starfa í Austur- Þýzkalandi, hernámssvæði Sovétríkjanna, og fólkið þar hefur nóg að bíta og brenna. En sú velmegun blæðir hinn hrörnandi auðvaldi í augum, ])css vegna æpir það rógi og níði að stjórnendum ])essa lands og fólkinu sem þa,r býr og sendir bandarískar flugvél- ar lil að varpa niður skaðræð- is kvikindum, sem eiga að eyðileggja lífsbjörg fólksins. Colóradó- eða Kartöflubjall- an er eitt hið skæðasta mein- dýr í kartöflugörðum. Henni fjölgar mjög ört. Tvær kyn- slóðir geta fæðst á ári eða jafn vel þrjár, t.d. syðst á út- breiðslusvæði bjöllunnar í Norður-Ameríku. 1 norðlæg- ustu héruðum svæðisins fæðast þó elcki nema ein kynslóð á ári. Bjallan étur kartöflugrös- in frá röndnm og inn að miðju. Þar, sem mikið er af bjöllunni, fær kartöfluplantan aldrei að vera í friði, hvert blað, sem vex, er óðar uppét- ið, og bún hefur engin skilyrði til að mynda kartöflur. (Sjá Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim, eftir Geir Gígja, hls. 110). Þessu skaðsemdar meindýri varpa bandarískar flugvélar yfir kartöfluakrana í Austur- Þýzkalandi á sama tíma og kartöflur eru eyðilagðar í Bandaríkjunum, auk annarra matvæla og nauðsynja, sem samtals er talið að nemi 4 mil- jörðum dollara. Það þarf annaðhvort ein- stakt þekkingarleýsi eða eitt- hvað enn verra,, til þess að mæla bót og vilja viðhalda því skipulagi, er lætur slíka viður- styggð gerast og er beinlínis orsök hennar. Á fundi rafveitustj órnar 1. þ.m. var samþykkt að eftirfar- andi breyting yrði gerð á gjald skrá rafveitunnar: Rafmagn til suðu, hita, bök- unar og stærri véla verði kr. 0,25 pr. kw.st., er nú kr. 0,95. Rafmagn til Ijósa verði kr. 1.10 pr. kw.st., er nú kr. 0.95. Rafmagn til smærri véla verði kr. 1,00 pr. kw.st., er nú kr. 0,70. Rafmagn lil götu- og hafn- arljósa verði kr. 0,40 pr. kw.st., er nú kr. 0,38. Rafmagn til hita (fastir ofn- ar) verði kr. 0,15 pr. kw.st., er nú kr. 0,10. Rafmagn til súgþurkunar verði kr. 0,15 pr. kw.st., cr nú kr. 0,10. Mælaleiga hækki um 25%, opnunargjald úr kr. 5,00 í kr. 10,00 og sektir fyrir óleyfileg vör úr kr. 5,00 í kr. 10,00. Orsök þessarar gjaldskrár- hækkunar cr aðallega gengis- lækkunin, sem verður til þess að kostnaður við nauðsynleg- ustu endurbætur á rafveitu- kerfinu hækkar um krónur 247.938,00 svo og áætlaður greiðsluhalli árið 1950 krónur 17(i.229,00, sem rafveituna skortir til l>ess að geta, staðið við samningsbundnar afborg- anir skulda. Tekjur af hæklc- uninni nema þó ekki þessum f j árhæðum samanlögðum, heldur vantar þar á um helm- ing ]>ess kostnaðarauka, sem verður vegna gengislækkunar- innar. Hækkanir vegna gengislækkunar. Eins og að framan segir, hækkar allur kostnaður við allra nauðsynlegustu lram- kvæmdir á rafveitukerfinu uin tæplega milj. kr. vegna gengislækkunarinnar. Til ])ess að sanna þetta og sýna um leið áhrifin af „bj argráðum“ nú- verandi ríkisstj ómar, skulu bér tekin eftirfarandi dæmi: 1. 1 stk. spennir 300 KVA 6000/240 voít, þyngd 2150 kg. hefði kostað með gamla geng- inn að viðbættum öllum öðrum kostnaði, bingað kominn, kr. 14.760,00, en kostar með nýja genginu og sama aukakostnaði kr. 23.650,00. Hækkun krónur 8890,00 eða 60%. 2. I kefli eirvír 50 m/m3, ])yngd 2264 kg. hefði eftir gamla genginn kostað hér á staðnum kr. 15.877, 00, en kost- ar eftir nýja genginu krónur 25.197,00. Hækkun kr. 9.320,00 eða 60%. Þessi dæmi, scm hér hafa verið nefnd, eru miðuð við síð- ustu gengislækkun. Eins og kunnugt er lækkaði gengið einnig s.l. haust og sýnir eftir- farandi dæmi afleiðingarnar af þessum tveimur gengis- lækkunum. Áður en gengið lækkaði s.l. haust pantaði rafveitan tengi- borð við Fossavatnsstöðina. Með þáveradi gengi hefði þetta tengiborð kostoð hingað kom- ið kr. 129 748,00, en kostar nú eftir tvær gengislækkanir kr. 296 336,00. Hækkun krónur 166.588,00 eða 150%. Þessi dæmi, sem sýna hve geysileg verðhækkun hér er um að i-æða, eru byggð á út- reikningi, sem rafveitustjóri hefur gert, og miðað er við þær endurbætur á rafveitukerfinu, sem ekki verður komist hjá að framkvæma. Niðurstaða þessa útreiknings er líka sú, sem að framan er sagt, að kostnaður við þær framkvæmdir, sem mest kalla að, hækkar vegna gengislækkunarinnar um kr. 247.938,00. Hækkunum stilt í hóf. Af því, sem nú hefur verið sagt, má öllum vera ljóst, að þessar hækkanir eru ekki sök rafveitustjórnar og að þeim er jnjög slilt í hóf. Mætti jafnvel segja, að of skanunt sé farið, miðað við framtíðarafkomu fyrirtækisins. Gjaldskrá rafveitunnar hef- ur ekki hækkað siðan 1945 þrátt fyrir margskonar hækk- anir, sem síðan hafa orðið. Þegar kaupgjaldsvísitalan var bundin i 300 stigum voru allir liðir gj aldskrárinnar lækkaðir uin ca. 5%, samkvæmt laga- boði. Nú befur þetta ákvæði um vísitöluna verið afnumið og hlaut ])cssi lækkun því að hverfa af sjálfu sér. Þetta vcrð- ur að hafa í huga, þegar um- rædd hækkun er borin saman við núgildandi gjaldskrá. Ennfrennir er ástæða til að benda á það, í sambandi við hækkun á orku til suðu, hita, bökunar og stærri véla, að verð á kolum og olíu hefur bækkað margfalt meira. Þá má að lokum geta þess, að rafveitustjórnin í Reykja- vík telur að allir liðið gjald- skrárinnar þar þurfi að hækka um 50%. Með þeirri hæklam yrði raforka þar mun dýrari en hér. Núverandi stjórnarsteína ber slökina. Hér cr á engan hátt verið að Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.