Baldur - 23.12.1950, Síða 3
iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiitiMiiiiviiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiitiiiiiniiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiaiiii!
B A L D U R
3
Heims um ból
helg eru jól
JÓLIN KOMIN — JÓLIN KOMIN.
Jörðin er friðlýst. Og fagnaðarbylgja fer yfir hið
friðlýsta svæði. Fyrir 1914 öld var lýst friði yfir
jörðina. Þá var sagt við fjárhirðana á Betlehems-
völlum: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mik-
inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að
yður er í dag frelsari fæddur“. Og þá var einnig
sagt við þá: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á
jörðu“. Þannig var jörðin friðlýst. Þótt ár og aldir
hafi liðið síðan þessi boðskapur var fyrst fluttur,
endurómar á jólum um allan hinn kristna heim
þessi friðlýsing. Og vér komumst ekki hjá því að
hrífast af þessum orðum, því að vér finnum vissu-
lega, að þessi orð eru ekki hégómi, þótt ófriðvæn-
lega virðist horfa í sambúð mannanna. En vér skul-
um vera þess minnug, að það var ekki af mönnum,
sem jörðin var friðlýst. Og það er vegna þess, að
mennirnir hafa ekki viðurkennt Betlehemsfriðinn.
Jörðin hefir nú þegar verið friðlýst, en mennirnir
hafa ekki skeytt því sem skyldi. Þeir fara enn ráns-
hendi um það svæði, sem helgað hefir verið. Hér á
íslandi hafa margir staðir verið friðlýstir af stjórn-
arvöldunum, vegna' mikilvægis þeirra í sögu þjóð-
arinnar og fornar frægðar. Fjölda margir slíkir
staðir hafa verið rofnir friði sínum, vegna kæru-
leysis og vanþroska þeirra manna, sem hafa átt að
annast um það, að helgi þeirra væri ekki rofin.
Þannig er því farið nú um jörðina. Hún hefir verið
friðlýst, en vegna kæruleysis, vantrúar og skorts á
réttlætiskennd, hafa mennirnir rofið griðin — helgi
jarðarinnar. En yfir friðrofa mannkyn hljóma á
jólum þessi orð: Verið óhræddir, því að yður er í
dag frelsari fæddur. Frelsarinn kom. Jesús Kristur
gekk um á jörðinni, dvaldi um skeið meðal mann-
anna og kenndi þeim, hvernig þeir skyldu gæta
skyldu sinnar gagnvart hinni friðlýstu jörð — frið-
lýsta mannkyni. Orð hans, verk og að lokum kross-
fórn hans, allt var þrungið af kærleika til mann-
anna. Hann boðaði kærleika og auðsýndi kærleika.
Skilyrðið fyrir því, að friðurinn yrði ekki rofinn á
jörðinni, var kærleikur. Og sá kærleikur var ekki
yfirhylming óljósrar félagskenndar, heldur starf-
andi kærleikur í orði og verki. Hann var réttlætið
í sinni dýpstu merkingu. Mennirnir skyldu byggja
jörðina sem bræður, skipta gæðum hennar og gnótt
réttlátlega með sér. Elskið hver annan, sagði Krist-
ur. Og það er einmitt á jólum, sem vér sýnum vott
þess, að vér getum framfylgt þessu boði hans. Dæg-
urþras hversdagsleikans þokar fyrir hlýjum hand-
tökum og vinaróskum um „gleðileg jól“.
Mörgum er tamt að kalla jólin „hátíð barnanna“.
Sumir leggja þá merkingu í þetta, að jólin séu aðal-
lega fyrir börnin, til þess að taka á móti fallegum
jólagjöfum og ganga kringum jólatré. Þeir vilja
jafnvel láta líta svo út, að þeir haldi jól vegna barn-
anna. Þetta á að vera einhvers konar afsökun fyrir
því, að þeir haldi heilög jól. En framkoma hinna full
orðnu og hátíðin sjálf sýna, að jólin eru kristnum
mönnum annað og meira, jafnvel þótt þeir séu að-
eins nafnkristnir. Allir verða þeir raunverulega
börn á jólum, ekki óvita börn, heldur börn, sem
gleðjast yfir sannleikanum, réttlætinu og fegurð-
inni. Þá eru þeir börn, sem standa andspænis þeim
mætti, sem gaf jólin — sjálfum Jesú Kristi. Og um-
hverfis þá er friður. I nálægð sinni við Krist finna
þeir, að þeim líður vel. Hið innra með þeim er frið-
ur, „þótt ytra herði frost og kingi snjó“. Þótt marg-
ir eigi við erfiðleika að etja, að því er snertir starfs-
möguleika þeirra og efnalega afkomu, gætir þess
ekki á jólum. Þá gerir eitt kertaljós lága herbergið
að háum sal. Því að eitt kertaljós getur rofið myrk-
ur stórrar stofu, og frá því ljómar birta og ylur. En
jafnvel kertaljósið verður bjartara, hlýrra og feg-
urra á jólum en endranær, því að á jólum minnir
það á lítið saklaust barn, liggjandi í jötu, en það
barn varð síðar — og er — ljós heimsins.
Sú ósk, sem ég vil bera fram á þessari heilögu
hátíð er sú, að oss öllum mætti auðnast að eignast
fyrir allt vort líf, sönn Betlehemsjól, þar sem rétt-
læti og friður býr. Að friður verði á friðlýstri jörð
um ókomin ár.
GLEÐILEG JÖL!
Jón Kr. Isfeld.
iiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiitittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii1ii1iiiliiiiIiiIii1iiiiiluI|,1|,l,|I||1|l|||1|ll||lii,|llll,l|1||l|II|ll||ll,l||IMIMI|II||IHI||IIII1ini|llllII,ll|l|IIIIlllll|llllllIlllllilllllIllIIIIIII(lllllimiIIIIllllllllIIIIIIIIIlllIMIIIllllllIlllllIllilllllIllllllllllllllllliiilllllliilIiiliiIiiliiiiii