Baldur - 23.12.1950, Page 7

Baldur - 23.12.1950, Page 7
B A L D U R 7 Helge Rode: Vitranir klausturbróðurins Guð birtist eitt sinn einum af hinum „minnstu bræðrum“, Franc- iskusmunkinum Fra Giuseppe. Sú vitrun varð til þess að hann yfirgaf klaustrið. Á sama hátt var hann á sínum tima leiddur þangað, og nú varð ný vitrun til þess að hann hvarf til hins mannlega lífs aftur. Fra Giuseppe hafði verið guð- hræddur og góður drengur frá barnæsku og fetað þannig í fótspor feðra sinna, en um tíma dróst hann inn í hringiðu heimsins, sat við brunna mannlegrar vizku og naut lystisemda lífsins. En rödd sam- vizkunnar lét brátt til sín heyra; hann fylltist ugg og kvíða og leið óbærilegar sálukvalir. Þá fékk hann köllun frá Guði um að ganga í klaustur og segja skilið við allt hið illa, sem spillti hjarta hans. Og hann hlýddi þeirri köllun. Frá þeirri stundu var enginn munkur guðhræddari, enginn skyldu ræknari en Frá Giueppe, og ekki aðeins það, hann var einn af þeim útvöldu. Þegar bænin og einveran höfðu grætt hjartasár hans, uxu honum vængir að nýju, og Fra Giuseppi sveif í anda kvölds og morgna upp að hásæti Guðs. Eins og gullroðið ský flaug hann á vængj um morgunroðans, tindrandi stjörn urnar snertu hjarta hans og báru hann hærra og hærra, eins og geisl- ar þeirra væru bjartar brautir milli hans og Guðs. Kraftur, sem gaf lík- ama hans himneskan léttleika, lyfti honum í hæstu hæðir. Þegar vinum hans bárust þessar fréttir frá klaustrinu, brostu þeir að, en mest hlógu þeir að sam- neyti hans við Guð. „Hann er brjál- aður“, sögðu þeir. En hvað sem öðru Ieið, trúði Fra Giuseppe því, að hann gæti sannað allt, jafnvel að Guð væri til, og Franciskusinunkarnir hlýddu hrifn ir á orð lians og elskuðu hann, og príorinn fylltist heift, veikur af öf- und og bað skaparann i ákefð: Hjálpaðu mér minnsta kosti til að leyna þessu. En allur þessi kærleikur, aðdáun, andmæli og öfund fylltu hjarta Fra Giuseppe ofmetnaði. Honum fannst hann ekki aðeins frábær og fagur dýrgripur, er sóttist með áfergju eftir, að allir menn, allur heimurinn dáðust að dýrð hans og lytu honum. „Setjið ekki ljós yðar undir mæli- ker. Jafnhliða því sem drambsemin fyllti stoltan hug hans og gegnsýrði hjarta hans, létu aðrar raddir lifs- ins til sín lieyra innra með honum. Hann leit niður á alla, sem ekki voru eins og hann, og honum fannst að sér væri ekkert bannað, honum, hinum útvalda var allt leyfilegt, enginn gat máð innsigli guðdómsins af enni hans. Hann dreymdi um ást, bæði af holdlegri fýsn og barnslegri blíðu. Einveran lamaði hann, og hann þoldi ekki lengur að syngja stöðugt sama sönginn, hjarta hans þráði aðra tóna. Hversvegna hafði hann ekki dáið, eitthvert þeirra augnablika, sem sál hans komst hæst, þegar hann aldrei gat komist hærra. En öllum þessum hugsunum varð hann að leyna. Hann hætti að vera heiðarlegur og hreinskilinn, sálar- kraftar hans dvínuðu og jafnvel bæn hans varð ósönn. Dramb hans og dutlungar gerðu hann illan, háðskan og skapbráðan við hina bræðurna, sem ekki voru gæddir sömu hæfileikum og hann, en voru í raun og sannleika betri menn. Á vörum hans lék oft djöfullegt háðs- glott og í einverunni í klefa sínum naut hann oft trylltrar gleði. Munkarnir hörmuðu þessa breyt- ingu, en hve fegnir sem þeir vildu, gátu þeir ekki annað en viðurkennt, að helgiljóminn fölnaði i augum þessa unga elskaða bróður. Aftur á móti var príorinn, sem oft hafði verið í myrku skapi, glaður og góð- ur, eins og sá sem Guð hefur bæn- heyrt og fengið hefur fullnægt sín- um hjartans óskum. Þetta þjáði Fra Giuseppe, og mest vegna þess, að hann fann að aðrir höfðu á réttu að standa. Gömlu hugsjónirnar og efinn um tilveru Guðs ásóttu hann að nýju. Langar andvökunætur sannaði Fra Giuseppe sjálfum sér með skýrum hugsunum, að Guð væri ekki til. Þó gat hann ekki gleymt þeim tíma, sem hann var einn þeirra útvöldu, morgunroðan- um, sem umvafði sál hans rósailm og undursamlegu ljósi, og hamingju aftanroðans, sem var engu minni, þótt hún laugaði augu hans tárum, og geisluin stjarnanna, sem tindr- andi lyftu honum til himins. Fra Giuseppe var þannig kvalinn og óliamingjusöm sál i fjötrum, þegar honum í draumi birtist sú sýn, sem leiddi liann burt úr klaustrinu, þar sem hann átti ekki heima. Fra Giuseppe dreymdi að hann stæði fyrir framan hásæti Guðs. Guð sat þar klæddur í kápu með vefjarhött á höfði. Þannig var Guð á fyrstu myndinni, sem Fra Giu- seppe hafði séð af honum, í æsku, og mundi æ siðan. Guð sat þarna máttugur og strangur. Fyrir fram- an hann kraup hópur manna, klædd ur hermannabúningum, söng hrjúf- um hátíðlegum röddum sálma hon- um til dýrðar og bað hann að veita af almætti sínu sigur í lífi og dauða. Guð lyfti hendi sinni og blessaði þá, þeir risu allir á fætur og gengu brott. En Fra Giuseppe stóð á af- viknum stað rétt lijá hásætinu, hann hafði ekki kropið eins og hin- ar, hversvegna vissi hann ekki, hann gat það ekki, þorði það ekki. En Guð sá hann ekki. Nýr flokkur þyrptist að hásætinu, ríkir og fá- tækir, karlar og konur, búnir þeim víða búningi, sem mennirnir eru vanir að klæðast. Mannfjöldinn kraup niður og af vörum hans barst söngur og ástríðuþrungnar, sundur- lausar bænir, og almáttugur Guð lyfti hendi sinni, og þeir risu á fæt- ur og gengu brott. En Fra Giuseppe stóð enn utan við, og Guð sá hann ekki. Aftur kom hópur manna, í þetta sinn voru þeir klæddir bún- ingum munka og presta, og Guð horfði ströngum augum á þá, en Fra Guiseppe þorði ekki að krjúpa eins og þeir, ekki einu sinni meðal þeirrat Hann stóð einn og einmana, hjarta hans titraði, því að hann fann að hann var yfirgefinn, út- skúfaður og vonlaus. Þá leit Guð allt i einu á hann og horfði augna- blik beint í augu honum. Frá Giuseppe skalf, því að hann vissi að reiði Guðs hlaut að hvila á sér, og hann óttaðist þau hörðu orð, sem við hann yrðu sögð, en Guð bærði aðeins varirnar og sagði lágt og fremur hægt, svo að engir aðrir en Fra Giuseppe heyrðu: „Ég er aðeins þjónn i mikla rikinu“. Þetta gerðist í einum svip. Þá snéri Guð stangri og alvarlegri ásjónu sinni að mannfjöldanum og útrétti hönd sína til blessunar, meðan her- skararnir streymdu fram hjá hásæti hans. Fra Giuseppe stóð einn og einmana eins og áður, en fyrir eyr- um hans hljómuðu sifellt orðin: „Ég er aðeins þjónn í rikinu mikla“. Fra Giuseppe vaknaði gagntekinn óumræðilegum sársauka og gleði. Guð hafði talað við hann, snúið sér til hans í trúnaði, eins og vinar. Og hvað hafði hinn almáttugi sagt? Fyrir hverju hafði hann trúað þess- um unga drambssama bróður: „Ég er aðeins þjónn i rikinu mikla". Fra Giuseppe var daga og nætur gripinn stöðugum ótta og eftirvænt- ingu. Hann þorði ekki að trúa neinum fyrir leyndarmáli sínu, en bað Guð af öllu hjarta: „Talaðu aft- ur til mín. Skýrðu fyrir mér orð þín“. Þá var það nótt eina að Fra Giuseppe birtist önnur sýn, því að það var miklu fremur sýn en draumur. Hann sagði síðar að þessi vitrun hefði verið svo augljós og á- þreifanleg, að borið saman við hana, væru allir hans ævidagar ó- slitinn draumur. Fra Giuseppe dreymdi að hann væri á ferð um víða völlu. Ef til vill var það Campagne di Róma, (völl- urinn umhverfis Róm). Það var kvöldrökkur, en út við sjóndeildar- hringinn Ijómaði gullin rák. Tungl- ið skein á heiðbláu himinhvolfinu, eins og silfurmerki, sem Guð hafði sett þar. Einstaka stjörnur blikuðu, fjarlægar og ókunnar, og vörpuðu aðlaðandi blæ á þetta umhverfi. Sem Fra Giuseppe hélt ferð sinni áfram, sá hann á hvítum þjóðveg- inum eitthvað, sem gnæfði eins og hæð eða þokubakki, þegar nær kom sá hann, að þetta var mannleg vera, og skyndilega varð honum Ijóst, að þetta var Guð. Fra Giuseppe gekk framhjá honum, þorði ekki að á- varpa hann og sneri við. Þá sá hann að guð horfði á gullna rönd kvöldhiminsins og hann sá í alvar- legum og ströngum svip Guðs, meiri sorg en hann hafði nokkru sinni áður séð. 1 því vaknaði Fra Giuseppe eða hélt sig vakna. Hann sá að liann var staddur í klefa sín- um og vissi að sig hafði dreymt. Hann vaknaði við að eitthvað hreyfði sig við höfðalag hans, reis upp i rúminu og sá þá gamlan mann, sem hann þekkti. Það var gamall maður með mikið hvítt skegg, klæddur mórauðum munka- kufli eins og yngsti bróðirinn. Hann var ekki líkur Guði, þó vissi Fra Guseppe að þetta var Guð. „Fra Giuseppe“, sagði hann mildum róm, „þú spurðir mig hví ég væri svo harmþrunginn." „Já“, sagði Fra Giuseppe hrærð- ur og þakklátur fyrir það, að Guð hafði tekið á sig þá mynd og talaði þeirri rödd, sem ekki vakti ótta. Þá sagði Guð: „Ég liorfi inn í ríkið mikla, en ég þekki það ekki“. „Ekki einu sinni þú“, sagði Fra Giuseppe óttasleginn, og þekkir þú það aldrei?“ Guð svaraði: „Ef til vill þegar ég dey“. „Deyrð þú þá líka“, hrópaði Fra Giuseppe skelfdur. Þá svaraði Guð: „Erum við ekki skapaðir í sömu mynd?“ Fra Giuseppe fann ískalda hönd dauðans grípa um hjarta sitt, hjarta Guðs, hjarta alheimsins. En nú brosti Guð: „Syrgðu ekki, ég er eilífðin“. Og um leið hvarf hann, sameinaðist loftinu í klefanum, ljósinu, sem streymdi inn um litla gluggann, ilm rósanna, sem uxu fyrir utan, söng fuglanna, rödd verkamann- anna á akrinum og fjarlægum klökkvum hljóm dómkirkjuklukkn- anna. Frá þeirri stundu var Fra Giu- seppe ljóst, að hann varð að yfir- gefa klaustrið, að hann aðhylltist ekki þá trú, sem þar var boðuð, þoldi ekki fjötra þess. Hann þráði að komast úr þessu þrönga um- Framhald á 10. síðu.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.