Baldur - 17.06.1953, Page 1

Baldur - 17.06.1953, Page 1
 & CQtS', s BALDUR XIX. ÁRG. Isafjörður, 17. júní 1953. 8. tölublað. Marshallgjafirnar eru mútur til hernámsflokkanna, íslenzka þjóðin er látin borga þær. Marshallflokkarnir þrír, íhaldið, kratarnir og framsókn guma mik- ið af hjálpsemi Bandaríkjanna í garð okkar lslendinga. Og víst er um það, að á pappírnum nema Marshall-„gjafirnar“ miklum fjár- hæðum, hvorki meira né minna en 480 miljónum króna. Það er einkum tvennt, sem menn verða að hafa hugfast í sambandi við allt skrumið af hinum svoköll- uðu gjöfum. 1 fyrsta lagi að hér er um hreina mútustarfsemi að ræða. Vegna „gjafanna“ hefur bandaríslta auð- valdinu tekizt að binda þríflokk- ana á klafa og — með hjálp þeirra — að hafa bein áhrif á þróun efna- liagsmálanna á Islandi. Sem dæmi má nefna „gjöfina" — 114 miljónir króna — sem rík- isstjórnin fékk í ársbyrjun 1951. Þeirri gjöf fylgdi það skilyrði, að ríkisstjórnin léti hætta við að greiða launauppbætur í samræmi við hreyfanlega vísitölu. Þetta var m.a. staðfest af Marshall-þing- manninum Hannibal Vaklimars- syni á Alþingi 1951. 1 öðru lagi, að hér er alls ekki um neinar gjafir að ræða. íslend- ingar sjálfir eru látnir greiða það fé, sem þríflokkunum hefur verið mútað með. Þannig er mál með vexti að bandaríska auðvaldið fyrirskipaði þríflokkunum að Iækka gengi krónunnar. Ein grein Marshall- samningsins fjallaði um þessa gengislækkun. Á einu ári hækkaði gengi doll- arsins úr kr. 6,50 upp í kr. 16,32. Með þessari stórkostlegu lækkun krónunnar græðir bandaríska auð- valdið allar Marshall-„gjafirnar“ á furðu skömmum tíma. Árið 1947 var tímakaup Dags- brúnarmanns, ef það er umreiknað í dollara, 1 dollar og 40 cent. Hafn- arverkamaður í New York hafði þá sama kaup, 1 dollar og 40 cent á tímann. Nú er samsvarandi tímakaup Dagsbrúnarmannsins aðeins ■ 89 cent, eða rúmur helmingur af því sem það var 1947. Laun hafnar- verkamannsins í New York hefur hinsvegar hækkað upp í 2 dollara og 10 cent á tímann. Ameríska auðvaldið borgar nú íslenzkum verkamanni á Suður- nesjum 34,859 krónur á ári fyrir 8 tíma vinnu á dag, en yrði að borga amerískum verkamanni 82.242 krónur. Það græðir því kr. 47.383 á hverjum íslenzknum verkamanni — eingöngu vegna þess að gengi krónunnar var lækk- að. Nú hafa Ameríkanar yfir 2500 Snorri Hjartarson: M arz 1949. Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormhlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein,, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grirnm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. íslenzka verkamenn í þjónustu sinni. Ef ekki hefði komið til geng- islækkananna hefðu Ameríkanar þurft að greiða þessum verkamönn um 205 milj. kr. á ári. En vegna gengislækkunarinnar þurfa þeir aðeins að greiða 87 milj. kr. Hreinn gróði hinna bandarísku er því 118 milj. kr. á ári. Það er alkunna, að Ameríkanar ætla að stórfjölga í hernámsvinn- unni, fá 5000 til 6000 íslenzka verkamenn í þjónustu sína. Og getur þá hver og einn reikn- að út hve langan tíma það tekur Ameríkanana að græða allar hin- ar lofsungnu Marshall-„gjafir“!! ---------0-------- JÓN SIGURÐSSON. 4I1IIIIII!IIIIIIIIIIIIIII|II|||||||||||||IIIIIIIIIIIIIIIII|IIIII|IIIIIIIIIII|II|II|II|II|I||||||||||||||||||||!||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||1 Stefna Sósíalistaflokksins: Sj álfstæðismálið. Hernámsflokkarnir þrír hafa svikið land vort í hendur amerísks hervalds með Keflavíkursamn- ingnum:i Atlanzhafssamningnum og hernáminu. Þeir hafa sett efnahagslíf vort undir yfirstjórn amerísks auðvalds, sem þrengir í sífellu kosti alþýð- unnar. ÞAÐ SEM VIÐ VILJUM: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Hernámssamningnum verði sagt upp og ameríski herinn látinn fara af landi burt. Atlanzhafssamningnum verði sagt upp. ísland verði friðlýst land og ævarandi hlut- láust í ófriði. Landi og þjóð sé haldið utan við allan vígbún- að og öll hernaðarbandalög. Alþingi lýsi yfir því, að ísland ætli hvorki að koma sér upp her né koma á herskyldu. Landsmenn fái fullt frelsi til að verzla við hvaða lönd sem er, byggja sér hús og efla at- vinnulíf sitt, án þess að spyrja aðrar þjóðir. Barizt sé fyrir því að létta fjötrum erlendra ; einokunarhringa af þjóðinni og hindra að ! auðhringar nái tökum á auðlindum landsins. ! Full sakaruppgjöf og mannréttindi veitt þeim,; er dæmdir voru vegna 30. marz 1949. ! Sósíalistaflokkurinn hefur barizt' einn allra flokka gegn yfirráðum ameríska valdsins yfir landi voru. Hernámsflokkarnir ætla að margfalda ítök Ameríkanana á Islandi, sýkja þjóðina af pest her- setunnar, þekja ísland með herstöðvum, ef þeir komast klakklaust út úr kosningunum. Bíði þeir ekki alvarlega hnekki munu þeir stofna íslenzkan leppher. — Þjóðin þarf því að fylkja sér um Sósíal- istaflokkinn og þá, sem með honum berjast, betur en nokkru sinni fyrr. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.