Baldur - 17.06.1953, Page 3
BALDUR
3
Guðný M. Björnsdóttir
MINNIN G ARORÐ.
Guðný Bjömsdóttir, kona Magn-
úsar Sveinssonar kennara, andað-
ist 5. júní s.l. í Sjúkrahúsi Isafjarð
ar. Þangað fór hún 1. s.m. til að
ala þar fyrsta bam sitt, sem tekið
var með keisaraskurði sama dag.
Heppnaðist sú vandasama skurð-
aðgerð í alla staði vel, barnið ynd-
aðgerð í alla staði vel, barnið, ynd-
isleg stúlka, lík móður sinni, lifði
fyrst á eftir með eðlilegum hætti.
Fögnuði foreldranna verður ekki
með orðum lýst. Lífið brosti nú
við þeim bjartara og ríkara af
vonum og fyrirheitum en nokkru
sinni áður. En hér urðu snögg og
sorgleg umskipti. Móðirin veiktist
skyndilega og varð brátt heltekin.
Allt var gert, sem í mannlegu
valdi stóð, til að lina þjáningar
hennar og bjarga lífi hennar, en
sú barátta varð árangurslaus,
dauðinn bar sigur af hólmi í þeirri
viðureign.
Guðný Margrét Björnsdóttir var
fædd að Núpsdalstungu í Miðfirði
2. júní 1908. Foreldrar hennar
voru hjónin Björn Jónsson og Ás-
gerður Bjarnadóttir, sem þar
bjuggu um 50 ára skeið. Hún var
yngsta barn þeirra hjóna og kom
í hennar hlut að vera aðstoð
þeirra í ellinni, þegar hin systkin-
in voru farin að heiman og höfðu
stofnað eigin heimili. Foreldra
sína yfirgaf Guðný ekki fyr en
bæði voru dáin og síðustu æviár
þeirra hvíldi forsjá heimilisins að
mestu á hennar herðum. „Hún
hafði óvenjulega hæfileika til mik-
illar forstöðu. Hún var atorkusöm,
skapstillt, fórnfús og umhyggju-
söm svo af bar“, segir mágur
hennar, Magnús F. Jónsson, í
minningargrein um hana í Morg-
unblaðinu 12. þ.m. Eftir kynni mín
af Guðnýju veit ég með vissu, að
þar er ekkert ofmælt, en hvert orð
þessara ummæla er gullvægur
sannleikur.
Eftir lát foreldra sinna fluttist
Guðný alfarin frá æskuheimili
sínu og fór til Reykjavíkur. Bjó
hún þar hjá bróður sínum dr.
Birni Björnssyni, hagfræðing, og
vann um skeið á bæjarskrifstofum
Reykjavíkur. Störfin þar vann hún
af þeirri prýði, sem henni var lag-
in og ávann sér ást og hylli allra,
sem hún umgekkst.
Þann 12. september 1948 giftist
Guðný eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Magnúsi Sveiríssyni, kennara
við Gagnfræðaskólann á Isafirði.
Sama haust fluttist hún með hon-
um hingað til bæjarins og átti hér
heima upp frá því. Það voru því
greiðslur hefjast og hvar þær
verða inntar af hendi.
Landsbanki lslands.
tæp 5 ár, sem hún var búsett hér,
þó ekki óslitið, því að á hverju
sumri dvöldu þau hjón fjarvistum
úr bænum 2—3 mánuði í sumar-
leyfi Magnúsar. Á þessum skamma
tíma eignaðist Guðný marga vini,
sem elskuðu hana og dáðu og það
því meira sem þeir kynntust henni
lengur og nánar.
Ég kynntist Guðnýju undir eins
og hún kom hingað. Eftir það kom
ég svo að segja daglega á heimili
hennar, stundum oft á dag og naut
þar ætíð ógleymanlegra ánægju-
stunda. Þau hjón voru bæði fram-
úrskarandi gestrisin og sambúð
þeirra ástúðleg á báðar hliðar.
Guðný var búin öllum þeim kost-
um, sem góða konu mega prýða.
Hún var sérstaklega myndarleg
húsfreyja, iðjusöm svo af bar, og
allt, sem hún snerti hendi á, var
unnið af alúð og vandvirkni. En
það, sem gerði samvistir við hana
ógleymanlegar öllum, sem þeirrar
hamingju urðu aðnjótandi, var
gleðin og hjartahlýjan, sem hún
var svo rík af og var svo eðlilegt
og ljúft að miðla öllum, sem ná-
lægt henni voru. Aldrei heyrðist
hún mæla last- eða styggðaryrði
um eða til nokkurns manns og við-
mót hennar var jafn ljúft og inni-
legt við hvern sem í hlut átti.
Hjartagæzka hennar kom þó
bezt fram við þá, sem bágt áttu
.og ekki voru sjálfbjarga. Mágur
hennar lýsir í áðurnefndi grein
hve ant hún lét sér um gamal-
menni og unga fóstursystur sem
voru á æskuheimili hennar, og allt,
sem lífsanda dró, en var upp á
aðra komið, átti hauk í horni þar
sem hún var. Mér er líka í minni
af hve einstakri umhyggju hún
hjúkraði frænda séra Sigurðar
Kristjánssonar, Ingólfi sál. Jóns-
syni, skipstjóra, sem síðustu ævi-
stundirnar varð að meðhöndla
eins og ósjálfbjarga barn. En heim
ili séra Sigurðar veitti Guðný for-
stöðu ásamt sínu þau ár, sem hún
átti hér heima, og gerði það með
þeim myndarbrag og umhyggju-
semi, sem henni var í blóð borin.
Minningar- og kveðjuathöfn
þessarar elskulegu konu, fór fram
á heimili hennar og í ísafjarðar-
kirkju 9. þ.m. Konur samstarfs-
manna eiginmanns hennar og aðr-
ar vinkonur hinnar látnu skreyttu
kirkjuna blómum og fjölmennið,
sem viðstatt var, sýndi hve djúp
ítök hún átti í hjörtum allra, sem
þekktu hana, og hve sárt hennar
var saknað. Ekkert er eins átak-
anlega sorglegt og þegar móðir
deyr frá nýfæddu barni sínu. Sorg-
in verður þó enn sárari, þegar á
bak er að sjá annari eins konu og
Guðnýju.
Framhald á 4. síðu.
Innköllun kröfulýsinga
um bætur á sparifé.
samkvæmt 13. gr. 1. nr. 22, 19. marz 1953
og bráðabirgðalögum 20. apríl 1953.
Hér með er skorað á þá, sem telja sig eiga rétt til bóta samkvæmt
ofangreindum lögum, að lýsa kröfum sínum fyrir 25. október 1953, að
viðlögðum kröfumissi, til innlánsstofnunar (banka, sparisjóðs, innláns-
deildar samvinnufélags) eða verzlunarfyrirtækis, þar sem innstæða var
31. desember 1941 og/eða 20. júní 1946.
Eyðublöð undir kröfulýsingu verða afhent í ofangreindum stofnunum
frá og með 25. júní 1953.
LANDSBANKI ÍSLANDS.
Arður til hluthafa
Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 6. júní 1953, var samþykkt
að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1952.
Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og lijá
afgreiðslumönnum félagsins um land allt.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS.
Tilkynning
frá félagsmálaráðuneytinu varðandi
Lánadeild smáíbúðarhúsa.
Þeir, sem kynnu að ætla að sækja um lán úr Lánadeild smáíbúðar-
húsa á árinu 1953, skulu senda umsóknir sínar til félagsmálaráðuneyt-
isins, Túngötu 18, Reykjavík, fyrir lok næstkomandi ágústmánaðar.
Umsóknum um lán úr Lánadeildinni þurfa að fylgja eftirfarandi skil-
ríki:
1. Afrit af lóðarsamningi eða yfirlýsing þess, er lóðina hefur
látið á leigu, að umsækjandi hafi fengið útmælda lóð, sam-
kvæmt skipulagsuppdrætti, ef slíkt er fyrir hendi. Sé um
eignarlóð að ræða, þarf sönnun fyrir eignarrétti.
2. Uppdrátt af fyrirhugaðri byggingu, eða húsi því er sótt
er um lán til.
3. Vottorð byggingarfulltrúa eða oddvita, hvað bygging sé
komin langt, ef umsækjandi hefur þegar hafið byggingu.
4. Vottorð oddvita eða bæjarstjóra viðkomandi sveitarfélags
um fjölskyldustærð.
5. Upplýsingar um húsnæðisástæður umsækjanda, s.s. stærð
íbúðar í fermetrum. Ef um heilsuspillandi húsnæði er að
ræða, þá þarf vottorð héraðslæknis (í Reykjavík borgar-
læknis).
6. Veðbókarvottorð, ef bygging er eitthvað komin áleiðis.
7. Greinargerð umsækjanda varðandi fjárhagslega möguleika
til að gera fyrirhugaða íbúð íokhelda.
Þeir, sem sendu umsóknir um lán til Lánadeildarinnar á árinu 1952, .
og eigi var hægt að sinna, þurfa að endurnýja umsóknir sínar, en vísað
geta þeir til áðursendra upplýsinga.
Eyðublöð undir umsóknir fást í Veðdeild Landsbankans í Reykjavík
og útibúum hans, en hjá oddvitum og bæjarstjórum þar sem ekki er
starfandi útibú frá Landsbankanum.
FÉLAGSMALARAÐUNEYTIÐ, 22. maí 1953.