Baldur - 23.12.1953, Blaðsíða 6

Baldur - 23.12.1953, Blaðsíða 6
6 B A L D U R RAFN GESTSSON: Hei Ein af borgum þeim, er við íslendingarnir heimsóttum í ferð okkar um Sovétríkin í nóvember s.l. var Sverdlovsk í Síberíu. Mánudaginn 6. nóv. vöknuðum við kl. 7,30. Eftir að hafa borðað morgunverð, var lagt af stað í bifreið áleiðis til flugvallarins, sem er skammt fyrir utan Moskvu. Vegurinn til flugvallar- ins er malbikaður og mjög breið- ur. Meðfram honum er víða skóg- ur, og sumstaðar er nýlega búið að gróðursetja þar trjáplöntur. Á leið okkar sjáum við allvíða snotra sumarbústaði. Eftir tæpan klukku- tíma komum við á flugvöllinn. Á flugvellinum er mjög mikið af farþegaflugvélum, enda er mikið ferðast með flugvélum í Ráð- stjórnarríkjunum. Til Kákasus fara að jafnaði frá þessum flug- velli 25 flugvélar daglega. Klukk- an 9,30 var lagt af stað áleiðis til Sverdlovsk. Þá var klukkan heima á íslandi 5,30 að morgni. Við flugum í hérum bil 2000 feta hæð og skyggni var sæmilegt. Við get- um alltaf fylgst með því hve hátt við fljúgum, því hæðarmælir er í farþegaklefanum. Flugvélin tekur 18 farþega og er mjög rúmgóð. Er ég hafði komið mér þægilega fyrir, fór ég að virða fyrir mér farþegana. Hér voru saman komn- ir menn af þrem þjóðernum, ís- lendingar, Rússar og Englending- ar. 1 þeim rússnesku flugvélum, er við ferðuðumst með, voru far- þegar auk okkar af þessum þjóð- ernum: Bandarískir, enskir, finnskir, sænskir og rússneskir. Klukkan 11,15 var lent á flug- vellinum í Kazan. Hér kvöddu ensku kaupsýslumennirnir okkur. Við dvöldum hér í hálfa klst., en á þeim tíma skoðuðum við flug- vallarhótelið. Næsti áfangastaður okkar var iðnaðarborgin Sverdlovsk. Þangað komum við kl. 2,30. Á flugvellin- um tók á móti okkur nefnd ungra manna og kvenna, sem bauð okk- ur hjartanlega velkomin. Síðan var ekið í bílum inn í borgina og að gistihúsi því er við bjuggum í. Borgin Sverdlovsk liggur í skarði, sem myndast í Úralfjöllin. íbúar borgarinnar eru 7—8 hundruð þúsund. Aðal atvinnuvegur borg- arbúa er iðnaður. Fyrir 20 árum var engin þungaiðnaður í borg- inni. Sverdlovsk er mjög fögur borg, mikið um stórbyggingar og ný borgarhverfi. Ennfremur eru margar nýbyggingar í smíðum bæði íbúðarhús og opinberar bygg- ingar. Hvarvetna blöstu við manni hinir stóru byggingakranar, sem bera vott um að mikið sé byggt. Götur borgarinnar eru malbikað- msókn til Síberíu. ar. Allur snjór er hreinsaður og fluttur burt jafnóðum. Víða um borgina eru miklir og fagrir trjá- garðar og einnig hefur trjám ver- ið plantað meðfram götum. Fyrsta kvöldið, sem við dvöldum í Sverd- lovsk var okkur boðið í leikhús. Blandaður kór, 42 manna (30 stúlkur og 12 karlmenn) söng þjóðlög frá Ural, Póllandi o. fl. Kór þessi var nýkominn heim úr söngför um Evrópu. Hann hlaut 2. verðlaun fyrir þjóðlagasöng á Búkarestmótinu s.l. sumar. Þetta var fyrsta söngskemmtun hans eftir heimkomuna. Að afloknum söngnum höfðum við tal af söngv- urunum. Þar bar margt á góma. Spurðu þeir mikið um ísland og tóúlistarlíf á íslandi. Sagði ég þeim t.d. að í okkar litla bæ, Isa- firði, væri starfandi tónlistaskóli, karlakór og blandaður kór. Að endingu báðu þeir að heilsa ís- lendingum og sérstaklega íslenzku söngfólki. Ég skila þessari kveðju hér með. Einn daginn heimsóttum við Úralverksmiðjurnar og ýmsar stofnanir er þeim tilheyra, svo sem barnaheimili, verkamanna- klúbb, verkamannabústaði, telpu- skóla o.fl. Úralverksmiðjurnar voru byggðar fyrir 20 árum. Þar vinna nú um 15 þús. manns. Skammt frá verksmiðjunum hef- ur risið upp ný byggð af íbúðar- húsum, skólum, barnaheimilum og fleiri byggingum. Á stríðsárunum framleiddu verksmiðjurnar aðal- lega skriðdreka, nú framleiða þær ýmsar vélar til friðsamlegra not- kunar, svo sem hinar risastóru mokstursvélar og ýmsar vélar og hluti í sementsverksmiðjur o.fl. Við sáum t.d., ásamt fleiru, milli- stærð af þessum mokstursvélum og vóg hún 1100 tonn. Kraftarm- ar vélarinnar eru 75 metrar og kjaftfylli þeirra er alltaf 14 ten- ismetrar. Til að knýja slíka vél þarf 6000 kw. raforku. Við áttum tal við nokkra verka- menn og verkakonur í verksmiðj- unni. Laun manna eru mjög mis- munandi í Ráðstjórnarríkjunum og ákvarðast af mörgum þáttum, t.d. iðnmenntun, starfsaldri manna, hvað vandasöm störfin eru og hve erfið þau eru. Þannig eru t.d. námumenn í hæsta launaflokki. Aldrei er lengur unnið daglega en 8 klukkustundir og í sumum iðn- greinum skemur. Allir menn fá sumarfrí á fullu kaupi og er það minnst hálfur mánuður og hjá sumum meira. Þeir sem búnir eru að vinna lengi fá lengra sumar- frí. Við töluðum við ógifta konu, sem hafði dóttir sína á framfæri. Hún vinnur ekki í ákvæðisvinnu. Hún hefur 900 rúblur í kaup á mánuði. Auk þess fær hún úr tryggingunum 250 rúblur á mán- uði með dóttur sinni. Hún borgar 40—50 rúblur á mánuði í húsa- leigu fyrir sig og dóttur sína. Hún sagðist komast vel af með þetta kaup. Einnig áttum við tal við tvo járnsmiði. Þeir vinna báð- ir í ákvæðisvinnu. Annar hefur að meðaltali 2500 rúblur á mán., en hinn 3500. Þegar rætt er um launakjör í Ráðstjórnarríkjunum má ekki gleyma því að tryggingakerfið er mjög fullkomið. Það mun láta nærri, að menn fái í gegnum tryggingarnar ýmsa aðstoð, sem nemur y3 hl. greiddra launa í rúblum. Eftirlaun fá menn í sum- um starfsgreinum þegar þeir eru fimmtugir, eða hafa unnið í 25 ár, og í öðrum sextugir. Allir fá full eftirlaun hvort sem þeir halda áfram að vinna eða ekki. Eftir- laun eru 50-—60% af launum síð- asta starfsársins, eða af meðal- launum 5 síðustu ára, ef við- komandi hefur farið í vinnu, sem er lægra launuð. Allt verkafólk hefur frí vinnuföt. Við áttum kost á að sjá jarð- fræðisafn námuháskólans í Sverd- lovsk og var það mjög fróðlegt. I þessu safni eru samankomin sýn- ishorn af öllum hinum gífurlegu auðæfum Úralfjalla. í Úralfjöll- um eru svo til allir þekktir málm- ar, allt frá kolum og járni upp í silfur, gull og platínu. 1 þessu safni sáum við einnig hauskúpur, horn og bein af mammútum, sem lifðu á ísöldinni. Leiðsögumaður okkar sagði, að fyrir nokkrum mánuðum hefðu verkamenn verið að grafa fyrir húsgrunni skammt frá Sverdlovsk. Fundu þeir þá horn af mammútum, og eru þau nú varðveitt í þessu safni. Einn daginn, ákváðum við að skoða eina af Æskulýðshöllunum í Sverd- lovsk, þó að við værum reyndar búnir kynnast slíkum stöðum áður. Hús það, sem nú er æsku- lýðshöll átti gullnámueigandi á keisaratímabilinu. Þessi æskulýðs- höll tók til starfa 1937. Hingað koma börn í frítímum sínum og skemmta sér við ýmsa tómstunda- iðju, undir leiðsögn fullorðinna manna. Þau smíða t.d. allskonar módel af flugvélum, jámbrautum, skipum o.fl., æfa söng, dansa, sauma, tefla, spila á hljóðfæri, hlusta á æfintýri, fara í bíó o.s. frv. Börnin hafa mjög mikinn áhuga fyrir að skemmta sjálf og einnig að hlusta á æfintýri. Þessa áhugahringi sækja um 4000 börn. I Sverdlovsk var ég fyrst var við að jólin voru skammt undan. 1 stórum sal í þessari æskulýðshöll voru brosandi börn að undirbúa jólatréshátíð. Það var verið að koma fyrir stóru jólatré. Börnin í Ráðstjórnarríkjunum bíða með óþreyju eftir jólunum, líkt og okkar börn. Þau ganga í kringum jólatréð og syngja jólasálma. Jólasveinninn kemur í heimsókn og færir bömunum sælgæti og gengur í kringum jólatréð með þeim. 1 Ráðstjórnarríkjunum em jólin hátíð barnanna, eins og hjá okkur. Jólahátíðin stendur yf- ir í hálfan mánuð. Á síðustu jól- um sóttu jólahátíð í þessari æsku- lýðshöll 40—50 þús. börn. Við kveðjum börnin og óskum þeim gleðilegra jóla. í Ráðstjórnarríkjunum er gert mikið fyrir bömin. Það sannfærð- ist maður um eftir að hafa skoð- að æskulýðshallir þeirra. Ég færði þetta einu sinni í tal við kunn- ingja minn, Petcov, frá Lenin- grad. Hann sagði: „Við gerum aldrei of mikið fyrir börnin. Börn- in eiga að erfa landið okkar. Við viljum gera þau að eins nýtum þjóðfélagsþegnum og okkur er unnt. Haldist friður í heiminum, sem við vonum, þarf æskulýður Ráðstjórnarríkjanna engu að kvíða". Föstudaginn 20. október lögðum við af stað með flugvél áleiðis til Moskvu. Eftir að hafa dvalið í þessari borg, kynnst lífskjörum fólksins, skoðað verksmiðjur, há- skóla, verkamannabústaði, barna- skóla, æskulýðshöll og margt fleira, getur engum dulist að Sverdlovsk er iðnaðar- og mennta- borg. Þannig kveð ég Sverdlovsk, og með ósk um bjarta framtíð og frið á jörðu. FORSIÐUMYNDIN. Myndin á forsíðu er teiknuð af svissneskum Jesúita-presti, Alexander Baumgartner, sem ferðaðist um Island 1883, og tekin úrí erðasögu hans: ís- land og Færeyjar. 1 4. og 5. tbl. Baldurs 1948 birtist kafli úr þessari bók, þar sem sagt er frá komu höfundar til lsafjarðar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.