Baldur - 23.12.1953, Blaðsíða 7
BALDUR
7
O. HENRY:
KAKTUSJURTIN.
Hvað er langt og hvað skammt, þegar um
tímann er að ræða? Það er fullyrt, að
drukknandi maður lifi í einum svip liðna ævi
sína. Þess vegna er það ekki ótrúlegt, að
maður geti, meðan hann tekur af sér hanzk-
ana, séð í leiftursýn allan þann tíma, sem
hann gekk með grasið í skónum eftir stúlk-
unni------, sem hann missti.
En það var einmitt þetta, sem Trysdale
gerði þar sem hann stóð við borðið í stofu
sinni. Á borðinu var rauður leirpottur með
sérkennilegri, grænni jurt, einhvers konar
kaktustegund. Jurtin bar löng blöð, eins og
fálmara í laginu og þau sveifluðust sitt á
hvað við allra minnst andvara rétt eins og
þau bentu manni.
Vinur Trysdales, bróðir brúðarinnar, bland-
aði sér drykk við skenkiborðið og var önug-
ur yfir því, að sitja einn að sumblinu. Báðir
voru mennirnir kjólklæddir. Hvítar brúð-
kaupsslaufurnar á börmum þeirra glömpuðu
eins og stjörnur í hálfrökkrinu, sem var í
stofunni.
Um leið og Trysdale hneppti hæglátlega
frá sér hönzkunum fór um hug hans skjót
og sár minning síðustu stundanna. Hann fann
enn ilminn af blómunum, sem fyllt höfðu
kirkjuna. í eyrum hans var enn kliður þús-
unda lágværra radda, marrið í brakandi kjól-
um kvennanna, en um fram allt annað ómuðu
enn í eyrum hans seinmæltu orðin prestsins,
sem bundu hana órjúfanlega öðrum manni.
Þegar hér var komið minningunum fór
hann að reyna að geta sér til, hvers vegna
og hvernig hann hefði misst hana.
Harkalega lostinn þessari óhagganlegu
staðreynd opinberaðist honum allt í einu
nokkuð, sem hann hafði aldrei áður staðið
frammi fyrir: Innri maður sjálfs hans óhjúp-
aður, í allri sinni nekt, innsta eðli hans, eins
og það var í raun og veru. Nú kom hann
auga á, að allt til þessa hafði hann jafnan
brugðið yfir sig hjúpi yfirskins og sérgæzku.
Sá hjúpur varð nú að tötrum heimskunnar.
Hann hryllti við, er hann hugsaði um það,
að aðrir hefðu séð fyrr jafn Ijóst og hann
sjálfur sá það nú, að þetta gerfi, sem hann
hafði borið til sýnis, var fátæklegt og marg-
staglað.
Hégómagirni og tilgerð. Þetta var uppi-
staðan og ívafið í allri framkomu hans.
En hversu fjarri henni hafði ekki allt slíkt
verið.
En hvers vegna----------?
Þegar hann leit hana ganga hægt upp að
altarinu hafði hann fundið til lítilmannlegr-
ar gleði, sem um stundarsakir lyfti undir
sjálfstraust hans. Hann taldi sér trú um, að
fölvi hennar stafaði af hugsunum um annan
mann en þann, sem hún var nú á leiðinni að
gefast. En jafnvel þessari vesölu huggun var
hann sviptur. Því að þegar hann sá snöggt
og tært augnatillitið sem hún beindi til brúð-
gumans, er þau tóku höndum saman, varð
hann þess vísari, að sjálfur var hann gjör-
samlega gleymdur. Einu sinni var svona
augnatilliti beint upp til hans og hann hafði
þá þótzt viss um, hvað það þýddi. Já, sann-
arlega var tilgerð hans og hégómagimi hrun-
in til grunna. Síðustu stoðinni hafði verið
kippt undan þeim.
Hvers vegna hafði þetta farið svona? Ekk-
ert missætti hafði þó komið upp milli
þeirra, ekkert.-----
í þúsundasta skiptið renndi hann huganum
yfir atburði síðustu daganna, áður en
straumhvörfin urðu svo snögglega.
Hún hafði alltaf litið upp til hans og hann
hafði tekið við aðdáun hennar með stórmann-
legu lítillæti. Hún brenndi ilmandi reykelsi
frammi fyrir honum. Tilbeiðsla hennar var
svo bljúg — taldi hann sér trú um, svo
barnsleg, lotningarfull og — það hefði hann
um eitt skeið þorað að sverja — svo einlæg.
Hún hafði eignað honum næstum því alla þá
kosti, sem einn mann mega prýða. Hann
hafði þegið þessar fórnir hennar á sama hátt
og eyðimörkin drekkur regnið, sem þó getur
ekki töfrað fram neitt fyrirheit um gróður.
Um leið og hann svipti hranalega af sér
hanzkanum stóð honum ljóst fyrir sjónum
höfuðatvik heimskulegrar hégómagirninnar
og tilgerðarinnar, sem nú var of seint að
iðrast eftir.
Það var kvöldið sem hann bauð henni að
stíga upp á stallann til sín og deila með sér
mikilleik sinum. Hann fann enn til sársauka
þegar hann minntist fullkominnar fegurðar
hennar þetta kvöld, hann sá fyrir sér eðli-
lega liðina í hári hennar, mýkt líkamans og
jómfrúlegan yndisþokka allrar persónunnar.
Hún hafði þá sagt við hann:
„Carruthers kapteinn segir mér, að þér
talið spönsku sem innfæddur. Hvers vegna
hafið þér leynt mig þessu? Er eiginlega
nokkur skapaður hlutur, sem þér kunnið
ekki?“
Nú, jæja, víst var Carruthers flón. En
samt var enginn vafi á því, að sjálfur átti
hann sök á þessu atviki. Sjálfsagt hafði
hann, — eins og oft var vandi hans, — verið
að flíka í klúbbnum með einhverjum gömlum,
spönskum málshætti, sem hann hafði grafið
upp úr ruslakistu aftan við einhverja orða-
bókina. Og Carruthers, sem var einlægur að-
dáandi hans, var einmitt manna líklegastur
til þess að hafa haldið á lofti þessari aug-
lýsingu hans um kunnáttu, sem hann hafði
ekki til að bera.
En-------. Ilmur aðdáunar hennar var svo
hrífandi og kitlaði hégómagirnd hans. Hann
neitaði ekki þegar honum var eignuð þessi
kunnátta. Án þess að mæla í móti leyfði
hann henni að flétta honum um enni þenn-
an falsaða lárviðarsveig spönskuþekkingar
hans. Hann lét hana krýna höfuð sitt, höfuð
sigurvegarans, og á meðal mjúkra sveiganna
fann hann ekki stungu broddsins, sem síðar
átti eftir að nísta hann svo sárt.
En hvað hún hafði verið glöð, en þó feim-
in og óstyrk. Hún hafði flögrað eins og fugl
í snöru þegar hann lagði mikilleik sinn að
fótum hennar. Hann hefði þorað að sverja,
já, hann gæti svarið það enn á þessari
stundu, að í augum hennar var að lesa sam-
þykki svo að ekki varð um villzt. En af ein-
hvers konar feimni vildi hún ekki svara
honum beinlínis að svo stöddu.
„Ég skal senda yður svar mitt á morgun“,
sagði hún.
Og hann, sem var svo öruggur um sigur
sinn, gat vel látið það eftir henni, að hún
frestaði svarinu um stund.
Daginn eftir beið hann óþolinmóður svars
hennar heima hjá sér. Um hádegi kom þjónn
hennar að húsdyrunum og skildi eftir þenn-
an skrítna kaktus í rauða leirpottinum. Ekk-
ert bréf, engin skilaboð, aðeins miði bundinn
við jurtina og á hann var skrifað eitthvert
útlent nafn eða jurtarheiti.
Hann beið fram til kvölds, en svar hennar
barst ekki. Stolt hans og særð hégómagirni
varnaði honum þess, að heimsækja hana.
Tveimur dögum síðar hittust þau við mið-
degisverðarboð. Kveðjur þeirra voru kurteis-
legar svo sem venjan bauð. . Hún horfði á
hann með öndina í hálsinum og spurn í aug-
um og dálítið áköf. Hann var hæverskur en
kaldur, og bjóst við skýringu hennar. Við
kuldalega framkomu hans breyttist fas henn-
ar í einu vetfangi og hún varð eins og ís.
Þannig skildust leiðir og bilið milli þeirra
varð æ breiðara.
Hvar hafði honum yfirsést? Hvort þeirra
átti sökina? Auðmjúkur leitaði hann svars
í rústum sjálfsblekkinganna.
Ef----------.
Nöldrandi rödd félaga hans barst honum
að eyrum og truflaði hugsanir hans.
„Heyrðu, Trysdale, hver fjandinn gengur
eiginlega að þér? Þú ert eins eymdarlegur á
svipinn og hnappheldunni hefði verið smeygt
á þig í stað þess að þú varst hjálplegur við
að leggja hana á annan. Líttu á mig, sem
líka er meðsekur í athæfinu, hvað ég ber
mína sök létt á herðum. Og ég kom þó um
tvö þúsund mílna langan veg á hvítlauks-
lyktandi bananaskipi, sem var úandi af skor-
kvikindum, til þess að leggja blessun mína
yfir athöfnina. En ég átti að vísu ekki nema
þessa einu systur, og nú er hún farin. Hana!
Komdu og fáðu þér í staupinu til þess að
létta á samvizkunni".
„Æ, ég vil ekki drekka núna“, sagði
Trysdale.
„Áfengið þitt er líka andstyggilegt“, sagði
hinn um leið og hann gekk til hans.
„Skrepptu einhvern tíma til mín í Punta
Redonda og prófaðu áfengið, sem gamli
Garcia smyglar til okkar. Það borgar sann-
arlega ferðina, skal ég segja þér. Nei! Hvað
sé ég! Hérna er gamall kunningi. Hvaðan
fékkstu þennan kaktus, Trysdale?"
„Þetta er gjöf“, sagði Trysdale, „vinargjöf.
Þekkirðu þessa kaktustegund ?“
„Hvort ég geri! Þetta er hitabeltisjurt.
Það er krökkt af henni umhverfis Punta Red-
onda þar sem ég á heima. Nei, héma er
nafnið á henni á seðlinum, sem er bundinn
við hana. Kanntu nokkuð í spönsku, Trys-
dale?“
„Nei“, svaraði Trysdale, með beizku brosi,
sem meira líktist grettu. „Er þetta spanska?“
„Já. Landsmenn telja sér trú um, að jurt-
in teygi út blöðin og bendi manni með þeim.
Þess vegna kalla þeir hann Ventomarme, en
það þýðir á okkar máli:
„Komdu og taktu mig!“
4