Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 1

Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 1
 XX. ÁRG. ísafjörður, 17. júní 1954. 8. tölublað. FYRlR MINNI JÓNS SIGURÐS- SONAR Á aldarafmæli hans 17. júní 1911. Af álfunnar stóiT^énnum einn verður hann og ættlands síns . .ðustu sonum; það stendur svo skínandi mergð um þann mann af minníngum okkar og vonum. Svo fjekk hann þann kraft og þá foríngjalund, að fræknlegri höfum vjer orðið um stund og stækkað við hliðina’ á honum. Það reis upp sú manndáð í þjóðinni um þig, sem þóttist of rík til að sníkja; oss hnykti þá við, er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svíkja. Óg því er það ástfólgnust hátíðin hjer, er hundraðasta’ afmælið skín yfir þjer og flokknum, sem vildi’ ekki víkja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð lieitt hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimtíu’ og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foríngjann brá, og fagurt var ísland og vonirnar þá, og blessað það nafn, sem við báruin. Og skörð Ijest þú eftir í eggjunum þenn, sem oss hafa sárastar skorið, og sjálfur af landvarnarhólminum heim þú hefur vort dýrasta borið. Með því eggjar móðir vor mannsefnin sín; hvert miðsumar ber hún fram hertýgin þín og spyr oss um þróttinn og þorið. Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja’ ára stríð. Af þjer verður hróðugust öldin. Við það urðu óðúlin okkar svo fríð, er ofbeldið misti þar gjöldin; og þó að það eigni sjer feðranna Frón, í friðaðri jörð verða beinin þín, Jón, svo leingi sem landið á skjöldinn. ÞORSTEINN ERLINGSSON. Minnumst tíu ára lýðveldis með þjóðareiningu gegn erlendri yfirdrottnun og hersetu. „Hann er þá runninn upp, þessi dagur, er vér í fyrsta sinn eftir langan aldur megum hugsa um sjálfa oss. Sæll veri þessi dagur og allir slíkir dagar eftirleiðis!" Með þessum orðum hóf einn af forvígismönnum þjóðfundarins 1851, Hannes Stepensen, prófast- ur á Ytra-Hólmi, ræðu sína um aðalmál fundarins, stöðu Islands í danska ríkinu. Með þeim fögnuði, er fellst í þessum orðum, heilsaði íslenzka þjóðin 17. júní 1944, deginum, sem færði henni „eftir langan aldur“ fullt og óskorað sjálfstæði. Og í dag minnist hún þess, að síðan eru 10 ár liðin. n. En það er með frelsið eins og fjármunina, að ekki er síður vandasamt að gæta þess en afla. Það hefur líka sýnt sig, að þeir menn, sem falið hefur verið að gæta þessa fjöreggs íslenzku þjóð- arinnar s.l. tíu ár, hafa alls ekki gert það af þeirri trúmennsku og árvekni sem skyldi. Vegna svika þessara manna og auðsveipni við erlent vald, er fögnuður okkar í dag beizkju blandinn. Við getum ekki minnst tíu ára afmælis fulls og óskoraðs frelsins. Sú þjóð, sem verður að leita til annarar þjóðar um leyfi til að byggja þak yfir höfuð sér og sættir sig við er- lenda hersetu í landi sínu, er ekki sjálfstæð þjóð, hvorki þjóðréttar- lega né siðferðislega séð. m. Þegar íslenzka lýðveldið var stofnað, þótti miklu varða að það fengist viðurkennt af þeim stór- veldum, sem þá stóðu í styrjöld til verndar sjálfsögðustu mann- réttindum og sjálfstæði allra þjóða stórra og smárra. Meðal þeirra stórvelda, er fyrst veittu þessa viðurkenningu voru Banda- ríki Norður-Ameríku, sem þá, eins og nú, höfðu setulið á landi hér. En það var ekki liðið nema rétt ár frá því þessi viðurkenning var veitt, þegar þetta sama stórveldi þverbraut gerða samninga á Is- lendingum og fór fram á að fá hluta af landi þeirra undir her- stöðvar í eina öld. Þessum tilmæl- um „vina þjóðar“ svöruðu íslend- ingar sem einn maður afdráttar- laust neitandi. Og það er ánægju- legt að geta minnst þess í dag, að, meðal þeirra mörgu, sem tóku skíra og ákveðna afstöðu gegn þessari málaleitan var Vestfirð,- ingur, Sigurður Bjarnason, alþing- ismaður, þingmaður Norður-ls- firðinga. Hann sagði í útvarps- ræðu 1. des. 1945; „Eigum vér að selja eða leigja hinum glæsilegu lýðræðisríkjum Vesturheims land vort eða hluta þess undir hernaðarbækistöðvar, til þess að þau taki eilíflega að sér vernd Islands, eins og nokkur erlend og innlend blöð hafa rætt um undanfarnar vikur? — Það er hvorki hægt að hugsa né tala nú, 1. desember, án þess að minnast á þessar spumingar og svara þeim. Og mitt svar er á reiðum höndum: ISLENDINGAR EIGA EKKI AÐ LEIGJA NEINU ER- LENDU RIKI HERNADARBÆKI- STÖÐVAR I LANDI SÍNU. Það er óþarfi að spyrja vegna hvers. I fyrsta lagi er sú leið hæpin tií aukins öryggis. I öðru lagi vilja Islendingar hvorki leigja land sitt né selja. Slíkt getur engin þjóð gert, sem ann sóma sínum og frelsi. Til þess að slíkur gerningur teljist hyggilegur, og annað er hreint pólitískt gjaldþrot, þarf áreiðanlega að leggja annan mæli- kvarða á stjórnarathafnir á ls- landi en hingað til hefur tíðkazt hér. — Ef einn einasti Islending- ur er til, sem vill til frambúðar leigja Bandaríkjum Norður- Ame- ríku eða nokkru öðru ríki hern- aðarbækistöðvar á lslandi, hefur það verið dregið of lengi að ræða málið fyrir opnum tjöldum". Það er hvorki hyk né efi í þessum orðum þingmannsins í kjördæmi Jóns Sigurðssonar og Skúla Thoroddsen. Hitt er svo önnur saga, sem ekki verður rak- in hér, að hann stóð nokkm síðar í hópi þeirra Islendinga, sem vildu leigja Bandaríkjum Norður-Ame- ríku hernaðarbækistöðvar á Is- landi og sóttust eftir að fá hingað erlendan her. Þó að Bandaríkjunum tækist ekki að ná takmarkinu í einu á- hlaupi, hafa þau náð því smám saman. Áfangarnir á þeirri leið eru öllum kunnir. Framhald á 2. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.