Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 4

Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 4
NÝIR BORGARAR. ólafur Þór, fæddur 28/11 1953. Foreldrar: Hulda S. Jóhannsdótt- ir og Ólafur T. Ólafsson, Kirkju- bóli í Skutulsfirði. Pétur, fæddur 14/11 1950, Árni, fæddur 6/3 1954. Foreldrar: Guð- björg Árnadóttir og Guðmundur Sigurðsson, ísafirði. — öll skírð 22/5 1954. Ólöf Borghildur, fædd 24/2 1948, Guðmunda Inga, fædd 4/6 1949, Stefán Birgir, fæddur 22/8 1953. Foreldrar: Hulda Guðmundsdóttir og Veturliði Veturliðason, Úlfsá í Skutulsfirði. — Öll skírð 23/5 1954. Sveinsína Björg, fædd 10/12 1953. Foreldrar: Sigrún Sigur- geirsdóttir og Jón Gunnar Björg- ólfsson. Guðmundur Óli, fæddur 13/5 1954. Foreldrar: Ólína Jónasdótt- ir og Kristján Lyngmó, bilstj., Isa- firði. — Bæði skírð 30/5 1944. Kristján Guðmundsson, fæddur 11/1 1954, skírður 29/5 1954. For- eldrar: Margrét Leósdóttir og Jó- hann Hermann Júlíusson, bílstj., Isafirði. Kristín, fædd 15/8 1950, Helga Björk, fædd 8/5 1952. Foreldrar: Helga Hermundsdóttir og Gunnar Guðmundsson, verzlunarm., ísaf. Sigríður Þórunn, fædd 26/3 1953. Foreldrar : Erla Valdimars- dóttir og Gestur Einarsson, Rvík. Öll skírð 5/6 1954. Sigríður Brynja, fædd 7/2 1954, skirð 6/6 1954. Foreldrar: Arndís ólafsdóttir og Sigurður Th. Ingv- arsson, véésmiður, Isafirði. Arnheiður, fædd 21/11 1953, skírð 11/6 1954. Foreldrar: Mar- grét Auður Árnadóttir og Matth- ías ísfjörð Guðmundsson, Hvítan. Halldóra, fædd 30/11 1953. For- eldrar: Sigríður Jóhannesdóttir og Jón H. Guðmundss., kennari, ísaf. Jón Guðbjartur, fæddur 25/1 1954. Foreldrar: Svandís Jóns- dóttir og Guðbjartur Guðbjarts- son, sjómaður, ísafirði. Arnar, fæddur 24/12 1954. For- eldrar: Margrét Guðbjartsdóttir og Kristinn Arnbjörnsson, vélstj., Isafirði. Guðrún Ólöf, fædd 10/3 1954. Foreldrar: Ólöf Finnbogadóttir og Guðmundur Ólason, sjóm., Isaf. Guðrún, fædd 30/3 1954. For- eldrar: Anna Guðröðsdóttir og Magnús Arnórsson, sjómaður, ísa- firði. — Öll skírð 13/6 1954. Dánarfregn. Arinbjörn Clausen, stöðvarstjóri við Rafstöðina á Fossum, andaðist á heimili sínu 6. þ.m. Hjúskapur. Hulda Svanhildur Jóhannesdótt- ir frá Hafnarfirði og Ólafur T. Við heimkomu Skúla Thoroddsen úr sambandsnefndarförinni 1908. Þeim svíður við hjartað, sem sæti’ átti’ í skut og sjálfur rjeð stjórninni forðum, að taka nú gefins við hálfum hlut og hógv'ærum skapraunarorðum. Vjer þökkum þjer, Skúli’, að þú heldur heim með hendurnar tóinar frá skiftum þeim. Á höfðingjafundum í húsbóndans sal sjest hefðin og framtíðargróðinn: með börnin sín arflausu skarta þar skal á skörinni prófentuþjóðin. Þú vildir ei, Skúli’, og við þökkum það, að þú ættir móður á slíkum stað. Hjá hverjum, sem Fjallkonan ókúguð á, í öndvegi krefst hún að vera, og trygðapants-handjárn vill liún ekki fá, en hríng, sem hún fagnar að bera. Hún vill ekki tálvon í tign síns manns, nje tína sitt frelsi’ upp úr vösum hans. Og fóstran, sem þráir að sjá okkur sæl á sigurför hlekklausra þjóða: hún fagnar þjer, sonur, sem fórst ekki’ á hæl í fylgi með málefnið góða. Já, vel sje þjer, Skúli. Við vorum menn. Nú verður það sýnt, hvað við dugum enn. ÞORSTEINN ERLINGSSON. Ólafsson (Tryggvasonar) á Kirkju- bóli, voru gefin saman í hjóna- band 22. maí s.l. Betty Marzellíusdóttir og Sigur- björn Magnússon, rafvirki, Hofs- ósi, voru gefin saman í hjóna- band 5. júní s.l. Þann 22. maí s.l. voru gefin saman i hjónaband ungfrú Guð- rún Friðrikka Pétursdóttir og Eyjólfur Guðmundur Ólafsson, Isafirði. — Sóknarpresturinn, séra Sigurður Kristjánsson gaf brúð- hjónin saman. Petrína Sigrún Georgsdóttir og Solomon Sigurðsson, sjómaður, voru gefin saman í hjónaband 29. maí. Sr. Magnús Guðmundsson gaf brúðhjónin saman. Sigrún Stella Ingvarsdóttir og Ágúst Haraldsson, vélvirkjanemi, voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík 22. maí s.l. af sr. Jóni Auðuns. Hörmulegt slys. Þann 28. maí s.l. varð það hörmulega slys að skriða féll á Guðmund Óla Guðjónsson héðan úr bæ, er hann var að síga í Hornbjarg. Var grjóthrunið það mikið, að nærri lá að þeir, sem á brúninni voru að gæta festarinn- ar, færu fram af. Sigið var niður til mannsins og tókst að koma honum upp með lífsmarki, en hann andaðist litlu síðar. Guðmundur óli Guðjónsson var fæddur í Skjaldarbjarnarvík í Strandasýslu 20. des. 1914. Hann lætur eftir sig konu, Petólínu Sig- mundsdóttur og þrjú ung böm. Hann var þaulvanur fyglingur. Flutt úr bænum. Bjarni Sigurðsson, læknir og frú hans, dr. Fríða Sigurðsson, eru fyrir nokkru flutt úr bænum til Keflavíkur, en Bjarni verður yfirlæknir við sjúkrahúsið þar. Richard Beck í heimsókn. Þann 9. þ.m. komu þau hjónin Bertha og dr. Richarð Beck, pró- fessor í Norður-Dakota, hingað til bæjarins í boði Stórstúku ís- lands og nokkura vina þeirra hér. Að kvöldi sama dags gengust nokkrir vinir þeirra hjóna fyrir almennri samkomu í Alþýðuhús- inu þeim til heiðurs, en þennan dag átti d'r. Bech sextugsafmæli. Þar töluðu Jóh. Gunnar Ólafs- son, bæjarfógeti, dr. Richarð Bech, Þórleifur Bjarnason og Karlakór Isafjarðar söng. Þar á meðal var kvæði, sem Haraldur Leósson, kennari, hafði ort til af- mælisbarnsins. -------0------- Sjómannadagurinn. Hátíðahöld sjómannadagsins hér á Isafirði voru með líku sniði og undanfarin ár. Dagurinn hófst með guðþjón- ustu í ísafjarðarkirkju kl. 10,30 f.h. Sóknarpresturinn, séra Sig- urður Kristjánsson, messaði. Kl. 1,30 e.h. hófst skemmtun á báta- hafnaruppfyllingunni. Lúðrasveit ísafjarðar lék, Marías Þ. Guð- mundsson, form. sjómannadags- ráðs, flutti ræðu, þá var keppt í róðri í tveimur flokkum, land- menn og sjómerin, beitingu, sundi, vírsplæsi og netahnýtingu. I kapp- róðri sigruðu hásetar á Sólborg, úr flokki sjómanna, og starfs- menn K.I., úr flokki landmanna. Höfðu þeir síðarnefndu bezta tím- ann. I sundi sigraði Agnar Agn- arsson, í beitningu Hans Alexand- ersson og í splæsi og netahnýt- ingu Sturla Halldórsson. Síðar um daginn var knatt- spyrnukeppni milli togarasjó- manna og bátasjómanna og sigr- uðu þeir síðarnefndu. Um kvöldið var skemmtun í Alþýðuhúsinu. Þar flutti Ásberg Sigurðsson, framkvæmdastjóri, ræðu, Karla- kór ísafjarðar söng, verðlaun fyr- ir afrek dagsins voru afhent og Filip Þór Höskuldssyni björgunar- verðlaun sjómannadagsins og slysavarnafélagsins. -------o------- 440 bæjarbúar hafa nú synt 200 metrana, — þar af eru 310 skóla- nemendur. Hlutur utanskólafólks er því heldur smár ennþá. Um síðustu mánaðarmót var ísa- fjörður hæstur í keppninni, af kaupstöðum landsins. Herðum sóknina og höldum forystunni, — biðjið um sértíma í Sundhöllinni, ef það hentar yður betur.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.