Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 3

Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 3
BALDUR 3 Frelsisþráin hefur aldrei dáið með þjóð vorri. Tryggir markaðir fyrir sjávaraf- urðir ættu að auðvelda þær sjálf- sögðu ráðstafanir, sem gera ber til að tryggja starfrækslu sjávar- átvegsins og afkastaaukningu, en slíkt verður aðeins gert með ger- breyttum viðhorfum stjórnarvald- anna til þessa undirstöðuatvinnu- vegar þjóðarinnar. — Verður taf- arlaust að tryggja rekstursgrund- völl útgerðarinnar og veita sjó- mönnum þau kjör, sem gera sjó- mennsku og sjósókn eftirsóttari atvinnugrein en aðrar. Lýsir ráð- stefnan stuðningi við tillögur sósíalista á Alþingi, þar sem bent hefur verið á leiðir til úrbóta í þessu efni. n. Ráðstefnan vill benda á þá stað- reynd, að stækkun friðarlínunnar hefur leitt af sér aukinn ágang á veiðisvæðin úti fyrir Vestfjörðum, svo að fyllilega er ástæða til að ætla, að sjávarútvegur Vestfirð- inga líði undir lok að óbreyttum aðstæðum. Er nauðsynlegt að friða land- gnmnið fyrir veiði erlendra tog- ara og skipuleggja veiði íslenzku togaranna með það fyrir augum að vernda fiskistofninn. Þetta hlýtur að verða meginkrafa Vest- firðinga, enda hagsmunamál þjóð- arheildarinnar að komið verði í veg fyrir gereyðingu þessara fyrr- um fengsælu fiskimiða. Þá ber jafnframt að gera ráð- stafanir til aukinnar hagnýtingar aflans hér á Vestfjörðum með byggingu fullkominna og stór- virkra fiskiðjuvera og bættri að- stöðu til vinnslu aflans. Verði lát- in fara fram rannsókn á nauðsyn f járfestingar til atvinnuaukningar hér á Vestfjörðum með tilliti til þarfa íbúanna. Þá er og ástæða til að bæta úr raforkuþörf Vestfirðinga, en á því sviði hafa þeir verið afskiptir til þessa. Er það krafa Vestfirðinga að framkvæmd verði lög um raf- orkuver fyrir Vestfirði frá síðasta Alþingi. SÖFNUN 1 SIGFÚSARSJÓÐ — SÓSÍALISTAHÚS A ISAFIRÐI. Ráðstefna sósíalista á Vest- fjörðum haldin á lsafirði 29. og 30. maí 1954 lýsir ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun Sigfúsarsjóðs og Sósíalistaflokksins að kaupa húsið við Tjarnargötu I Reykja- vík og fagnar því hve fjársöfnun- in til þeirra kaupa hefur gengið með miklum glæsibrag. Skorar ráðstefnan á sósíalista á Vest- fjörðum að taka þátt í söfnuninni með því að leggja fram fé eftir beztu getu. Þá Iýsir ráðstefnan sig sam- þykka þeirri hugmynd, að Sósíalistafélag ísafjarðar komi sér upp húsi fyrir starfsemi sína, sem jafnframt yrði þá miðstöð fyrir sósíalista á Vestfjörðum, og skor- ar á alla sósíalista í þessum lands- hluta að leggja því máli lið. GEGN HERSETU OG ATLANTSHAFSBANDALAGI. Eggert Lárusson, Bolungarvík, flutti svohljóðandi tillögu, er var samþykkt í einu hljóði: „Ráðstefnan mótmælir harðlega hersetu á lslandi og telur að segja beri upp hervamarsamn- ingnum svonefnda. Sömuleiðis að segja skilið við Atlantshafsbanda- lagið, því aðild að þeim félags- skap er ekki samboðið íslenzku þjóðinni“. í sambandi við þessa tillögu kvaddi sér hljóðs Ágúst Vigfús- son, minntist flutningsmanns hennar, Eggerts Lárussonar, og þakkaði honum fyrir langt, ágætt og fórnfúst starf í þágu Sósíal- istaflokksins. Á ráðstefnunni flutti Magnús Kjartansson, ritstjóri, erindi um stjórnmálaástandið og þau breyttu viðhorf, sem nú eru að skapast vegna ágreinings þess sem nú er innan Alþýðuflokksins. Að lokum fluttu kveðjuorð Haraldur Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Halldór Ólafsson, Ágúst Vigfússon og Magnús Kjartansson. Og fyrstu ráðstefnu vestfirzkra sósíalista var þar með slitið. (Úr ræðu Einars Olgeirssonar við lýðveldishátíðahöldin í Reykja- vík 18. júní 1944). ISLENDINGAR! Vér höfum endurreist lýðveldið í landi voru. Þjóðin hefur sjálf tekið þessa ákvörðun. Þjóðin stendur öll að henni. Islenzka þjóðin hefur endurreist lýðveldið sitt í trúnni á sjálfa sig, á óaf- seljanlegan rétt sinn til að ráða þessu landi. Vér höfum getað gert þetta, vegna þess að frelsisþráin hefur aldrei dáið með þjóð vorri, hvernig sem að henni hefur verið þjarmað á undanförnum öldum. Aldrei hefur þjóð vor misst trúna á rétt sinn, aldrei glatað að fullu voninni um frelsið, hve djúpt sem hún sökk, hve dökkt sem virtist framundan. Það er hinni ódrep- andi seiglu undanfarinna kynslóða að þakka, að vér, sem nú lifum, gátum gert djarfasta drauminn þeirra að veruleika: skapað lýð- veldi á íslandi. Það er auk nafn- kunnu frelsisfrömuðanna hundr- uðum nafnlausra hetja að þakka, að vér getum uppskorið ávöxtinn af erfiði þeirra í dag, — hundruð- um og þúsundum forfeðra vorra og formæðra, sem framkvæmdu á einn eða annan hátt kjörorðið „eigi að víkja“, einnig áður en Jón Sigurðsson forseti mótaði með þeirri meginreglu þjóðfrelsisbar- áttu íslendinga. ... Vér höfum skapað nýtt lýð- veldi í Evrópu í gær, — endur- reist elzta lýðveldi hinnar gömlu Evrópu — vopnlaust og varnar- laust mitt í ægilegustu orrahríð, sem yfir heimsálfu vora hefur gengið. Það verður ekki eina lýð- veldið, sem skapast í þeirri Evrópu, sem upp rís úr ragna rök- um harðstjórnarinnar. Það kann að virðast glæfraspil að skapa litla lýðveldið okkar vopnlaust og varnarlaust í veröld grárri fyrir járnum, — staðráðnir í að tryggja raunhæft þjóðfrelsi vort engu að síður. Vér sköpum þetta lýðveldi í trúnni á, að sú stund sé ekki fjarri, að friðurinn, mann- réttindin og þjóðfrelsið sigri í heiminum og tryggi smáþjóð sem vorri réttindin til að lifa og þroskast frjáls og farsæl. Og vér treystum því, að á meðan ágengni og yfirdrottnun enn kunna að vera til í veröldinni og ógna oss sem öðrum smáþjóðum, þá bresti oss hvorki kjark né samheldni til að firra þjóðfrelsi vort grandi, — og hvað sem á dynur, þá skulum við varðveita frelsisástina eigi síður en forfeður vorir gerðu, — þeir, sem lögðu hornsteina þess lýðveldis, sem vér reistum í gær. Gamla lýðveldið okkar var skap- að af höfðingjum, — og vojdug- ustu höfðingjarnir tortímdu því. Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hafið skapað nýja lýðveldið okk- ar. Frá fólkinu er það komið, fólkinu á það að þjóna — og fólk- ið verður að stjórna því, vak- andi og virkt, ef hvorttveggja, lýðveldinu og fólkinu, á að vegna vel. Það er ósk mín I dag, að fólkið sjálft, fjöldinn, sem skapaði ís- lenzka lýðveldið — svo samtaka og sterkur — megi aldrei sleppa af því hendinni, heldur taka með hverjum deginum sem líður fast- ar og ákveðnar um stjórnvöl þess. Þá er langlífi lýðveldisins og far- sæld fólksins tryggð. ---------O---------- Yfirlæknir við Sjúkrahús Isafjarðar. Úlfur Gunnarsson, læknir, hef- ur verið ráðinn yfirlæknir' við Sjúkrahús Isafjarðar. Annar um- sækjandi var Kjartan J. Jóhanns- son. Baðvarðarstaða kvenmanns við Sundhöll Isaf jarðar er laus til umsókn- ar. — Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Upplýsingar um starfið og launakjör eru gefnar hjá sundhallarstjóra og á bæjarskrifstofunni. ísafirði, 15. júní 1954 BÆJARSTJÓRI. Yfirhjúkrunarkonustaðan við Sjúkrahús Isafjarðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Bæjarskrifstofan gefur upplýsingar. Isafirði, 15. júní 1954 BÆJARSTJÓRI. jiliiliiliiliiliiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililllliiliiliilliliiliiliiini Hjartanlegt þakklæti vottum við öllum þeim, nær og fjær, | | sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðar- 1 | för mansins míns og föður okkar Guðmundar Óla Guðjónssonar. | | — Guð blessi ykkur öll. | | Petólína Sigmundsdóttir og börn, | Seljalandsveg 52, Isafirði. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii HlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllljlllllllllllllllllllÍTlllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIHÍIIIIIIIIIIIIIII Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar | 1 Benjamínsdóttur. | | Aðstandendur. lllllllllltllllllllllllllllllllillllllllllUlilllllllltlllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ATVINNA. Starfsstúlku vantar í Elliheimili Isafjarðar nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðukonunni. Bæj arskrif stof an.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.