Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 2

Baldur - 17.06.1954, Blaðsíða 2
2 BALDUR Ráðstefna sósíalista á Vestfjðrðum. ||||lllllll■tllllltl■lllll■ll■tl■ll■ll■ll■ltllllll■llllllll■tl■ll■lllll■ll■tl■ll■ll■ll■lI■llllllllllllll■ll■ll■ll■lllll■tl■ltlllllllll■lllltllllll■lllll■llllllll BÁLDIIR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Árgangurinn kostar kr. 20,00. Lausasöluverð 1,00 kr. | «■ m Afgreiðsla Pólgötu 8. = •llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Landgrunnið fyrir íslendinga. 1 ályktun um atvinnumál, sem samþykkt var á ráðstefnu sósíal- ista á Vestfjörðum, og birt er hér í blaðinu, fjallar einn kaflinn um landhelgina. Þar er bent á þá staðreynd „að stækkun friðunarlínunnar hefur leitt af sér aukinn ágang á veiði- svæðin úti fyrir Vestfjörðum, svo að fyllilega er ástæða til að ætla, að sjávarútvegur Vesfirðinga líði undir lok að óbreyttum aðstæð- um“. En talið „nauðsynlegt að friða landgrunnið fyrir veiði er- lendra togara og skipuleggja veiði íslenzku togaranna með það fyrir augum að vemda fiskistofninn". Það er öllum ljóst, að stækkun friðunalínunnar er aðeins áfangi í landhelgismálinu. Lokatakmark- ið hlýtur að vera: Landgrunnið fyrir íslendinga eina og er þá sjálfsagt að byrjað verði, þar sem þörfin er mest, á landgrunninu úti fyrir Vestfjörðum. Um það hljóta allir að vera sammála, að vestfirzku fiskimiðin verður að vernda. Fiskveiðar hafa alla tíð verið aðalbjargræðisvegur- inn í þessum landshluta, og þess eru mörg dæmi, að á hallæristím- um kom fólk þangað úr öðrum landshlutum sér til bjargar. ísa- fjarðardjúp bar þá með réttu nafnið gullkistan. Nú er hinsveg- ar svo komið, að ekkert fæst á þessum fyrrum fengsælu miðum .og þýðingarlaust er að sækja Minnumst tíu ára lýðveldis. Keflavíku rsamningur 1946. Marshallsamningur 1948. Aðild að Atlantzhafsbandalagi 1949. Herstöðvarsamningur 1951. fslendingar hafa þannig orðið að tæma í botn hvern niðurlæg- ingarbikarinn af öðrum. Sá, sem á sótti, hefur jöfnum höndum beitt hótunum, blíðmælum og gýligjöfum. — Og nú, eftir end- urskoðun hervarnarsamningsins, verða Islendingar að afhenda Bandaríkjunum Njarðvík fyrir herstöðvahöfn og hætta þar með við þá fyrirætlan að byggja þar landshöfn. f staðin er svo lofað að afgirða „verndarana" eins og minka eða önnur skaðsemdarkvik- indi. Það á að vernda fslendinga gegn „verndurunum“ með girðing- um. IV. Þó að hér hafi verið lýst skugga- hliðum þessa tímabils, á það engu þangað til fanga. Það 6r almennt álit sjómanna og annara, sem til þekkja, að þetta fiskleysi stafi af ágangi togara hér úti fyrir, en hann hef- ur mjög farið í vöxt, eftir að friðunarlínan var færð út. Sú krafa hefur því kopaið fram og verið flutt á Alþingi, að friðunar- svæðið verði stækkað á þessum slóðum. Slíkt yrði vitanlega til bóta, en öruggast er að friða allt Vestfjarðalandgrunnið eins og hér er lagt til. Um það verður því ekki deilt, að hér er hreyft miklu hagsmuna- máli fyrir Vestfirðinga og íslend- inga alla. Hitt er svo annað mál, að vænta má harðrar mótspyrnu þeirra þjóða, sem sótt hafa afla á þessar slóðir, eins og bezt hefur sýnt sig í hinni ósvífnu andstöðu Breta í landhelgismálinu. En ís- lendingar geta í því tilfelli vitnað til annara þjóða, sem friðað hafi landgrunn sitt, eins og Rússa, Ástralíumanna o.fl., en þær hefðu tæplega komið því fram mótstöðu- laust, ef lagalegur réttur þeirra væri ekki ótvíræður, og hlýtur þá hið sama að gilda um okkur íslendinga. Við höfum því laga- lega og siðferðislega réttinn okkar megin. Landgrunnið, eins og landið sjálft, er okkar eign og við einir eigum að ráða hvernig gæði þess eru hagnýtt. Framh. af 1. síðu. síður sínar björtu hliðar. Nokkrum mánuðum eftir að lýð veldi var stofnað, tókst fyrir at- beina Sósíalistaflokksins að mvnda ríkisstjóm, sem lengi verður minnst að ágætum — það var ný- sköpunarstjómin. Það var hún, sem notaði innstæður, er íslend-_ ingar höfðu safnað erlendis á stríðsárunum, til að endurnýja skipastólinn, byggja nýjar síldar- verksmiðjur og fiskiðjuver og lagði grunn að fjölmörgum öðrum framkvæmdum í atvinnu- og menningarmálum. Fyrir hennar tilstilli voru gerðir hagkvæmari og stærri viðskiptasamningar en nokkru sinni áður og hver hönd hafði nóg að starfa. En þessir björtu tímar stóðu ekki lengi. Með Keflavíkursamn- ingnum 1946 voru sósíalistar í raun og veru hraktir úr stjórn landsins. — Nýsköpunarstjómin var úr sögunni. Síðan hefur stöð- Dagana 29. og 30. maí s.l. var haldin hér á ísafirði ráðstefna sósíalistafélaganna á Vestfjörðum. Voru þar mættir 15 fulltrúar frá þremur stöðum, ísafirði, Bolung- arvík og Súðavík. Einnig sat Magnús Kjartansson, ritstjóri, ráðstefnuna sem fulltrúi mið- stjórnar Sósíalistaflokksins. Halldór ólafsson, formaður Sósíalistafélags Isafjarðar setti ráðstefnuna. Tilnefndi hann sem fyndarstjóra þá Harald Guð- mundsson, skipstjóra, Isafirði og Halldór Guðmundsson, verka- mann, Súðavík, og sem ritara þá Ágúst Vigfússon, kennara, Bol- ungarvík og Guðm. Árnason, kennara, ísafirði. Vruo þeir allir samþ. í einu hljóði. Einnig lagði hann til að Magnús Guðmundsson, Mánagötu 5, ísafirði, yrði heið- ursgestur ráðstefnunnar og var það einróma samþykkt. , Þá var kosið í eftirtaldar nefnd-. ir: Skipulagsnefnd. Kosnir voru: Halldór Ólafsson, Ágúst Vigfús- son og Guðmundur Árnason. Verkalýðsmálanefnd. Kosningu hlutu: Steinþór Guðjónsson og Ágúst Vigfússon, Bolungarvík, Halldór Guðmundsson, Súðavík, Guðm. Eðvarðsson og Haraldur Stígsson, ísafirði. Atvinnumálanefnd. Hana skip- uðu: Haraldur Guðmundsson og Haraldur Steinþórsson, ísafirði og Eggert Lárusson, Bolungarvík. Að kvöldi fyrri dagsins, sem ugt sigið á ógæfuhlið í efnahags- málum, með því meiri hraða sem ásælni Bandaríkjanna og undir- lægjuháttur íslenzkra stjórnar- valda hafa farið vaxandi. Fram- leiðslustöðvanir, gengislækkanir og atvinnuleysi hafa verið fylgi- fiskar þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa setið síðan 1946. Ástand- ið hefði þó orðið ennþá verra, ef ekki gætti áhrifa happasælla verka nýsköpunarstjórnarinnar. Með þeim framleiðslutækjum, sem fest voru kaup á í stjórnartíð hennar, hefur, þrátt fyrir allt, tekist að framleiða mikils’verð verðmæti. Þó er vert að minna á það, að síðan Islendingar gerðust aðilar Marshallsamningsins hafa þeir lifað á bandarísku láns- og gjafafé og þar með orðið fjár- hagslega bundnir þessu stórveldi ofan á allt annað. V. Hér hefur verið drepið á það helzta í sögu þessa tíu ára tíma- bils. Það hefur aðallega verið dvalið við þau atriði sem gera fögnuð okkar í dag beizkju bland- inn. Þetta er með ráðnum hug gert. Ekki er hægt að lækna mein semd nema að þekkja hana, og Islendingar verða að gera sé’ grein fyrir ástandinu eins og það ráðstefnan stóð, buðu ísfirzkir sósíalistar aðkomufulltrúunum til kaffidrykkju á Norðpólnum. Þar flutti Magnús Kjartansson erindi um stjórnmálaástandið, Haraldur Stígsson las upp. Einnig var lausavísnahappdrætti og getrauna- þáttur og Ágúst Vigfússon mælti nokkur orð af hálfu aðkomufull- trúa. Skemmtuninni stjórnaði séra Sigurður Kristjánsson. Fór hún hið bezta fram og var til ánægju öllum sem sóttu hana. Álykanir sem ráðstefnan sam- þykkti birtast í þessu og næsta blaði. ÁLYKTUN UM AVINNUMAL. „Ráðstefna vestfirzkra sósíal- ista fagnar þeim stórauknu sölu- möguleikum sem fyrir hendi eru á hraðfrystum fiski og fleiri sjá- varafurðum til Sovétríkjanna og annara landa Austur-Evrópu. Telur hún brýna nauðsyn að ríkisstjórnin geri þegar ráðstafan- ir til að hagnýta af fremsta megni umrædda markaðsmöguleika, sem geta tryggt örugga lífsafkomu Vesffirðinga. Sjúvarútvegurinn hefur staðið að mestu leyti imdir gjaldeyrisöfl- un þjóðarinnar, en þess ekki ver- ið gætt aðskapa honum aðstöðu til að sinna þessu hlutverki, sem vera bæri. Hefur hann sjálfur borið skarðan hlut frá borði af þjóðartekjunum, en verið rúinn af fjárplógsmönnum og milliliðum. er eigi þeir að fá úr því bætt. Þeir verða að gera sér Ijóst, að land þeirra er hersetið og að her- liðið, sem hér dvelst, býr þannig um sig, að sýnilega er ekki tjald- að til einnar nætur heldur fram- búðar. Þeir eru heldur ekki að öllu leyti sjálfráðir um efnahagsmál sín. Þeir eru m.ö.o. ekki fullkom- lega frjáls og fullvalda þjóð. Þrátt fyrir þetta er ekki ástæða til að kvíða framtíðinni. Við er- um ekki hnípin þjóð í vanda eins og á fyrri skeiðum sjálfstæðis- baráttu okkar, heldur auðug þjóð og sterk, sem býr í landi með næg lífsgæði og hefur óþrjótandi möguleika til að afla þeirra. Hér getur hverju mannsbami liðið vel ef rétt er á haldið. En við megum heldur ekki gleyma því, að þess- ara gæða fáum við því aðeins not- ið, að við ráðum einir yfir þeim, stjórnum sjálfir landi okkar. Við hljótum því að sameinast um þá kröfu á tiu ára afmæli lýð- veldisins, að allur erlendur her hverfi héðan tafarlaust og Island losni úr Atlantshafsbandalaginu. Þessa merkisafmælis verður bezt minnst með því að hefja ein- huga baráttu fyrir þessum kröf- um, fyrir óskoruðu sjálfstæði ís- lands.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.