Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Page 9

Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Page 9
hafið, ef skyggni er gott. Þetta var vissulega stórkostleg flugferð! Cramer hafði nú aftur tekið við stjórninni. Lendingin var talsvert aðgæzluverð. Cramer varð að fljúga mjög lágt yfir gömlu geymsluhús- in. En honum kom að góðu haldi, að hann þekkti hér hvern krók og kima, því hann hafði lengi starfað á þessari flugleið. Vélbáturinn kom nú og dró flugbátinn að bóli, þar sem honum var lagt. Farþegarnir fóru í land. „Við leggjum af stað aftur kl. 17 stundvíslega. Það er gaman að dvelja hér, en ég bið yður að vera stundvís. Hálftíma fyrir brottför fer vagn frá E1 Prado til flugstöðvarinnar “ Farþegamir og flugmenn héldu nú inn í borgina. Vélamaðurinn varð eftir í flugbátnum og einnig loftskeytamaður, sem var þaulkunnugur í borginni. Hitinn var svo mikill um miðjan daginn, að hann var illþol- andi. Cramer og Erikson fengu sér leigubíl og óku til brautarstöðvarinnar. Þeir tóku sér far með hraðlestinni til Marianáo, liins dásamlega bað- staðar. Gusturinn, sem orsakaðist af hraða lestarinnar var þægilegur, þeg- ar setið var við opinn gluggann. Framundan lá breiður flói, hvítur sandurinn þakti ströndina. í skugga hárra trjáa voru fögur einbýlishús og glæsileg gistihús. Pálmablöðin bærðust lítið eitt í liafgolunni. Hér gátu menn synt að vild sinni óhultir fyrir hákörlunum, sem hvarvetna annarsstaðar voru ekki langt undan ströndinni. Flóinn var lokaður með sterku stálneti, sem var strengt milli kletta. Stundum mátti heyra aðvörunarmerki varðmannanna á klettun- um. Þá hafði hákarl komizt inn fyrir netið og var þá hafin atlaga að honum án tafar. Það þótti baðgestum skemmtileg tilbreyting, an auð- vitað þurftu þeir að hypja sig í land meðan á viðureigninni stóð. í Marianáo undu flugmennirnir vel hag sínum; þeir nutu vel hvíld- arinnar. En nú var tími til að búast til brottferðar. Auk þeirra fimin farþega, sem tóku sér far báðar leiðir, bættust nú í hópinn þrír farþegar til Miami. Veðurspáin var góð eins og um morguninn. Raunar var hún ekki al- veg ný, því endurtekið var veðurútlitið frá hádegissjánni, en heiðskýt himininn gaf fyrirheit um skemmtilegt flugveður. Hvað ætti svo sem að geta komið fyrir á leið sem þessari? Yfir Floridasundið var ekki nema hálfrar klukkustundar flug. Farþegarnir stigu inn í flugvélina. Farangri nýju farþeganna var kom- Nýtt S O S 9

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.