Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Side 25

Nýtt S.O.S. - 01.05.1960, Side 25
„Við finnumst áreiðanlega! Björgunarbátarnir leita okkar með ljós- kösturum! Þér megið ekki missa kjarkinn Mr. Clark. Þér verðið sem karlmaður að ganga á undan kvenfólkinu með góðu eftirdæmi!" „Það þurfið þér ekki að segja mér!“ svaraði maðurinn. „Eg vil verða ykkur að öllu því liði, sem ég má og ég hlýt að telja í ykkur kjark. Við verðum að vera vongóð, því ef við gefumst upp, er úti um okkur. Eg vil líka hjálpa yður, Mr. Clark!" „Þökk fyrir, ég þarf ekki á hjálp yðar að halda!“ Winnie Brack, sem sat hjá Mr. Clark á flakinu, liorfði út á dimm- leitt hafið. Bjarta, fallega andlitið var dapurt, fullt so^gar. Hún var víst að hugsa um Helenu, vinkonu sína, sem hafði orðið hákörlunum að bráð. Hún strauk blautt hárið frá andlitinu, hún lét fótinn lianga niður og sagði við Erikson: „Viljið þér halda um öklann, flugstjóri, og halda svo fast, að ég falli ekki. Eg er mjög þreytt, og ef ég sofna, missi ég handfestuna." Erikson greip grannan fót stúlkunnar og kinkaði kolli. Unga stúlkan brosti lítið eitt af því hún fann, að ókunnugur karlmaður hélt um fót hennar. Nú varð allt hljótt. Hver og einn hugsaði sitt. Aftur og aftur kom þessi áleitna spurning upp í huganum: Hvenær kemur röðin að mér? Alt í einu benti Winnie út á hafið: „Eg sé ljós — ljós, skip á leiðinni!" Þegar flakið lyftist á bárunni sá Erikson líka þetta ljós. Það glamp- aði skært öðru liverju. „Þér hafið ekki á réttu að standa, Miss Brack, þetta er ekki skips- ljós. Það er vitaljós." Erikson fór nú að íhuga, hvaða viti þetta mundi vera. Þetta gat ekki verið vitinn á Key West, því hann vissi nákvæmlega hve löng stund leið milli blossanna á þeim vita. En hvaða vitaljós var þetta? Var þetta viti á Flórida eða Kúbu? Hann gæti gengið úr skugga um það, ef hann sæi til himintungla. Sjóndeildarhringurinn var dimmur allt í kring. En innan stundar rofaði til á himni, stjörnurnar glömpuðu með fögru skini. Nú gat hann fundið áttirnar með vissu. Pólstjörnuna sá hann ekki. Á tuttugustu gráðu norðlægrar breiddar sást hún ekki, því sjón- deildarhringurinn var hulinn móðu. Hann varð því að leita annarra ráða til að átta sig á stöðunni. Þegar hann nam siglingafræðina varð hann að læra að þekkja gang himintunglanna, en nú var langt um lið- Nýtt S O S 25

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.