Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 3

Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 3
VIKUTÍÐINDI „RÚ ÞÉR, STRÚ ÞÉR, REYKJADALUR" BJÖRN PÁLSSON, alþingismaður og fyrrv. kaupfélagsstjóri frá Löngumýri ræðir um Viðreisnina, bjórinn, umræður á Al- þingi og hvernig efnahagsmálunum verði komið á réttan kjöl. Ég mætti Birni Pálssyni, alþingismanni, fyrir utan Hótel Borg. Getum við talað saman núna? spurði ég. Það verða gestir hjá mér til kl. 10 í kvöld, — komdu þá, sagði hann. Síðan fór hann inn á Borgina. Klukkan 10 kem ég aftur og við fáum okkur sæti. Björn fer sér hægt, hefur til að bera sjaldgæfan húmör. Hann er hreinskilinn og sker ekki utanaf hlutunum .Við hef jum strax samtalið. Hver er munurinn á bæj- arbúum og sveitafólki ? Sveitafólkið tekur betur eftir því sem það les. Það fylgist betur með útvarpinu, man betur það sem það heyr- ir. Þar eru minni truflanir; skapgerð þess er rólegri, það er ekki að brjóta heilann um hvernig það eigi að láta tímann líða — því leiðist minna. Það hefur ekki tíma til þess. Já, sveitafólkið er á- nægðara með lífið; sífelld tilbreyting í starfinu. Bónd- inn hefur dýrin, elskar gróð- urinn og það er starfið sem gefur lífi hans gildi. Það eru ekki verkföllin hjá bændum. Nei, annars skyldu menn gæta þess, að verkfallsréttur- inn er mesta frelsi, sem nokk- ur stétt getur haft. Aðeins lítill hluti íbúa heimsins hef- ur þennan rétt. Einræðisríkin leyfa hann ekki. Kommúnist- ar í vestrænu ríkjunum berj- ast fyrir takmarkalausum verkfallsrétti, en í þeirra eig- in ríkjum banna þeir hann og berja verkföll miskunnarlaust niður. Og þótt kjör verka- manna í vestrænu ríkjunum mættu vera betri þá eru kjör verkamanna í kommúnista- ríkjunum mun lakari. Þar lifa þeir við fábreytt fæði, lélegt húsnæði, verða að ganga ver klæddir. En launa- stéttirnar verða að gæta þess að misnota ekki verkfallsrétt- inn. Hversvegna ? Vegna þess að ef þær gera það, geta þær glatað því frelsi sem þær búa við nú. Þessvegna þarf að nota rétt- ar leikreglur, snúa bökum saman til að yinna að velferð- armálum þjóðarinnar. Erum við orðnir of pólitískir? Neinei, blessaður við skul- um halda áfram. Eigum við kannski að tala um Viðreisnina? Já, því ekki það. Ertu henni sammála? Heldurðu að vaxtahækkunin og gengis- lækkunin hafi verið til bóta fyrir efnahagslíf okkar? Það var ef til vill til bóta að leggja niður útflutnings- sjóðinn. En ríkisstjórnin átti að stöðva gengið þar sem það raunverulega var, þeg- ar hún tók við völdum, því frekari gengisfelling var aðeins til tjóns fyrir sjáv- arútveginn. AUir kostnaðar- liðir útgerðarinnar sem máli skipta eru algjörlega háðir genginu því nú er kaup skip- verja miðað við brúttó afla- verðmæti. Afleiðingin er því aukin rekstrarfjárþörf og meiri lánsfiárskortur. En hvíið um vaxtahækk- unina ? Hún hefur engin jákvæð á- hrif á afstöðu okkar gagn- vart öðrum löndum en er ó- þolandi byrði fyrir þá at- vinnuvegi, sem þurfa á miklu rekstrarfé að halda. Og hvað um gengið? Það var fellt 25—27% of mikið. Ég vildi rétta gengið en ekki fella það of mikið. Þetta voru mistök. Þú verður mælskur, Björn, þegar þú talar um pólitík. Verðurðu ekki líka mælskur þegar þú talar um bjórinn? Ég vil hafa bjórinn 6% ef hann á annað borð er leyfð- ur. Satt að segja get ég vel unnt sjómörinúm að fá sér bjórglas þegar þeir koma í land og bændum þess, þegar þeir koma í kaupstaðinn að skála í hressandi drykk. Templararnir spyrja fólkið Björn Pálsson hvort það vilji bjór fyrir börnin. Börn eiga ekki að drekka bjór. Var það skynsamlegt af Pétri að flytja bjórfrumvarp- ið? Já, Pétur er spekingur að viti. — Heyrðu, nú fara allir að hnakkrífast um vitið í Pétri! — En bjórfrumvarpið vekur mikla athygli. Fólkið ræðir um þetta og það dreif- ir huga þess frá smávegis yf- irsjónum ríkisstjórnarinnar. Allir sem elska bjórinn hylla Pétur, en hinir sem hata bjórinn lasta Pétur. Pétur gerir Pétur mest umtalaða manninn í bænum — jafnvel allri landsbyggðinni. Pétur er líka sálfræðingur. Hvað áttu við með því? Jú, sjáðu til. Ég sendi einu sinni skipstjóra til Austur- Þýzkalands til þess að sækja skiþ. Hann sagði mér þegar hann kom aftur, að fólkið þar æti mest kartöflur og kál og það væri tötralega klætt, en drykki ósköpin öll af bjór. Og við bjórdrykkjuna gleymdi það sínum erfiðu lífskjörum og komst í gott skap. Það hló og gerði að gamni sínu. Það benti á út- varpstækin og sagðist nú geta hlustað á talið um vel- megunina í þessu dýrðarríki. — Ég hygg að Pétur hafi ef til vill haft þetta á bak við eyrað líka. Fólkið er peninga- lítið — það gæti sjálfsagt glatt sig við bjórinn. Þú hefur mikið álit á Pétri. Pétur hefur ef til vill þau hyggindi til að bera að setja æstan templara fyrir neðan sig á listann við næstu Al- þingiskosningar. Þá geta ó- vinir Péturs kosið templar- ann, en vinirnir Pétur — og Pétur kemst á þing. Heldurðu að frumvarpið komist í gegn? Enginn veit betur en Pét- ur að frumvarpið verður ekki samþykkt, einkum af því það er dálíti, vit í því. Þetta ger- ir Pétur frægan mann — af þessu má sjá að Pétur er vit- ur. Heyrðu Björn, þetta verð- ur merkilegasta viðtal ársins! Heldurðu annars ekki að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum sé rétt? Ég hvorki játa né neita því. Hún hefur enga stefnu haft hingað til. Gallinn var sá, að þegar jafnaðarmenn mynduðu ríkisstjórn með stuðningi sjálfstæðismanna, vissu þeir ekki hvert stefna skyldi. Þeir leyfðu fólkinu að flytja ótakmarkað inn af ís- skápum, bílum og allskyns hátollavarningi og þeir leyf ðu flestum sem þess óskuðu að flytja inn skip. Afleiðingin árið 1959 varð eyðsla og verð- bólga. En árið 1960 var svo haldið í aðra átt. Þá varð fólkið að kaupa sem allra minnst. Við getum sagt að þeir hafi fyrst farið í norður en svo í suður, en árangur- inn varð ekki annar en fata- slitið því 40 c/i af erlendum skuldum myndaðist á þessum 2 árum. Er þá engin von? Jú, það bendir ýmislegt til þess að ríkisstjórnin sé nú að vitkast. Þeir eru að byrja að skilja að það þarf eftir því fleiri krónur sem hver króna verður minni. Og nú eru þeir farnir að lækka vextina aft- ur. Þannig lenda þeir ef til vill á réttri leið að lokum. Og nú vill Einar Olgeirs- son að fyrirskipuð verði rannsókn á fjárreiðum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna. Finnst þér það vera rétt hjá Einari? Já, það er snjallt hjá Ein- ari. Að hvaða leyti? 1 fyrsta lagi þá er það í fyrsta sinn síðan ég tók sæti á Alþingi, að Einari tekst ekki að ryðja þingsalinn með því að taka til máls. 1 öðru lagi vegna þess að ekkert er eins auðvelt og að telja fólki trú um að aðrir steli. Heldurðu að það sé eitt- hvað athugavert við rekstur Sölumiðstöðvarinnar ? Það hef ég enga hugmynd um. Vafalaust má eitthvað að öllu finna. Hitt veit ég, að Jón Gunnarsson er óvenju- lega duglegur maður og það er ómetanlega mikils virði fyrir þjóð sem á jafn mikil viðskipti við önnur lönd og við eigum, að hafa duglega menn í utanríkisviðskiptun- um. Nú, en hvað sem öðru líður, þá álít ég ógerlegt fyrir þingið að samþykkja tillögu um rannsókn á starfsemi ein- stakra fyrirtækja, því vitan- lega er ekki meiri ástæða til rannsóknar á þessu fyrirtæki heldur en öðrum fyrirtækj- um og það er tæplega í verka- hring Alþingis að fyrirskipa rannsóknir á einstaka menn og fyrírtæki. Hvernig fannst þér Gísli Jónsson standa sig í umræð- unum við Einar Olgeirsson? Gísli hefur hagnýtar gáf- ur. Finnast þér umræður á þingi f jörlegar ? Nei, þær eru heldur bragð- daufar. Það er helzt að þeir rífi sig upp í útvarpi — svo er það búið. Um hvað snúast helzt um- ræðurnar á þingi? Mestur tími fer nú í það hjá núverandi og fyrrverandi ráðherrum að rífast um það Framh. á bls. 7

x

Vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.