Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 5

Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 5
VIKUTIÐINDI Hallvarður lausamaður: PISTILL DAGSINS Hinir sómakæru forustu- raenn Kommúnistaflokksins reyna eftir mætti að feta í fótspor húsbænda sinna í Kreml. Aftökur' tíðka þeir þó ekki hér heima á íslandi. En hinsvegar bregða þeir því fyrir sig að setja menn út af sakramentinu, ef svo ber undir. Síðasta fórnarlamb flokksforustunnar í þessum efnum er Ingi R. Helgason, sem þar til á miðju s. 1. sumri var framkvæmda- stjóri flokksins. Ingi var látinn hætta starfi sínu hjá Sósíalistaflokknum og við tók Eggert Þorbjarnarson. Jafnframt var Inga bannað að mæta á fundum bæjar- stjórnar Reykjavíkur, en þar var hann fyrsti vara- fulltrúi flokksins. Þjóðvilj- inn hefur ekki minnzt einu orði á þennan foringja mán- uðum saman og Ingi hefur hvergi komið fram fyrir hönd f lokksins þegar f rá er talin liðveizla kommúnista við Daníel á Akranesi. Inga mun vera gefið að sök að hann hafi haft með höndum umfangsmikið brask í ýmsum myndum og telja foringjar flokksins hyggilegra að víkja Inga til hliðar, ef honum kynni að verða fótaskortur á hinum hála vegi braskaranna. Síðustu fregnir af Inga R. eru þær að hann hafi nú verið dæmdur til útlegðar á Skipaskaga til halds og trausts Daníelsættkvísl framsóknarmanna þar í sveit. Konsúlsbrennivín Á bannárunum voru lækn- ar og konsúlar vinsælustu starfsstéttir hér á landi. Læknabrennivín og konsúls- brennivín þóttu þá ef tirsótt- ustu fríðindi sem þyrstir menn gátu öðlast í hinum eilífa þurki. Sendiráð Sovétríkjanna hér á landi mun hafa feng- ið einhvern nasaþef af þess- um fyrri vinsældum er- lehdra sendimanna. Fyrir jólin sendu Rússar öllum starfsmönnum íslenzku flugþjónustunnar á Kefla- víkurflugvelli „glaðning", yfirmenn fengu allt að því 3 flöskur af Vodka, óbreytt- ir starfsmenn eina flösku en þrír eða f jórir fengu aðeins rauðvín, en það yoru einu sjálfstæðismennirnir sem vinna í flugþjónustunni á Kejlavíkurflugvelli, munu Rússar hafa talið að ekki veitti af að hressa upp á blóðlitinn í þessum íhalds- mönnum. Sjálfstæöisharátta Þegar Dagsbrún lagði fram kaupkröfur sínar fyr- ir áramótin var þess getið að Dagsbrún hefði haft sam- ráð við verkamannafélögin í Hafnarfirði, Siglufirði og Akureyri um kröfugerðina, samningagerðina og aðrar aðgerðir. Það vakti sérstaka athygli að verkamannafé- lagið í Vestmannaeyjum, sem kommúnistar stjórna, var ekki með í þessari „sam- stöðu". Skýringin er nú komin f ram. Vestmanna- eyjakommar neituðu öllu samstarf i við kommúnista á megiiílandinu. Eyjakomm- ar vildu sem sé hafa meiri hraða í atburðarásinni. Eyjakommar hafa ekki lát- ið sitja við orðin tóm, þeir hafa þegar hafið verkfall meðal landverkaf ólks í Vest- mannaeyjum gegn vilja meginlandskomma, sem telja Eyjakomma ekki þess umkomna að skapa neitt nýtilegt fordæmi um kjara- bætur til handa verkamönn- um. Já, kommar á megin- landi íslands hafa eignast sína Formósu og sinn Karl Sjang Kai Sjek. Gullöld ávaxtanna Tveir ófiðraðir lyftu sér til flugs s. 1. sumar! Það voru á forsíðum blaðanna í marga daga fréttir um það að Haraldur Gíslason og Pétur Einarsson væru ýmist Á stóru myndinni hér á síðunni sjást 6 af þeim hlaup- urum, sem einna mest hafa komið við sögu spretthlaup- anna á undanförnum árum. Þeir eru talið frá vinstri: Bobby Morrow, sigurvegari í 100 m og 200 m á Ólympíu- leikunum í Melbourne. Hann á bezt í 100 10,2 og í 200 m 20,6. Þá kemur Leamon King, sem varð f jórði maðurinn til að hlaupa 100 m á 10,1. Næst- ur er svo Hary, heimsmet- hafinn í 100 m á 10,0, hann á bezt 20,5 í 200 m, en það er hlaupið með hálfri beygju og jafngildir 20,7. Dave Sime er næstur Hary, hann á bezt 10,1 í 100 og 20,0 í 200, en það er hlaupið á beinni braut. Þá kemur Ira Murchison, sem varð annar í 100 m í Mel- bourne, hann varð einnig þriðji maðurinn, sem náði 10,1 í 100 m. Lengst til hægri er svo sú gamla kempa An- drew Stanfield, sem varð sig- urvegari í 200 m á Ól. í Hels- ingfors og annar. í Melbourne og fékk sama tímann í bæði skiptin, 20,7. Hans bezti árangur í 200 m er 20,6. hér heima eða eriendis að selja fisk, sem flogið skyldi með til útlanda. Það var hreint ekki svo lítið að ske. Nú var komið nýtt móment Þarna var tæknin tekin í í fisksölumál þjóðarinnar. þjónustu fisksalanna; þátta- skil fyrir útgerðina. Verðið var hagstætt og ekki var hann amalegur varningur- inn, sem kaupa skyldi inn til landsins fyrir gjaldeyr- irinn: ávextír lesnir beint af trjám og dýsæt, hrað- fryst jarðarber. Þjóðin bók- staflega stóð á öndinni yfir framtakssemi þeirra félaga og annara, sem sáu þarna himinhæðir af erlendu gulli. Það voru leigðar flugvélar til starfseminnar og vestur í Selsvör var opnaður stór gluggi á neðstu hæð og á- vextir seldir þaðan í smá- sölu. Og þessir flugfiskkóngar auglýstu dag eftir dag í dagblöðunum að nú skyldu landsmenn loksins láta það eftir sér að éta nýja ávexti. Kaupmenn tóku smjörið og ostinn út úr ísskápunum og settu hið frosna lostæti í þá og á búðarborðunum var rýmt til fyrir loðnum ferskj- um og f jólubláum plómum. Upp var runnin ávaxtaöld Islendinga. Það var aðeins eitt, sem skyggði á gleði þjóðarinnar: almenningur hafði ekki þau fjárráð, að hann gæti veitt sér þessa gleði lífsins. Börn- in stóðu við hlið mæðra sinna í verzlununum og grátbáðu um flugávextina. En fjárhagur heimilanna leyfði ekki að mæðurnar keyptu plómur eða jarða- ber. Og eftir nokkrar vikur voru ávextirnir gleymdir og Haraldur og Pétur og Loft- ur o. fl. voru horfnir af for- síðum blaðanna. Flugfisk- urinn lenti hljóðri maga- lendhigu. Sagt er að ta séu í land- inu birgðir hraðfrystra ávaxta fyrir tugi ef ekkí hundruð þúsunda króna. Uppgjör þessara viðskipta mun enn ókomið, en veður öll válynd og vinirnir H. og P. heilsast kuldalega og maður uppí Borgarnesi hef- ur ekki enn fengið 300 þús. kr. fyrir laxinn sinn og Steingrímur í Fiskhöllimii kvað ekki lengur hafa efni á því að taka í nefið fyrir eigin reUniing.

x

Vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.