Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 6

Vikutíðindi - 03.02.1961, Blaðsíða 6
6 VIKUTIÐINDI Kæra Keflvíkinga á Alfre Er kæran tilkomm vegna endurvakinnar siðferðisvitundar eða af pólitískum ástæöum? Það vakti mikla athygli nýlega, þegar bæjarfógetinn í Keflavík var kærður til dómsmálaráðuneytisins fyrir vanrækslu í starfi. 1 upphafi stóð aðeins einn mað- ur að þessari kæru, en síðar bættust nokkrir lögreglu- þjónar staðarins í hópinn. Kommúnistar voru fljótir að notfæra sér þetta og skáru ekki utan af neinu. Önnur blöð fóru sér hægar. Kratar í Reykjavík voru ekki öðrum hávaðasamari um málið — enda þótt svo virðist sem kæran sé runnin undan rif j- um flokksbræðra þeirra í Keflavík, sem svíði það sárt að haf a misst meirihlutavald- ið í bæjarmálum Keflavíkur og ætli sér með þessu máli að ná völdunum aftur. Alfreð Gíslason bæjarfó- geti í Keflavík er mjög vin- sæll maður þar og hvers manns hugljúfi, sem honum kynnist. Hann hefur kannski ekki reynzt sérlega röggsamt yfirvald, hefur heldur viljað miðla málum heldur en dæma menn. Mörgum finnst svo sem það sæmi illa Kefl- víkingum að kæra yfirvald staðarins fyrir að dæma ekki menn fyrir sakir þeirra. Ef yfirvaldið væri strangt og hefði á að skipa mannafla til þess að grafast fyrir saka- mál bæjarmanna, væri óvíst hversu margir yrðu þar ó- dæmdir. Svo mikil hafa á und- anförnum árum verið lögbrot Keflvíkinga að óvíða hér á landi munu þau vera meiri. Þarna, í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar, hefur sennilega þróast meiri spill- ing en dæmi eru til á íslandi. Meirihluti allra bæjarbúa hef- ur um langt skeið lifað meira eða minna á allskyns lögbrot- um í viðskiptunum við varn- arliðið, t. d. vörukaupum og smygli af Vellinum ásamt því, að leigja útlendingum fyrir gjaldeyri. Kunnuglr segja sve að hvergi hérlendis sé það eins almennt stundað annað- hvort sem tómstundargaman eða sjúkleiki að stela skó- hlífum, hönzkum, yfirhöfn- um og allskyns smáhlutum, sem almennt eru séðir í friði annarsstaðar. Viðskipti bæj- armanna við setuliðið og síð- an varnarliðið hafa að því er kunnugir herma gjörsamlega sljófgað dómgreind manna þar. í Keflavík hafa undan- farið myndast hópar ungl- inga, sem hafa farið rænandi og ruplandi um bæinn. Til þess að reyna að stemma stigu við þessum ófögnuði og forða unglingunum frá ógæfu réði Alfreð Gíslason mann til starfa hjá bænum og skyldi hann vera þar við unglingagæzlu og eftirlit. Sjálfsagt hefur Alfreð gert þetta til þess að forða ungl- ingunum frá dómstólunum; hefur að vonum þótt það ó- geðfelld tilhugsun að Kefl- víkingar f ramtíðarinnar væru að meira eða minna leyti dæmdir menn. Um árangur þessarar starfsemi skal lát- ið ósagt, en einn af ákærend- um Alfreðs í dag er maður sá, er ráðinn var til þessa starfs. Krötum í Keflavík hefði verið sæmra að taka hönd- um saman við góða menn til þess að reyna að ráða bót á löggæzlumálum staðarins heldur en að nota þau sér til pólitísks ábata. Hinir vandlátu velja SINDRASTÓL PÚLAR RAFGEYMAR BIFREIÐAR JARÐYTUR og ÓTAL ÖNINIUR RAFMAGNSTÆKI 1

x

Vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.