Ingjaldur - 11.12.1932, Blaðsíða 1

Ingjaldur - 11.12.1932, Blaðsíða 1
I. órg. 14. tbl. Vestmannaeyjum, II. desember 1932. Bæjarmál. það hefur oft verið sagt og það er satt mál að auðveldara er að finna að en að gera vel sjálfur. En þó verður ekki um það deilt að aðfinslur eru þarfar og jafn vel nauðsynlcgar og geta gert mikið gagn. Hinsvegar er vand- ratað meðalhófið og vandrataðast býst ég rið að það sé í jafn litlu þjóðféiagi og voru — hvað þá bæjarfélagi eins og Vestmanna- eyjum. Ég hefi stundum fundið að opinberum störfum hér í bæn- um en þó miklu oítar stungið upp á nýjum ieiðum og minst á etthvað ádeilulautt, sem betur mætti fara. það er sannleikur, sem ekki verður á móti mælt að enginn af þeim mönnum, sem hér fara með opmoer mái eða aðrir, hafa lagt út i að rökræða þessar uppástungur mínar eða yfirleltt færa rök móti því, er ég hefi haldið fraoa eða talið mega betur fara nema þegar það hefur verið í ádeiluformi. þá rísa menn upp eins og nöðrur og hafa þá margt að segja setn ekkert kem- ur málinu við. Ég hefi enga á- nægju af slíkum blaðadeilum — tel þ»r til litillar uppoyggingar — enda þótt ég hafi fáum sinnutn gripið tii þcirra 11 þess að kveða mér bctur hljóðs. Læt ég þá eitt gangayfir kunnuga og ókunnuga, andstæðinga mfna í stjórnmáium og þá sem ég á samleið með. Mér cr það ósköp Ijóst að þetta er ekki „vegurmn" tll þess að útvega því fyigi, sem ég er að reyna að fá menn til þess að gera. Veniegra til þess er að fylgja einhverjum hóp manna (og þá einkum meiri hlutanum) í gegnm „þykt og þunnt“ og telja allt gott, sem hann getir en bölvað, sem hinlr gera. En þó að svo aé nú ekki um mig er ég að vona að þessi „nýstárlega aðferð“ fái bráðlega einhverja fylgismenn og að menn athugi það aem ég eða aðrir kurinum að stinga upp á í bæjarmálum, þannig að rökræða það opinber- lega i blöðum bæjarins. þá fyrst fylgjast bæjarbúar almennt með og þá fyrst verða málin krufin til mergjar. Svo er i öðrum lönd- um. Og þó að einhverjar hnút- ur fljúgi. um leiö yfir borðum dauðrotar það vonandi engan. Eítir þennan formála vík ég að máleFni því, sem ætlunln var að skrifa um. Ég minntist a það í síðasta blaði í sambandi við stefnu mína í atvinnuleysiamálinu að „hver sem vildi vinna ætti líka vinnu að fá“. Og ég lét í ljósi það álit mitt og annara að sú vinna œtti að vera eins mjög fram- leiðsluvinna og unnt væri. í þessu sambandí etla ég að athuga nokkuð hhð þessa máls eins og hún snýr við oss, Vestmanna- eyjingum. Sjávarútvegur hlýtur ávalt að vera og verða aðalatvlnnuvegur- inn hér. Landið er lítið og rækt- un þess ætti að vera lokið innan skamms tima. En auðlindir sjá- varins hér virðast ótæmandi þess vegna verður öll, eða sama sem öll atvinnubótavinna að miðast við sjávarútveginn. Hitigað iil hefur ekki verið svo. þetta er skökk, rammskökk leið. En afsökunin, er cnn sú að íull- nóg verkefni, sem lág á að vinna, voru fyrir hendi hanaa þeim mönnum sem vinnuna fengu. En ég verð að fuilyrða, þö ég tali þar ekki af nægum kunnugleika að miklu fieiri helðu átt að fá vinnu, er í stað þeas sumpart lifðu sultarlifl hjálparlaust af hálfu þess opinbera, eða sæmilegu lífi með styrk úr bæjarsjóði. Sé hér rangt með farið skora ég á þá, sern betur vita að leiðrétta þetta. Ég held að mjög marga bæjarbúa iangi tíl að vita vissu 8<na í þessu. En hvernig á þá að fara að því að sameina atvinnubótavinn- una og sjávarútgerð? Um það verða efalaust skiftar skoðanir og má enginn ætla að ég telji mig sjá bczt í þeim efn- um En þó ætla ég að setja hér niður nokkrar hugleiðanir minar um þetta, I Vestmannaeyjum er efalaust fiskivon alla eða mestalla ársins. tíð. En þó að svo sé og enda þótt óhemjan ðli af fiski þeim, sem hér aflaðist s. 1. vertið væri fluttur úr pláasinu (eins og Ingjald- ur einu sinni upplýati) og enda þólt fjöldi manns værl atvinnu- iaus eða hefði mjög lltla atvinnu — stunduðu að eins örfáir menn sjó hér í sumar. Ég er ekki kunnugur því hvað margir af þessum mönnum, sem lágu vinnulausir í landi léttt aðra menn borga matinn o an í sig (bæjar- sjóð) En ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið til, nema þeir sem betur vita lýsi það rangt. Um sumarleytið hlýtur það að vera hin mesta skemtun að stunda sjó héðan, fyrir þá menn a. m. k. sem sjómannablöð er í en ekki letiblóð. Hafi menn ekki fleytur verður bærinn að eiga þær og lána mönnum, ef þeir hafa ekki efni á að borga fyrir leig- una. En ég mundi ráðleggja að bærinn ætti „trillur", nokkuð stærri en þær, sem nú tíðkast hér. Einnig yrði hann að hlaupa und- ir bagga með þann útbúnað sem þyrfti o. fl., handa þeim er eng- in ráð hafa. Afiann sem menn þessir seldu ekki jafnóðum tæki hann að veði fyrir útgjöldum sínum, þelm er hann ætlaöist til að fá endurgreidd og hetöi um- boðsmann í samráði viö sjó- mennina að selja afiann. Skammdegið er sízt valið til sjósóknar. þann tíma verður að útvega aðra vinnu. Hún getur verið margv/sleg og ætti sem mest að standa í sambandi við útveginn. Tilbúningur velðar- færa og endurbætur þeirra og undirbúningur allur undir vertíð- ina sem kemur verður fyrst fyr- ir manni. þerrireitir eru ónógir. Bærinn getur fengið hjá mér nóg land til þess að leggja grjót á. Ég hefi geymt það í þessuskyni og vonast til þess að einhvern- tíma kæmi slikt til framkvæmda. þerrireita þessa getur bærinn síðan íeigt eða iánað möunum eftir atvikum. þeir eru varasjóð- ir, sem gripið' er til þegar þarf og reynzlan mun sýna þegar þeir eru komnir, að full þörf var á þeim. þetta eiga fremur að vera vakningarorð an að farið sé ítarlega út í þetta mái. Ég ætla að vlta hvort enginn mér fróðari vill stinga niður penna um þetta eða atyðja það á einhvern hátt. En að lokum minni ég á þetta, aem ég tók fratn í síðasa tbi. Ingjalds að það er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka að bæta kjör þeirra, er bágt eiga í þjóðfélaginu og eru atvinnulausir heldur er það allra flokka mál. Öfgarnar gera ekkert gagn hverju megin sem þær eru. En nú á dögum hafa öfgamennirnir aig mest frammi, bæði kyrstöðunnar megin og þeirra sem vilja fara goystast. það eru þessir menn sem taka höndum aaman um að eyðileggja og gera skaða. Aðrir með þvi að gera ekkert eða þá þegar orðið er of seint. Hinir með því að gera of mikið og alt of fljótt, áður en nokkur undir staða cr lögð. Extrema setangunt (öfgarnar mætast). þess vær óskandi að fleiri reyndu að fara hinn gullna meðalveg, sem er öllum fýrir bestu. Launabarátta- sjómanna í Vestm eyjum heitir grein, sem hinn launaði trúboði Kommúnista, Jón Rafnsson, hefur nýlega slcrifað í Verkalýðs- blaðið. Er þar vikið uokkuð að launadeilu þeirri, sem hann og hans nótar hleyptu á stað hér í vetur sem leið og hafði það eitt mark fyrir augum að siöðva út- gerðina. „Útkoman varð því sú“ segir þessi rökfasti rithöfundur „að verkalýður Eyjanna náði ekki fullum sigri, en að stjórn „Alþýðu- sambandsins" (Kratabroddarnir) og stóratvinnurekendur hóldu velli að miklu leyti“. Það er Bkringileg „útkoma“ þegar af tveim, sem berjast annar fær ekki fullan sigur (en þö slgur) en mótherjinn heldur velli að miklu leyti (fær llka sigur). En sleppum þessu. það er hátíð hjá öðrum vitleysum, sem þessi maður segir og skrifar. Svo segir Jón og notar nú einhverja övörtustu svertuna og feitasta letnð, sem prentsm. sú á, er ltttur kaupa sig fyrir peninga til að prenta þetta blað: „1 þeirri allsherjarlaunaárás á verkalýðinn, sem íslenzkt auðvald ásamt krata- broddum er nú að undirbúa, oru einmitt Vestm.eyjar einn næstl og fyrsti þátturinn. Og enn segir Jón : Næsta sjómannakaupdoila 1 Vestmannaeyjum snertir ekki að- eins hagsmuni alls þess fjölda vinnandi lýðs, sem til Eyjanna kemur, heldur einnig alls verkalýðs á íslandi, því að ef auðvaldinu tekst að brjóta samtökin þar á bak aftur að þessu sinni, verður það notað óspart' af atvinnurek- endum og fulitruum þeirra úti um landið, krataforingjunum, til að knýja niður kaup verkalýðsins. Þess vegna verður verkalýður allra staða að tengjast allsherjar samfylkingu, án tillits til stjórn- málaskoðana og án tillits til þess hvort hann er félagpbundinn eða ekki, út. í dægurbaráttuna gegn atvinnuleysi og launakúgun. Eitt af því sem nœstu mánuðina verður að tengjast dœgurbaráttu verka• lýðsins allsstaðar á landinu, er baráttan fyrir því að enginn verka-

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.