Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 4
VapnaMjéui í Vvetimmstrít'Íinn er rmvmvertdega sta&f.estimg á ósigri bandarísku heimsvaldasinnamia. Bandaríkin og önn- ur ríki scm haja barist meS þeim í Víetnam skuldbundu sig til þess aS flytja keri sína burt úr landinu og skipla sér ckki aj innanlandsmálum þar. ViSurkennt er aS Víetnam sé ein heild, skiptingin um 17. breiddargráSu sé aSeins til bráSa- birgSa. Fyrsta áfanga í frelsisbaráttu Víetnömsku alþýSunn- ar er náS. Bandaríkin, sterkasla herveldi imperíalismans, hefur reynzt „pappírstígrisdýr“ í viSureign sinni viS alþýSu fátœks og vanþróaSs lands. PaS er einn af stórviSburSum aldarinnar, sem á eflir aS hafa heillavœnlegár afleiSingar fyrir kúgaSa og arSramda alþýSu heimsins. Til hvers var stríðið háð? Hetjudáðir Iýðræðisins i Vietnam. Loftárásir ■ þjóðarmorð sprengjur sem eingöngu eru ætlaðar til þess að drepa ó- breytta borgara og eyða gróðri, en vinna ekki á mannvirkjum. Virðast Bandaríkjamenn hafa framleitt nýjar tegundir þess- konar vopna gegn óbreyttum borgurum. Pað munu vera „framfarir" á þessu sviði, sem Westmorland fyrrv. hershöfðingi 1 Bandaríkjamanna í Vietnam | áttí við er hann sagði nýlega: 1 „Tæknilega séð er stríðið mjóg vel heppnað." * Tjón vietnömsku þjóðarinnar af völdum stríðsins og loftárás- þörfnumst svo slórlega, að koma frá þessu landsvæði. — — Pær 400 milljónir doWara, sem við leggjum fram til hjálpar í þessu stríöi, er ekki kastað á. glæ". Dulles utanríkisráðherra mæiti 1954: ■ „Petta landsvæði (Indókína) er ríkt af hráefnum, svo sem tini, olíu, gúmmí og járni. — — Pað helur mikla hernaðar- þýðingu.---------Þar eru stór- ar flug- og flotahafnir". Sama ár lýsti Bandaríkjablaðið „The News and World Report" stríðsmarkmiðum Pentagon og einokunarauðvaldsins á þennan hátt: „Sá sem sigrar í Indókína hlýtur eitt af auðugustu land- svæðum heimsins. Pað er þetta, sem veldur Bandaríkj- unum vaxandi áhyggjum — — —, tinið, gúmmíið, hrísgrjón- in þýðingarmikil hráefni til hernaðar er það sem stríðið snýst raunverulega um. — — Bandaríkin líta svo á, að þessu landsvæði verði að halda — — hvað sem það kostar." Vietnamskir ættjarðarvinir börðust með góðum árangri gegn japönsku hernámi. I september 1945 lýstu þeir yfir sjálfstæði Vietnams undir forystu Ho Chi Minh, en að- eins ári seinna beittu Frakkar þá vopnavaldi til þess að koma þar á nýlendustjórn að nýju. Árið 1950 létu Bandaríkja- menn sína fyrstu hernaðarað- stoð í té við frönsku herina í Victnam og 1954 var svo komið, að Bandaríkjamenn greiddu 80% af stríðskostnaðinum. Petta hjálpaði Frökkum til að draga stríðið á langinn, en eftir ófar- irnar við Dien Bien Phu 7. maí 1954, gáfust þeir upp. Genfarráðstefnan varð sam- mála um friðarsamninga, bráða- birgða skiptingu við 17. breidd- arbaug og að, frjálsar kosningar skyldu fara 'fram innan tveggja ára. Eisenhowcr skrifaði aldrei undir þetta samkomulag. 1 stað pess settu Bandaríkjamenn fyr- ir sig í Saigon hliðhollan mann, leppinn Diem. Petta var byrjun- in á átta ára ógnarstjórn. Diem og Eisenhower vísuðu á bug öllum tillögum um eðlileg sam- skipti norður og suðurhlulans og neituðu að láíta kosningar, sem Genfarsamkomulagið hafði ákveðið, fara fram. Ástæðan: „80% landsmanna voru fylgj- andi Ho Chi Min." (Eisenhow. er). Árið 1955 ákváðu Bandaríkja- menn að taka að sér að þjálfa Saigonherinn. Skæruliðum í suðurhlutanum fjölgaði jafnframt því að mót- staða við ógnarstjórn Diems jókst. Frá 1959 jókst fjöldi bandarískra hernaðarráðunauta stöðugt og sama ár setti Diem á stofn sérstaka herdómstóla, sem eingöngu skyldu dæma til dauða eða lífstíðarfangelsis. 20. des. 1960 var Þjóðfrelsis- fylkingin stofnuð í Suður-Viet- nam. Árið 1960 þegar Kennedy varð forseti, voru 685 hernaðarráðu- nautar í Suður-Vietnam. 1962 var í stað ráðunauta sett á yfir- stjórn fyrir hemaðaraðstoð og í ágúst 1962 höfðu Bandaríkin 12 þús. hermenn í Suður-Viet- nam. Haustið 1963 höfðu Bandarík- in (nú með Johnson sem for- set) fengið nóg af Diem. Stjórn- inni var steypt af stóli og Diem myrtur. Hverri stjórninni var steypt af annarri fram á mitt ár 1965. Einn af þessum vald- ránsmönnum var Ky hershöfð- ingi, en hann gortaði af því að Hitler væri sín fyrirmynd. I ágúst 1964 settu Bandaríkja- menn á svið atburðinn á Ton- kinflóa, þar sem þeir héldu því fram, að Norður-Vietnamskir fallbyssubátar hefðu ráðist á amerísk skip. Þennan atburð notaði Johnson sem átyllu til þess að hefja gífurlegar loft- árásir á Norður-Vietnam og héldust þær með stuttum hléum allt fram til 7. jan. í ár. 1 suðri fjölgaði Johnson stór- lega í bandarísku herjunum. tír 184 þús. manns í september 1964 voru þeir orðnir 543 þús. vorið 1969. Veturinn 1968 hóf Þjóðfrelsis- fylkingin tét-sóknina yfir allt Suður-Vietnam og í maí lýsti Johnson yfir að loftárásum yrði hætt fyrir norðan 20. breiddar- baug og samningaviðræður hóf- ust í París. Það tók næstum fimm ár að þær bæru árangur. Nixon bauð sig fram í forseta- kosningum og sigraði vegna lof- orðs síns um frið í Vietnam. En í stað efnda um frið, jukust hernaðaraðgerðir og loftárásir á Norður.Vietnam. Nixon hóf hina svokölluðu „vietnamiseringu" á stríðinu eða að stríðsreksturinn færðist yfir á hendur Suður- Vietnama og heimkvaðning her- manna byrjaði, og 1972 var svo komið að fjöldi hermanna var kominn niður í 40 þús. manns. Loftárásirnar héldu áfram og 1970 réðust Bandaríkjamenn og Saigonher inn í Kambodíu. í marz 1972 hóf Pjóðfrelsis- fylkingin nýja stórsókn og frels- aði stór svæði. í maí hóf Nixon hinar stórfelldu loftárásir á Norður-Vietnam, lagði tundur- dufl í hafnirnar og lét varpa sprengjum á flóðgarðana með- fram Rauðafljóti. Leynilegir samningar voru gerðir um vopnahlé miili Banda" ríkjamanna og Norður-Viet- nama sem skyldu undirritaðir fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en Nixon neit- aði að samþykkja á síðasta augnablkii. Dregið var að und- irrita samninginn þar til nú í lok janúar. Meðan á þessum drætti stóð, notuðu Bandaríkjamenn tímann til þess að byggja Suður-Viet- nam upp sem eitt hernaðarlega sterkasta veldi í heiminum og hófu að nýju 12 daga jólaloft- árásir á Hanoi og aðrar borgir og bæi í Norður-Vietnam. Vietnamstríðið var ekki verk brjálaðra forseta, heldur vel skipulagt stríð heimsvaldasinn- anna bandarísku til þess að tryggja auðmagn sitt og pólit- íska hernaðarlega stöðu sína. Ekki færri en fjórir Banda- ríkjaforsetar hafa staðið fyrir stríðsrekstri í Víetnam, fyrst með stuðningi við Frakka og síðar með beinni þátttöku. Allir hafa þeir lýst yfir að markmið- ið væri að hefta útbreiðslu kommúnismans og til varnar frelsi og lýðræði. Hvað hið síð- ara þýðir sést bezt á leppstjórn- um þeim, sem Bandaríkjastjórn hefur stutt í Suður-Vietnam, frá Diem til Thieu. Baráttan gegn kommúnismanum þýðir það að halda löndum og þjóð- um undir járnhæl einokunar- auðvaldsins. Stríðið var háð í þess þágu um hráefni, arðráns- möguleika og hernaðaraðstöðu, einkum gegn alþýðulýðveldinu kínverska. Um þetta eru fyrir hendi öllu skilmerkilegri vitnisburðir en ræður og yfirlýsingar Nixons. Árið 1950 byrjuðu vopnasend- ingar Bandaríkjamanna til Suð- ur-Vietnam, og juku fjárstuðn- ing sinn við hernað Frakka jrar í landi. Um þær ráðstafanir fór- ust Eisenhower forseta þannig orð 1953: „Gerum ráð fyrir að við töp- uðum Indó-Kína — — — Pá hætti tin og volfram, sem við Frá 1965, þegar Bandaríkja- menn hófu loftárásir á Vietnam, hafa þeir dembt yfir Indókína samtals 15 milljónum tonna sprengiefnis (flugvélasprengjum, yfdflaugum og sprengikúlum). Pað samsvarar 300 kg. sprengi- efnis á hvert mannsbarn í lönd- unum þremur, Vietnam, Laos og Kambodíu, eða svo tekið sé annað dæmi svarar það til að 3,5 tonnum sprengiefnis hafi verið varpað eða skotið á mín- útu hverri árum saroan. / * Tfl samanburðar má geta þess, að í heimsstyrjöldinni síð- ari notuðu Bandaríkjamenn 6 milljónir tonna sprengiefnis allra tegunda sprengna) sam- anlagt á öllum vígstöðvum. í loftárásum á Þýzkaland vörp- uðu þeir 1.3 milljónir tonna sprengjumagni. En á Indókína hafa þeir nú varpað 7 milljón- um tonna af sprengjum. * Einkennandi fyrir lofthernað Bandaríkjamanna í Indókína er hve mjög þeir hafa notað anna sérstaklega er óútreiknan- legt. Engar áreiðanlegar tþlur eru fáanlegar um mannfall ó- breyttra borgara. Nefna má að Nixon Stríðsglæpadómstóll hlyti að dæma hann til hengingar, samkvæmt forsendum Niirn- bergdómanna. í Suður-Vietnam einu er talið að manntjónið nemi 6.5% af í- búatölunni. Tjón á mannvirkj- um, borgum og bæjum, vegum, brúm, járnbrautum, ökrum og skógum er að sjálfsögðu gífur- legt og óbætanlegt um langa framtíð, einkum gróðureyðingin. * Um flugvélatjón Bandaríkja- manna eru engar áreiðanlegar tölur fyrir hendi, en víst er að það var gífurlegt, jafnvel svo, að loftárásirnar hafi ekki „borg- að sig" herfræðilega séð. Sjálfir segjast Bandaríkjamenn hafa misst 3695 flugvélar og 4783 þyrlur í báðum hlutum Vietnam og Laos. Norðurvietnamar segj- ast einir hafa skotið niður 4167 Bandaríkjaflugvélar tli 7. jan. síðastliðins. I----—--------------—--------------------------> ---------------------------~> Þau undur hafa gerzt — — og jwj er það máske ekki nema rökrétt framhald af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík undir íhaldsstjórn, — að stjórn félagsins samþykkti að leigja atvinnurekendum hluta af orlofssvæði sínu í Svigna- skarði í Borgarfirði. Það er sem sagt ekki nóg að þeir fái vinnu- kraft Iðjufólks með þeim kjör- um, sem ekki er hægt að lifa af og vinnuskilyrðin séu víða með öllu óþolandi, heldur er atvinnu- rekendum nú líka afhentur hluti ■af þeirri hvíldar- og menningar- aðstöðu sem Iðjufólk hefur eign- ast í Svignaskarði. Hvenær verður þcim svo hleypt beint inn í styrktarsjóð- ina, sem þeir auðvitað hafa haft óbeinan aðgang að í gegn- um verðbólguþróunina og geng- isfellingarnar? Skyldi Alþýðusambandið ekki bráðum fara að huga að piássi fyrir Vinnuvcitendasambandið á fallegum stað í sveit? NÝ DAGSBRÚN Þriðjudagur 13. marz 1973

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.