Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRtJN AGÚST :?73 NÝ DAGSBRÚN Utgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Ábyrgðarmaður: Runólfur Björnsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Tryggvagötu 10 - Reykjavík Sími 17510 - Pósthólf 314 Ver3 blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. LancBheBgssméB og yfir&mngur Brets í grein þessari, sem blaðinu hefur borizt utan af landi, er í stuttu máli rakin saga landhelgismála I'slands á ytra borði um aldir. Blaðið telur að þetta sé fróðleikur, sem sé betra að vita en ekki og birtir því greinina. „í brennipunkti um allan heim“ Eins og landhelgismálið hefur verið rekið af ríkisstjórninni mætti halda að það væri einskonar einkamál Islands og aðal- lega tveggja annarra ríkja sem telja sig frá fornu fari hafa hagsmuna að gæta á landgrunni Islands. Óspart liefur verið slegið á þá strengi að Island stæði eilt gegn ofureflinu (Davíð og Golíat“) skírskotað til þjóðemistilfinningar og jafnvel alið á óvild til þeirra þjóða er Bretland hyggja. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa því hve fjarstætt þetta er og ósanngjarnt gagnvart brezkri alþýðu sem stynur undir oki einokunarsam- steypnanna Assosiatet Fishers og Britisli United Trawlers, sem hafa ósleitilega hagnýtt sér ástandið sem landhelgisdeilan hef- ur skapað til þess að okra á þessari mikilvægu fæðutegund, og sem ráða stefnu brezku stjórnarinnar í málinu. Landhelgismálið er ekki séríslenzkt mál, lieldur alþjóðlegt vandamál sem verður ekki leyst nema á alþjóðlegum vettvangi og samkvæmt því verður að taka afstöðu til þess. Mörg strandríki, þeirra á meðal Island, liafa helgað sér eignarrétt á sjálfu landgrunninu og þeim jarðefnum sem þar finnast svo langt sem nýtanlegt er. Deilan stendur ekki um þann rétt, heldur um fiskveiðiréttindin í hafinu yfir land- grunninu. 1 megindráttum stendur deilan milli hinna fátæk- ari og lítt iðnvæddu fiskveiðiþjóða, þ. e. a. s. þeirra sem hyggja afkomu sína að stórum hluta á fksiveiðum, annarsvegar og hins vegar auðvaldsstórvelda sem hafa löngum sent stórflota gína upp að ströndum ríkja þriðja lieimsins og annarra og halda fram rétti sínum til þess að gera það áfram. Ríki þriðja heimsins og önnur sem eru í sömu aðstöðu í þessu máli eru nú að þoka sér saman um kröfu til 200 mílna fiskveiðiréttinda og er fullvíst að hún verður borin fram af þeim sem aðalkrafa á hafréttarráðstefnunni væntanlegu, hver sem úrslitin verða. Fulltrúi ísl. ríkisstjórnarinnar á liáfsbotns- ráðstefnunni í Genf taldi að milli 80 og 90 ríki sameinist nú um 200 mílna efnaliagslögsögu strandríkja. Og það liggur í augum uppi að Island lilýtur að hafa samstöðu með þeim ríkj- um. Sósíalistafélag Reykjavíkur tók 1971 þá afstöðu til land- helgismálsins að íslandi bæri að skipa sér í fylkingu með þeim ríkjum sem þá þegar höfðu fært út, eða gerðu kröfu til út- færslu fiskveiðiréttar allt að 200 mílum (Brasilía o. fl.) Sú afstaða var m. a. byggð á landgrunnslögunum frá 1969, sbr. Ný Dagsbrún 1. marz 1971: „En samkvæmt þeim lögum á Is- land fyrst og fremst samstöðu með þeim ríkjum, sem hafa markað stefnuna um 200 mílna réttindin“. Blaðið áleit enn- fremur, að leita bæri „fulls samstarfs við þær þjóðir, sem brot- ið hafa ísinn í þessum málum“ sem séu nú I „brennipunkti um allan heim“. Hafi landhelgismálin verið í brennipunkti 1971, eru þau það ekki síður nú. Ein mikilvægasta pólitísk staðreynd síðari tíma er sú að vanþróaðri löndin — þriðji heimurinn — eru ekki lengur hinn trausti baklijarl lieimsveldanna og eru nú að vissu leyti bandamenn verkalýðs og vinnandi stétta. Stéttvís afstaða þeirra hlýtur því að leggjast á sveif með ríkjum þriðja heims- ins og öðrum sem líkt eru sett, varðandi fiskveiðiréttinn. En sú afstaða er eitur í beinum ráðandi stéttar, borgarastéttarinn- ar. Hennar frumregla í alþjóðamálum er fyrst og síðast sam- staða með auðvaldsstórveldunum. Auk þess er borgarastéttin klofin í málinu. Þar koma til greina hagsmunamótsetningar verzlunar- og útgerðarauðvalds. Af þessum sökum liafði Sjálf- stæðisflokkurinn og stjórn lians enga stefnu í málinu aðra en þá að lilíta þeirri lausn sem kynni að fást með samningum við þau stórveldi sem telja sig hafa liagsmuna að gæta á ís- lenzkum fiskimiðum. Fimmtíu mílna útfærslan sýnir að sjónarmið útgerðarauð- valdsins undir forustu Lúðvíks Jósefssonar ræður meiru hjá nú- verandi stjórn en hinni fyrri. En í heild sinni er liún trú meginreglum borgaranna í alþjóðamálum. Það sýnir áhuga- leysi liennar um samstöðu við önnur ríki sem einnig eru að færa út landhelgi sína og ofurkapp það sem hún liefur lagt á að semja við brezkt og þýzkt einokunarauðvald um íviln- anir innan 50 mílna markanna. En málið er nú komið á nýtt stig. Ríkisstjórnin verður nú, nauðug viljug að skipa sér í sveit með þeim aðilum sem hera fram kröfuna um 200 mílna rétt- indin. Engin önnur fær leið er til í landhelgismálinu en sam- staða þeirra ríkja sem krefjast sömu réttinda. R. B. Árið 1415 sendir Eiríkur af Pommern konungur Noregs og Danmerkur nefnd manna til Hinriks V. Englandskonungs og lýsir yfirráðarétti sínum yfir ís- landi, Færeyjum og fleiri eyjum, er tilheyra Noregsríki og bann- ar þjóðum verzlun og fiskveiðar við ísland, en Englendingar fóru með ránshendi og drápu menn allt frá fyrstu tíð. Þeir höfðu hafið fiskveiðar við Is- land 1408—1409. Englendingar sátu fyrir innlendum fiskimönn- um og eyðilögðu fiskibáta þeirra og veiðarfæri. Gekk svo langt að þeir eyddu heilum byggðarlög- um, er þeir fóru um með rán- um og morðum. Hinn 1. júlí 1926 má segja að sé stofndagur landhelgisgæzl- unnar, en þá tók ríkið við varð- skipinu Þór af Vestmannaeying- um, sem höfðu rekið skipið í 6 ár sem björgunar- og eftirlits- skip. Árið 1949 segja Islendingar upp landhelgissamningnum við Englendinga. Gefin er út ný reglugerð um nýja landhelgis- línu, þ. e. lína dregin um yztu sker og fyrir mynni fjarða og flóa, en markalínan sjálf var sett 4 mílum utar. Klukkan 12 á miðnætti að- faranótt 15. maí 1952 rann upp ein af hinum þráðu sigurstund- um í landhelgismálinu. Það var Á ríkisstjórnarárum Kristjáns jbjört nótt og undir miðnættið IV (1588—1648) munu fvrstu til- renndi fjöldi togara út úr Faxa- skipanir um ákveðna landhelgi |flóa, en íslenzku trollbátarnir hafa verið gefnar út. í fyrstu drógu inn vörpur sínar og mun landhelgin hafa verið á- kvcðin 32 sjómílur, en síðar stað- fest 24 sjómílur. Með þessu dreg ur Danakonungur nokkuð saman seglin, hættir að lýsa yfir óskor- uðu valdi sínu vfir norðurhöf- um, en lýsir yfir víðáttumikilli í landhelgi. Þrjátíu árum síðar var gefin út einkaleyfisheimild til handa fjórum mönnum, er fengu einok- unarverzlunina til yfirráða. Þá voru einnig sett þau ákvæði, að öðrum útlendingum en þessum mönnum væri bannað að veiða nær landi en 16 sjómílur og Englendingar ekki undanskildir, svo sem áður. Þessi 16 mílna landhelgi við ísland hélst svo með litlum frávikum um 200 ára skeið, fram á miðja 19. öld. Gekk á ýmsu á þessum tíma, Iandsmenn sendu bænarskjal til konungs um aukna vernd, en allt sat við sama, erlendir fiski- menn héldu áfram uppteknum hætti, einkum Englendingar. 1602 sendir Danakonungur fyrst eftirlitsskip til Islands, en þau afrekuðu lítið, þar sem þau lágu lengstum í höfn, eins og nafnið sem þau fengu bendir ' til: „heimalömbin". Árði 1871 fjallar Alþingi um stjórnarfrumvarp varðandi fiskveiðar útlendinga við ísland. Frumvarpið var loð- ið, þar var talað um almennan þjóðarrétt, óbeint hin svokallaða skothelgi. Alþingi felldi aðal- grein frumvarpsins. 1872 kom konungleg tilskipun um gildis- töku lagaboðs þess, er Alþingi hafði áður vikið frá sér. Kon- ungsfulltrúi hélt fram skothelg- inni miðað við 3—4 sjómílur, sem alþjóðareglum um vðíáttu landhelginnar. Þetta dró mjög úr rétti íslendinga, byggðum á fornum rökum. 1901 semja Danir við Englend- inga um landhelgi Islands, þann- héldu til Iands. Eftir hálfrar aldar rányrkju var botnvörpu- veiðum í Faxaflóa lokið. Fiski- bátar, sem komu úr róðri um kvöldið höfðu fána við hún og sjómennirnir renndu syngjandi að landi. En frá Bretlandi er aðra sögu að segja. Það fréttist að 15. maí 1952, þegar reglugerðin um út- færsluna tók gildi, hafi skip í höfn í togarabæ einum dregið fána í hálfa stöng. Á máli Breta var þessi dagur „Black Day", dagur sorgarinnar. Á forsíðum blaðanna í Bretlandi var rætt um ósvífnar aðgerðir Islendinga í landhelgismálinu. Islendingar voru minntir á það, að Bretar hefðu fundið flest beztu togara- miðin við ísland og Bretar hcfðu stutt íslendinga með því að kaupa af þeim fisk og þar með hafi Islendingar getað end- urbyggt skipaflota sinn. Hins vegar láðist Bretum að geta þess, að skörðin í skipaflota Is- lendinga urðu geigvænlegust, þegar siglt var með fiskinn til hinnar nauðstöddu ensku þjóðar á styrjaldarárunum. Þá minnt- ust þeir heldur ekki á leit sína landi hinn 24. júlí 1956, er vinstri stjórnin tók við völdum, var birt stefnuyfirlýsing. Þar segir svo um landhelgismálið: Ríkisstjórnin leggur áherzlu á stækkun íslenzku Iandhelginnar og telur, að stækkun friðunar- svæðisins kringum landið sé nú brýn nauðsyn vegna atvinnuör- yggis landsmanna og mun því beita sér fyrir framgangi þessa máls. Var síðan unnið að und- irbúningi máls þessa og einkum rætt um 12 mílna landhelgi. Var þá höfð til hliðsjónar hin ó- beina viðurkenning í ályktun þjóðréttarnefndar, þar sem seg- ir, að „alþjóðalög heimili ekki víðari Iandhelgi en í 12 mílur." 1. september 1958 tók svo reglugerð um 12 mílna landhelgi gildi. Enn eru það aðeins Bret- ar sem mótmæla, þegar reglu- gerðin um 12 mílna landhelgi tók gildi, sigldu öll erlend veiði- skip út fyrir, nema Bretar, sem sigldu inn fyrir hina nýju Iand- helgi með herskipavernd. Það kom brátt í ljós, að togaraskip- stjórunum brezku þótti sinn hlutur miður góður. Til dæmis bað einn skipstjóranna um leyfi til að leita íslenzkrar hafnar, en var neitað um það. Annar bað um leyfi til þess að fara út fyrir línuna í von um að fiska þar eitthvað. Honum var leyft að skreppa út fyrir, en fékk jafn- framt fyrirskipun um að vera kominn aftur inn í landhelgina fyrir myrkur. Þetta sýnir að það var ekki eingöngu aflavonin sem hélt þeim fyrri innan línu, held- ur yfirgangsstefna þeirra, sem þeir hafa alltaf sýnt smáþjóð- um. Var þá þorskastríðið hafið og stóð það til ársins 1961, er gerður var nauðungarsamningur við Breta og Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið. Um sumarið 1971 tekur ný vinstristjórn vði völdum og á- kveður hún einhliða útfærslu landhelginnar í 50 mílur, 1. sept. 1972, svo sem framkvæmt hefur verið. Og enn bera Bretar því við, sem þeir hafa alltaf haldið fram, fornri hefð til fiskveiða við Island. Enginn getur efast um, að há- að togaramiðum uppvið fjöru- ar þjóðartekjur Islendinga steina Islands eða spellvirkin, sem þeir gerðu fátækum strand- búum, er þeir sópuðu saman netum og öðrum veðiarfærum og eyðulögðu fyrir augum lands- manna, sem engar aðrar þjóðir léku eftir. Þeir þögðu um flest annað en kröfuna um sérréttindi byggjast á sjávarútvegi lands- manna, en undirstaða hans, eru hin dýrmætu fiskimið við land- ið. Fiskimiðin á landgrunninu við Island verður því að vernda, þau eru og eiga að vera eign þjóðarinnar. Svo sem fram hef- ur komið eru það nær eingöngu tli handa hinni brezku þjóð, aðjBretar, sem hafa þrjózkast við fá að leika lausum hala við 'að viðurkenna rétt okkar yfir rányrkjuna. j fiskimiðunum við landið. Við stjórnarskiptin hér á I Sig. Hilmarsson. mga urn lanuneigi isianus, pann- m jm, ■ w m m ig að landhelgin er ákveðin 3 ArSæll SigiirOSSOIl latllHl sjómílur. Fengu Englendingar ** þar jafnan rétt við þegna Dana- konungs. „Þá skyldi stjórnum annarra landa vera heimilt, er þegnar þeirra stunda fiskveiðar í hafinu umhverfis Færeyjar og ísland aðgang að samningi þess- um." Sem sagt, öllum þjóðum var opnaður vettvangur upp að 3 sjómílum frá ströndum lands- ins. Árið 1902 fullgilti Danakon- ungur samninginn við Englend- inga frá 1901, án frekara sam- ráðs Alþingis, — sem var stjórn- arskrárbrot. Sambandslögin 1918 milli Is- lands og Danmerkur heimila Is- lendingum að taka strandgæzl- una í sínar hendur, en hún hafði verið heldur bágborin fram að 'þessu, þó með undantekningum. Ársæll Sigurðsson trésmiður lézt á sjúkrahúsi hinn 11. þessa mánaðar 77 ára að aldri. Ársæll var einn af traustustu og beztu mönnum róttækrar verkalýðshreyfingar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu hennar fyrr og síðar. Ný Dagsbrún mun minnast Ársæls í næsta blaði.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.