Ný dagsbrún - 10.11.1977, Page 2

Ný dagsbrún - 10.11.1977, Page 2
2 NÝ DAGSBRÚN Nóvember 1977 j NÝ DAGSBRÚN 1 t Otgefandi Sósíalistafélag Rcykjavíkur f I ÁbyrgÖarmaÖur Runólfur Bjömsson f ) Ritstjóm og afgreiðsla Tryggvagötu 10 Reykjavík ( ) Sími 17510 - Pósthólf 314 j f Verð blaðsins er kr. 50,00 eintakið ^ ( Setning: Prentiðjan, Skipholti 9 J Byltingar- afmælið Sextíu ár eru nú liðin síðan rússneskir verka- menn og bændur steyptu af stóli einveldi aðals og auðvalds í landi sínu undir forustu Kommún- istaflokksins og hófu þegar á fyrstu valdadögum að leggja grunninn að sósíalistisku þjóðfélagi með þjóðnýtingu alls lands, banka og stórfyrirtækja. Rússneska byltingin og stofnun Sovétríkjanna er án alls efa afdrifaríkasti stjórmálaviðburð- ur tuttugustu aldarinnar. Pyrir verkalýðshreyf- ingu alls heims hefur hún hliðstæða þýðingu og franska byltingin fyrir borgarabyltinganna á 18. og 19. öld og stofnun þjóðríkja. Enginn getur sagt með neinni nákvæmni hvernig heimurinn liti út í dag ef bylting öreig- anna í Rússlandi hefði mistekist eins og fyrri ör- eigabyltingar. En eitt er víst, auðvald og imperial- ismi hefði mun sterkari tök í heiminum en nú er og verkalýður og alþýða að sama skapi veikari. Þetta er mjög hófleg fullyrðing, því vel má vera að verkalýður og alþýða hefði hvergi náð völdum á þessu 60 ára tímabili. Svo þýðingarmikil var reynsla rússnesku byltingarinnar, einkum sú reynsla sem sannaði að sá hlekkur heimsauðvalds- ins brestur, sem veikastur er, þar sem alþjóð- legar, þjóðlegar, félagslegar og pólitískar mót- hverfur rekast á og skerpast við sértsakar að- ur. Svo mikil. sem áhrif byltingarinnar hafa verið á verkalýðshreyfinguna í heiminum á liðnum 60 ár- um hafa þau þó síst verið minni á frelsisbarattu undirokaðra þjóða. Alls staðar er sjálfstæðisbar- átta þjóða borin uppi af alþýðu, verkamönnum og bændum og hvergi hefur hún orðið sigursæl nema undir merkjum sósíalismans. Völd borgara- stéttanna þýða leppstjórnir heimsvaldasinna. Sovétríkin hafa síður en svo setið á friðstóli í 60 ára sögu sinni. Innrásarstyrjöldin, harðvít- ug innanlandsátök og heimsstyrjöldin síðari hafa hamlað mjög uppbyggingu hins nýja þjóðfé- lags og ef til vill mótað það meir en æskilegt hefði verið. Árásarhættan sem alltaf vofir yfir veldur því að Sovétríkin kappkosta að tryggja sig hern- aðarlega og verja til þess miklu fé og mannafla. En friðarstefna Sovétríkjanna frá upphafi er staðreynd, sem aðeins öskurapar auðvaldsins og aðrir, sem telja sig hafa ástæðu til að troða ill- sakir við Sovétríkin, neita. Allur heimur nema ef til vill að undanteknum fámennum hópi stríðs- þyrstra heimsvaldasinna, óttast kjarnorkustríð. Sovétríkin eru kjarnorkuveldi, en stjórn þeirra hefur nú á 60 ára afmælinu gert sitt til að létta fargi óttans af mannkyninu með tillögu sinni um algert bann við framleiðslu kjarnorkuvopna og eyðingu birgðanna sem fyrir eru, í áföngum. Allt mannkyn myndi fagna þessari tillögu — ef hún kæmi frá öðrum en Sovétstjórninni. íslenskur verkalýður á rússnesku byltingunni mikið að þakka. Það var að ekki litlu leyti hún sem blés þeim í brjóst baráttuvilja og framtíðar- sýn þegar harðast kreppti að og enn eimir eftir af þeim anda þrátt fyrir áratuga niðurrifs- starfssemi. Og íslenska borgararíkið og þjóðin 60 ára þróun.. Samsetning þjóðfélagsins er nú þessi: Af hverjum 10 íbúum eru 6 verka- menn, 3 vinna andleg störf og 1 er bóndi. Hlut- fallsleg orkunotkun á hvem verkamann í land- búnaði hefur 36 faldast frá því fyrir byltinguna og hefur það leitt til fækkunar starfsliðs við hinn vélvædda landbún- að. Auknar fjárfestingar í landbúnaði hafa orðið til þess að brúa bilið milli borgar og sveitar. Ein ástæðan fyrir öfl- ugri þróun landsins er stöð ugar framfarir á sviði bættra lífskjara, mennt- unar og menningar. Raun- tekjur verkamanna hafa nálega tífaldast á sl. 60 ár um og rauntekjur bænda meira en 14 faldast. I Rúss landi fyrir byltinguna voru þrír fjórðu íbúanna ólæsir og innan við 200 þúsund mamnns höfðu hlotið æðri menntun. Krafa tímans er nú fram- haldsmenntun fyrir full- orðna sem mun verða skapandi starfsemi þjóð- arinnar öflug hvatning. Frekari þjóðfélagsþróun á enn meiri möguíeika í sambandi við vaxandi sjálfstýringu, sem gert er ráð fyrir í nýju stjómar- skránni. Aukning pólitískra og þjóðfélagslegra réttinda borgaranna felst í því að draga eins margt fólk og unnt er inn í stjórnun ríkisins og málefna al- mennings. Virk og áhuga- söm afstaða borgaranna til umfjöllunar um sérstök mál er varða líf þeirra, mun hjálpa til að virkja orku og skapandi leit milljónanna. Framkvæmd réttarins til þess að hver og einn kjósi sér starf ein- ungis í samræmi við hæfi- leika sína og þjálfun, eins og kveðið er á um í nýju stjórnarskránni, mun auka mjög framleiðni og afköst í starfi Fjöldi ráðstefna sem rekja má til aukins lýð- ræðis og þroskaðs sósíal- isma mun bæta andlegt og sálfræðilegt andrúmsloft á vinnustöðum, í stjórn- málum og opinberu lífi. Hin mikla umhyggja þjóðfélagsins fyrir mann- inum, sem lýsir sér í réttti til húnæðis, heilsugæslu, í auknum réttindum og möguleikum borgara til þess að taka þátt í stjóm- un ríkisins, o.m.fl., auka þjóðfélagslegan trúnað þjóðarinnar og skapa á- byrgðartilfinningu fyrir þörfum þjóðfélagsins. Við höldum því alls ekki fram, að á 60 árum hafi okkur tekist að uppala fyr- irmyndar manninn. I þjóð félagi okkar finnast dæmi um græðgi, skriffinnsku, fimbulfamb og aðrar leifar liðins tíma. En æ fleira fólk lifir í samræmi við siðferðislögmál sósíalísks þjóðfélags, þar sem um- hyggja fyrir hagsmunum einstaklingsins og um- hyggja einstaklingsins fyrir hagsmunum heildar- innar eru ríkjandi. Byltingarfórnir þeirrar kynslóðar, sem kollvarpaði gamla skipulaginu, hafa gefið eftirkomandi kyn- slóðum jákvæðan styrk. Þegar ekki bara einstakl- ingar heldur þúsundir og aftur þúsundir manna snúa sér að erfiðari verk- efnum og störfum á þeim sviðum, sem dregist hafa aftur úr, eða halda til vinnu við byggingafram- kvæmdir í austur héruð- um landsins eða lengst á norðurslóðum, þá þýðir það, að þeir líta á hags- muni þjóðfélagsins sem sína eigin hagsmuni. Þetta sýnir einnig styi'k hins sósíalíska samfélags, sem ekki hyggur á ró- legri sé hæggengari lífs- háttu heldur stefnir, líkt og fyrir 60 árum, að bylt- ingarkenndum breyting- um á öllum sviðum hins efnahagslega-, félagslega-, pólitíska og menningar- lega lífs. Þetta er hinn sigursæli máttur þroskaðs sósíalisma, sem sækir fram til sigurs í krafti eigin for dæmis. * Símaskráin 1978 Símnotendur í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár er nauðsynlegí að senda skriflegar breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 15. nóv. n.k. til Skrifstofu símaskrárinnar, Landsímahúsinu við Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi símanúmers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega. Athygli skal nánar vakin á auglýsingu um breyting- ar í símaskrána á baksíðu kápu símaskrár 1977, innanverðri. Atvinnnu- og viðskiptaskráin verður prentuð í gul- um lit og geta símnotendur birt smáauglýsingar þar, sem eru ódýrari en auglýsingar í nafnaskrá, enda takmarkaður fjöldi auglýsinga, sem hægt er að birta í nafnaskránni. Nánari upplýsingar í símum 22356 og 26000 og á skrifstofu símaskrárinnar. Ritstjóri símaskrárvmwr. framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Símar: 28-022 og 21-700 í heild þarf ekki yfir neinu að kvarta í samskipt- um við Sovétríkin í 60 ár. Þau hafa ekki látið Is- land gjalda þess á neinn hátt að það hefur skipað sér í fjanndmannaflokk þeirra. Áskrifendur Nýrrar Dagsbrúnar eru beðnir að tilkynna breytt heimilisföng. R.B. Pósthólf 314

x

Ný dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.