Stormur - 23.10.1924, Blaðsíða 4
STORMUR
Blaðið mun ekki hirða um það, að
fara að hætti hinna blaðanna í þvi að
birta samtýning utan úr heimi, en öðru
hvoru verða i því stuttar yfirlitsgreinar
um það, sem markverðast hefir við
borið, svo að lesendur þess fái ljóst
yfirlit yíir rás heimsviðburðanna.
Ekki mun blaðið heldur skeyta um
það að greina frá afmælum borgara
bæjarins né flytja eftirmæli þeirra
manna, er of lengi hafa lifað, en af
aðalhlulverki þess leiðir það, að það
mun alloft flytja þær fregnir, sem önnur
blöð hafa ekki djörfung í sér eða hrein-
skilni til að flytja, en sem hvíslað er
manna i milli á gatnamótum og gilda-
skálum.
Að lokum vill svo biaðið heita á alla
þá menn, hverrar stéttar eða stöðu sem
þeir eru, sem leiðir eru orðnir á loð-
mulluhættinum, hræsninni og hálfvelgj-
unni, sem nú ríkir á ýmsum sviðum
þjóðlífs vors, að veita blaðinu stuðning
i starfi sínu. — Komið og leggið liðtæka
hönd i þvi mikla þjóðnauðsynjastarfi,
að skola óþrifagemlinga þjóðar vorrar
í baðkeri bersöglinnar og djörfungar-
innar.
Flokkarrtfr.
Eins og mönnum er kunnugt eru nú
3 flokkar á Alþingi, íhaldsflokkur, fram-
sóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur og
að auki rær svo Jón Baldvinsson einn
á báti bg »repræsenterar« bæði jafn-
aðarmenn og Bolsevikka, án þess að
verða klýjugjarnt af.
Sjálfstæðisflokkurinn er elstur þessara
flokka og var um eitt skeið annar öfl-
ugasti flokkurinn í landinu og vann þá
mikið og gott verk í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Nú skipa hann ekki nema 3—4 menn
og aðaistarf hans liggur nú í þvi, að
láta bjóða í sig og taka á móli kaup-
tiiboðum þegar stjórnarmyndun fer fram.
Pess skal þó getið, til þess að ekki sé
á flokk þenna hallað, að hann er að
sumu leyji frjálslyndari og viðsýnni
heldur en aðrir flokkar þingsinsr og hef-
ir ekki jafnmikla löngun til að leggja
einstaka menn í einelti eins og hinir
flokkarnir hafa, enda telst til þess flokks,
og er þar áhrifamestur, sá maðurinn,
sem nú ber höíuð og herðar í ýmsu
yfir þingmenn vora, en einkum þó í
drenglyndi og höfðingsskap, enda fyiýr
þá kosti sína óspart hlotið háð og róg
smásálanna og kjósendadaðraranna, sem
í litilmensku sinni halda, að kjósendur
gangist mest fyrir hugsunarhætti Búr-
fells-Bárðar og drenglyndi Hænsa-Póris.
En þó að flokkurinn og einstakir þing-
menn hans hafi nokkuð sér til ágætis
þá hefir hann þó lítinn tilverurétt og er
stórhættulegur vegna blíðuláta sinna við
allar mögulegar og ómögulegar stjórnir,
sem við völdin sitja í þaö og það sinnið.
íhaldsflokkurinn fæddist á síðasta þingi
og voru efnin í honum viða aðfengin
og ekki laust við að kyrnubragð væri
komið að sumum þeirra.
Foreldri hans var kynlaust og nefnd-
ist Sparnaðarbandalagið.
Andlega jóðsóttin hjá leiðtogunum var
löng en aldrei neitt sérlega hörð, til þess
var lifsmagnið ekki nógu mikið, en þeg-
ar króinn loksins gaut upp augunum
tók ekki betra við, þvi að mesta ósam-
lyndi varð um það hvað hann átti að
heita.
Sumir, sem ýmsra ástæðna vegna voru
í flokkinn komnir, vildu fyrir engan
mun kalla sig íhaldsmenn. — Peir sögð-
ust vera frjálslyndir menn og víðsýnir,
sem brynnu af löngun til þess að koma
hér á stórfeldum framförum og svo ótt-
uðust þeir það, að nafnið íhald félli
ekki alþýðunni í geð. — Aðrir sögðust
í rauninni ekki vera neinir ihaldsmenn
en þeir höfðu trú á því að íhaldsnafnið
»passaði vel í kramið« eins og sakir
stæðu.
Fólkið vildi sparnað og þjóðin ósk-
aði að komast úr skuldafeninu og þess
vegna myndi ekkert nafn eiga eins vel
við eins og íhaldið. — Og við þetta
bættist svo, að bændurnir myndu fá svo
mikið traust á nafninu vegna þess, að
í því fælist, að flokkurinn vildi halda
fast við núverandi skipulag og allur
bolsevismi væri álíka eitur í beinum
hans og brennivín í maga Péturs Zop-
hóniasarsonar.
Enn voru svo þeir þriðju, sem játuðu
það hreinskilnislega, að þeir væru íhalds-
menn og óttinn hjá þeim, að alt væri
• að fara hér norður og niður í Hriflu-
kvosina, réði úrslitum svo að ihaldsnafn-
ið varð ofan á og króinn var laugaður
og skýrður í uppistöðuvatni frá Jóni
Porlákssyni og skilvindumjólk norðan
úr Skagafírði.
En vandræðin voru ekki öll yfirsligin
*með þessu. Króinn varð snemma marg-
Iyndur í hugsunarhætti og óþjáll viður-
eignar.
Sementið frá Jóni Porlákssyni sam-
lagaði sig bölfanlega ullarlopa Jóns
Magnússonar ogsvíndælska sparnaðinum.
Pegar króinn sté öðrum fæti fram
vissi hinn aftur og höfuðið átti afskap-
lega bágl með að sitja upprétt á boln-
um en hallaðist sitt á- hvað.
¦ Smámsaman styrktist hann þó dálitið
og fékk meira samræmi i sig, mest
vegna stöðugrar lýsisgjafar og sildar áts.
Og nú mun svo komið, að forsprakk-
arnir munu treysta því að hann hangi
saman af djörfung Jóns Magnússonar,
samvinnuþíðleik Jóns Porlákssonar, ör-
læti Magnúsar Guðmundssonar, vits-
munum Jóns Kjartanssonar og lítillæti
sr. Eggerts Pálssonar.
Skal engu um það spáð, hvort von
þessi rætist en gætur skulu gefnar að
iðraveikinni jafnskjótt og hún kann að
koma í ljós og þá reynt að ráðleggja
eitthvað, sem dregur úr sárustu verkj-
unum.
Skal nú vikið nokkrum orðum að
fæðingu »Framsóknarinnar« og þroska
hennar fram á þennan dag.
Framsóknin er orðin nokkurra ára
gömul en þroskanum er þó ekki fyrir
að fara, enda hefir hún þjáðst af bein-
kröm og hryggskekkju frá fæðingunni
og kvelst af hvorutveggju enn þann dag
í dag.
En þau ósköp urðu feðrum hennar á,
að þegar þeir í frumburðar fögnuði
sínum lilu i augu meyjarinnar sýndist
þeim vaglið, sem var i báðum augum
hennar og enn er þar og fer sífelt
vaxandi, vera ægishjálmur og skýrðu
því meyna »Framsókn«.
Hefði hún að réttu lagi átt að heita
»Afturför«, myndu þá spjöllin á henni
hafa orðið minni og færri fengið óorð
af henni en raun hefir á orðið.
»Framsóknin«, hafði þolanlega heilsu
fraínanaf. Nærðist á þingeyskri kapla-
mjólk og súrmjólk frá Sveini í Firði,
og um tíma var jafnvel útlit á að hrygg-
skekkjan myndi lagast.
En svo vildi henni það óbærileg'j ó-
happ til, að hún komst á gelgjuskeiðinu
í týgi við Hriflu-Jónas og Laufás-Tryggva
og í höndum þeirra beið hún það tjón
á sálu sinni og líkama, sem aldrei fást
bætur á.
Meðan hún ólst upp hjá gamla Sveini
i Firði og Sigurði frá Ystafelli var hún
siðlát sveitastúlka, sem beið gjaforðs
sins í helgri eftirvæmtingu en við snert-
ingu Jónasar varð hún lauslætisdrósin,
sem bauð likama sinn og sálu sina fyr-
ir rússneskt gull og landsverzlunartóbak.
Og í þessu hryggilega ástandi lifir hún
enn þann dag í dag.
Jónas rændi meydómi hennar og glat-
aði honum að eilífu.
Gamli Sveinn og öldungurinn frá Ysta-
felli mega nú daglega horfa á þetta
limafallssjúka barn sitt engjast sundur
og saman af hinum seigdrepandi maga-
kvölum afturhaldsins, sem súrgutlið í
Firði bakaði því og iðrakveisu bolsi-
vismans, sem rússneska bóluvatnið kom
af stað.
Hversu lengi hún kann að hjara svona
er ómögulegt að segja, ef til vill getur
færst eitthvert líf í hana um stundar-
sakir ef Jón Magnússon fer um hana
ljósmóðurhöndum sinum, í annað sinn,
en vafasamt er það þó og mætti eins
vel vera að það yrði til þess að lifs-
andinn slokknaði að fullu.
Síðar mun nákvæmar verða vikið að
þessum hjónaleysum, ihaldinu og fram-
sókninni, hér í blaðinu.
Vei þér land, sem hefir dreng að kon-
ungi og böfðingjar þinir sitjast að áti
að morgni dags. (Fundið í Krossanesi).
Lygarar eru drotni andstygð. (Eink-
unarorð LaUfás-Tryggva).
Orð rógberans eru eins og sælgæti
og þau læsa sig inn í ynstu fylgsni
hjartans. (Morgunbæn Hriflu-Jónasar).