Stormur - 23.10.1924, Blaðsíða 3
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon
I. árg.
Fimtudaginn 23. október 1924
1. blað
Ávarp.
Til þess að gott loft haldist í híbýlum
manna telja læknar og skynsöm alþýða,
að nauðsyn sé á því að hafa glugga
opna og hyllast sem mest til þess að sól
og loft leiki um herbergin. — Þrifnar
húsmæður láta líka þvo gólfin daglega
svo að ryk og gerlar vinni sér ekki sveit-
festi í híbýlunum.
Munu flestir vera orðnir á einu máli
um það, að þetta sé nauðsynlegur þátt-
ur i heilbrigðismálum vorum.
Hafa læknar vorir gengið mjög drengi-
lega fram í baráttu sinni gegn ýmiskonar
hleypidómum og óþrifum, sem þjáði
þjóð vora, jafnt hærri sem lægri, fyrir
nokkrum áratugum siðan. — Mun yfir-
leitt mega segja nú, að heilbrigðismálum
þjóðar vorrar i þessu liiliti sé komið í
sæmilegt horf þegar á alt er litið.
En þetta er ekki nema annar þáttur
heilbrigðismálanna.
Hinn þátturinn er hin andlega heil-
brigði. Einn maður getur haft andleg
óþrif, þótt hann hafi ekki lengur þörf
fyrir lúsakamb.
Eitt bæjar eða sveitafélag getur verið
andlega ótútlegt og haft ' ýmiskonar
meinleg óþrif í þeim skilningi enda þótt
skolpfráræslan sé í góðu lagi og vatnið
gerlasnautt.
Og eitt þjóðfélag getur þjáðst af ill-
kynjuðum kýlum og andlegum upp-
þembingi, þrátt fyrir rúmgóða þjóð-
kirkju, aðflutningsbann á áfengi, sildar-
verksmiðjur, lúsalitla barnaskóla, Jónas "
frá Hriflu, Krossanes-Holdö og Jón
Magnússon.
En því miður vill það oft brenna við,
að minni gaumur sé gefinn að þessum
andlegu óþrifum.
Menn þurfa ekki að hafa þau svo
ýkja lengi til þess, að þeir hætti að aka
sér undan þeim, og stundum getur jafn-
vel svo farið, að þeir mennirnir, sem
mesta hafa andlega óværðina, gerist
forystumenn þjóðarinnar á ýmiskonar
sviðum og þjóðin sjálf horfir upp til
þessara manna og trúir því í barnslegri
einfeldni, að nærföt þeirra séu sápu-
þvegin og skjallahvít eins og hálslin
þeirra.
En þegar svo er komið með dóm-
greind og skynsemi þjóðarinnar, þá er
hún með hröðum skrefum á leið niður
i Krýsivikur-brennisteinspyttinn.
Hlutverk þessa blaðs á fyrst og fremst
^S
Smurningsoliur
Hinarýmsu vélategundir þarfnast mismunandi olíutegunda.
Fyrir hverja vél 'er til
ein ákveðin GARGOYLE olía,
sem er sú rétta.
Undirvitaði* umboðsmenn
Vaeuum Oil Company hf.
gefa fúslega upplýsingar um hvaða
olíu eigi áð nota á hinar ýmsu vélar.
H. Benediktsson & Co.
Sími 8 (3 linur).
Reykjavík.
Símn. „Geysir".
að vera það, að reyna að opna augu
þeirra manna, sem andlegu óværðina
hafa, fyrir því, að þeir hafi þörf fyrir
andlegt þrifabað, einkum þó þeirra, sem
hættulegast er að smiti út frá sér, en
takist ekki að opnu augu þessara manna
sjálfra, þá mun unnið að því, eftir því
sem kraftar Ieyfa, að augu annara opn-
ist fyrir sýkingarhættunni, sem þjóðlífi
voru er búin af þessum mönnum.
Mun blaðið fara bér hlífðarlaust en
hlutlaust fram og telja sér jafnskylt að
vinna að útrýmingu »kakkalakkanna«,
hvort sem þeir eru í stjórnarráðshúsinu,
pólunum eða öðrum opinberum bygg-
ingum eða þeir hafast við i húsnæðum
einstakra manna.
Af þessari stefnu blaðsins leiðir það,
að blaðið verður ekki málgagn neins
stjórnmálaflokks, sem nú er í landinu,
enda mundi það þá ekki lengi verða
laust við andlegu óþrifin, því að þegar
núverandi stjórnmálaflokkar hér sjá sér
nokkurn leik á borði, hneppa þeir sanu-
girni og óhlutdrægni í spennitreyju, og
fara uieð vísvitandi fals og blekkingar
í "málgögnum sínum, til þess að villa
þjóðinni sálarsýn.
Ekki ætlar blaðið heldur að setja upp
margliðaða stefnuskrá að dæmi flokks-
blaöanna, sem þau svo svíkja lið fyrir
lið fyrir nokkrar lifrartunnur eða 30
potta mjólkur.
En auk þessa aðalmarkmiðs blaðsins,
sem hér að framan hefir vérið um getið,
að stinga á meinsemdunum, sniða af
líkþornin og leggja til nokkur sótt-
hreinsandi efni í þrifabaðiö, þá mun
blaðið verða öruggur vörður persónu-
legs frelsis. — Það mun því leggjast
fast á móti hverskonar hömlum og
höftum í viðskiftamálum og atvinnu-
rekstri og samábyrgð. — í sambandi
hér við skal þess sérstaklega getið, að
blaðið hefir afnám baoiilaganna á
stefnuskrá sinni, og mun ræða það mál
ýtarlega.
Skóla og fræðslumál mun blaðið láta
sig miklu skifta og mun fljótt sjást hver
stefna þess er i þeim málum.