Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 2
2
STOaZIUK
þessi vitni hafa aldrei verið yfirheyrð. Vottorð munu hafa
komið fram og vitni verið yfirheyrð suður á Vatnsleysu-
strönd, er borið hafa mj ög þunglega gegn Árna Teodór og
konu Jóns, er Jón hefir kært fyrir hórbrot með Árna, en
þeirri kæru hefir ekki verið ansað. Enn hefir Jón óskað þess.
að fá umráðarétt yfir börnum sínum vegna þess, að þau spilt-
ust af sambúð við móður þeirra, og fært rök fyrir, en enga
áheyrn fengið í þá átt.
Af því, sem hér hefir verið tekið fram, munu allir sjá,
að þetta mál er dekkra en svo, að það megi falla niður. —
3>að er ekkert leyndarmál, að allir, sem þekkja Jón Hansson,
eru vissir um sakieysi hans, og almenningsálitið er það líka.
Eg og aðrir, sem þekkjum Jón Hansson, og höfum íVlgt
gangi þessara mála, erum þess vísir, að Jóni hafi verið
brugguð hin mestu vélráð í þessum málum, og allir vita, hve
illa hann hefir verið leikinn, en íslenskum stjórnarvöldum
er skylt að láta Jón fá fulla uppreisn, en það verður á þann
hátt einn, að rannsóknum verði haldið áfram, þangað til alt
er upplýst sem þarf, og dómur verði látinn falla í málinu,
svo skömm skelli þar, sem hún á að skella.
Eg hefi séð kærur þær, sem Jón hefir borið fram í þess-
um málum; eru þær vel rökstuddar, og er óskiljanlegt, að
þær verði þagaðar í hel.
Dráttur þassa máls er orðinn íslensku réttailfari til
hneysu, og verður æ meiri, sem lengur líður, og til þess að
benda alvarlega á það, eru þessar línur ritaðar.
Eru ekki sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
lögreglustjórinn hér, setudómarirún, herra Þórður Eyjólfs-
son og dómsmálaráðherrann, allir sammála mér um það, hvað
leiði af frekari drætti þessa máls?
Ritað 4. desember 1932.
Árni Árnason
(frá Höfðahólum).
II.
Það var vel gert og drengilega af Árna Árnasyni, að
hreyfa þessu máli opinberlega. — Er hér um eitt ískyggi-
legasta glæpamál að ræða, sem sögur fara af hjá oss, þar
sem sterkur grunur liggur á, að maður hafi ekki einu sinni
svívirt konu annars mans, heldur og dóttur þeirra hjónanna,
barn að aldri, og hvatt það eða jafnvel ógnað því til þess að
ljúga spjöllunum upp á föður sinn. En þrátt fyrir að málið
er eitthvert viðbjóðslegasta glæpamál, sem hér hefir gerst,
hefir rannsókn þessa máls ekki verið flýtt meira en svo, að
nú eru bráðum tvö ár síðan að Jón Hansson kærði Árna
Theodór. En þrátt fyrir allan dráttinn hefir þó ekki verið
betur að því unnið en svo af rannsóknardómarans hálfu, að a.
m. k. til skamms tíma, og mun líklega vera svo enn, voru
óyfirheyrð tvö þýðingarmikil vitni í málinu, og það enda
þótt margsinnis hafi verið búið að benda setudómaranum á
þetta,. og hann að lofa að kalla þau fyrir, jafnframt því, sem
hann hefir og lofað því, næstum því í hverjum mánuði, að
ljúka málinu. — Sjá allir, hvaða afleiðingar slíkur dráttur
getur haft í stórfeldu sakamáli. — Þarf ekki annað en að
eitt vitni deyi, til þess að málið ónýtist, en enda þótt svo
vilji ekki til, þá verða öll atvik óljósari í minni vitnisins
eftir því sem lengra líður.
Þá er og enn eittatriði mjög mikilsvert í þessu máli, sem
grein Árna getur ekki um, og skal því lauslega drepið á
það hér.
Þegar málið snerist svo í höndum dómara þess, sem
fyrstur hafði þetta mál til meðferðar, að kærandinn, Jón
Hansson, var settur í gæsluvarðhald, en kærður, Árni Theo-
dór, látinn ganga laus, þá krafðist kona Jóns hjónaskilnaðar,
og bar það fram sem ástæður fyrir honum, að eiginmaður
sinn. hefði gefið það í skyn, að hún væri hórsek. Beiðni kon-
unnar fór í stjórnarráðið, og úrskurðaði það konunni sldln-
að, og eru engar ástæður tilgreindar í úrskurðinum. — Jafn-
framt er svo konunni veittur umráðaréttur yfir öllum börn-
unum, 5 að tölu, og Jóni gert að greiða með hverju þeirra
40 krónur á mánuði, og auk þess konunni 50 krónur, eða kr.
250 mánaðarlega. — Þegar þessi úrskurður féll, var at-
vinna Jóns eyðilögð vegna hinnar löngu fangelsisvistar, og
var honum því ómögulegt að greiða þessa upphæð mánað-
arlega, enda maðurinn kominn fast að sjötugu. — Nú hefir
Jón Hansson lagt fram ski’ifleg vottorð frá fjölda manna,
sem bjuggu í nágrenni við Móakot, og voru kunnugir þar á
heimilinu, og bera allir þessir menn, að þeim hafi virst mjög
innilegt samband þeirra Árna og konu Jóns, og styrkja þau
því öll grun Jóns um hórsektina. En þrátt fyrir þetta, úr-
skurðar stjórnarráðið konunni umráðárétt yfir börnunum,
og gefur þar með í skyn, að það telji konuna saklausa, en
Jón þann seka. — Afleiðing þessa hefir svo orðið sú, að
gefið er með konunni og börnunum að framfærslusveit Jóns,
og hann þar með sviftur öllum mannréttindum. — Enn harð-
ara er fyrir Jón að þola þetta, þar sem hann lagði fram
snemma í máli þessu þrjár viðurkenningar frá ágætum bænd-
um um, að þeir vildu taka af honum þau börn til fósturs, sem
hann telur sig eiga með konu sinni, og vár með því girt fyr-
ir, að hann þyrfti nokkru sinni að leita á náðir þess opin-
bera um framfærslu á börnum sínum. — En ekki er það
ólíklega tilgetið, að það sé einmitt vegna þessa dæmalausa
úrskurðar stjórnarráðsins, sem afgreiðslu þessa máls hefir
seinkað svona, því að eins og málinu nú er komið, verður
naumast annað séð, en að það opinbera verði skaðabóta-
skylt, ekki aðeins gagnvart framfærslusveit Jóns, heldur og
honum sjálfum. -— Og því mun þeim, sem að úrskurðinum
standa, sennilega kærast, að dómur falli aldrei í málinu, svo
að sýkna Jóns fáist ekki. — En á henni er það, sem skaða-
bótakrafan verður að byggjast á.
Má sjá af þessari stuttu frásögn, hver ósvinna er hér
á ferðum, og hve mikinn órétt og hugraun Jón hefir orðið
að þola, að miklu leyti fyrir aðgerðir og aðgerðaleysi þess
opinbera.
Skal þetta svo látið duga að sinni, en sennilega verður
þetta mál betur rakið síðar.
Sagan endtirtekar síg. Framhald af l. síðu
IV.
Sagan endurtekur sig, Tryggvi Þórhallsson. — Sá sann-
leikur hefir aldrei komið betur í ljós en nú. — Mörður Val-
garðsson fékk með rógi sínum stilt svo til, að Njálssynir
vógu Höskuld Hvítanesgoða, og fékk svo sjálfan sig tilnefnd-
an sem saksóknara á hendur Njálssonum, þótt hann væri
upphafsmaður að víginu, og sjálfur með í aðförinni. — Af
einfeldni og trúgirni Njálssona og einfeldni og trúgirni
þeirra, sem eftir Höskuld áttu að mæla, og fólu Merði sak-
sóknina, leiddi svo Njálsbrennu og dauða fjölda manna.
Með þrotlausum ósannindum og rógi tókst Tryggva að
véla hina itrúgjarnari bændur til fylgis við sig og náði með
tilstyrk þeirra völdunum. Eftir nokkurra ára stjórn ?essa
manns, var svo fjárhagur þjóðarinnar, traust hennar og at-
vinnulíf komið í rústir einar. — Og svo er þessum manni,
sem rústunum veldur, falið að gera tillögur um, hvernig eigi
að reisa hinn nýja Bergþórshvol íslensku þjóðarinnar við
aftur. — Væri það í raun og veru nokkuð fráleitara, þótt
brennuvargurinn, sem brendi upp bílana hjá Bifreiðastöð
Reykjavíkur, yrði falin forstjórn stöðvarinnar, heldur en að
fela Trygg\'a Þórhallssyni þetta starf?
Og hvað segja menn um blygðunarsemina hjá forsætis-
ráðherranum, sem fól mági sínum þetta starf?
Hnifsdalsmáíið.
Mönnum hlýtur að vera það mihnisstætt, að rétt fyrir
alþijigiskosningarnar 1927 fóru Framsókn og Bolsar á ísa-
firði á stúfana með sakamáls ákæru gegn Hálfdáni Hálf-
dánarsyni hreppstjóra í Hnífsdal og var hann sakaður um
atkvæðafölsun. Vegna embættisstöðu sinnar varð hrepp-
stjórinn að afgreiða kjörbréf þeirra alþingiskjósenda,