Stormur


Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 3

Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 3
SíOKMUR S sem til hans komu í þeim erindum að kjósa þingmann, svo aðstaðan var þeim hliðholl. Þetta Hnífsdalsmál stóð yfir í mörg ár og lyktaði með sektardómi Hæstaréttar, sem byggist á „líku'm“. Eg hefi fylgst með Hnífsdalsmálinu frá byrjun, og æt)a eg nú í stuttum dráttum að skýra frá þessari harm- sögt íslensks réttarfars. Tildrög málsins voru þau, að 4. júlí 1927 komu þrír rrenn að kvöldlagi: Kristinn, Sumarliði og Halldór, heim í Hnífsdal til þess að kjósa þingmann. Þeir kváðust ætla til sjós með morgni, og mundu ekki verða heima á kjör- degi, 9. s. m. Þetta reyndist ósatt, því að þeir komu aftur til hreppstjórans eftir 45 mínútur til þess að sækja kjör- bréfin og sagði Kristinn, að þeir hefðu komið þeim ann- ars staðar fyrir til geymslu, en það reyndist líka ósatt, því þeir fóru með kjörbréfin heim til sín. Rifu tveir af þeim þar upp kjörbréfin og báru- hver öðrum vitni um það, að Li eytt hefði verið um nöfn á atkvæðaseðlunum; þeir hefðu kosið Finn Jónsson, en nafn J. A. Jónssonar stóð á seðlun- um Síðan geymdi Kristinn kjörbréfin unclir kodda sínum þa? sem eftir var nætur. Með morgni lögðu þeir leið sína ekki á sjóinn, heldur til ísafjarðar á fund Ingólfs Jóns- sonar cand. jur. Hann tóku þeir sofandi kl. 7. Hann færð- Lt í föt og fór með þeim til Haraldar Guðmundssonar, þar skrifaði hani) kæru til bæjarfógeta O. Gíslasonar fyrir kærendurna. En það fór fyrir Ingólfi eins og skrattanum, sem fór að skapa mann, og kom ekki andanum í hann. Það vant- aði í kæruna það sem gaf henni gildi sem sönnunargagn gegn hreppstjóranum, að nafnbreytingin hefði verið gerð meðan kjörbréfin voru í vörslum hreppstjórans. Að loknu þessu starfi lögðu þeir leið sína til bæjar- fógeta með þetta kostulega plagg, kæruna, og rannsókn- ardómarinn O. Gíslason hafði ekkert við það að athuga hvaða „Pétur“ eða „Páll“ hefði gei*t nafnabreytinguna. Hann veður inn á heimili hreppstj. með þessa sakargift, og það þýðir ekkert fyrir hreppstj. að neita því að hann hafi gert nafnabreytinguna. Dómarinn úrskurðar hann í gæsluvarðhald, en eiðfestir kærendurna að kærunni. Framsókn og Bolsar náðu takmarki sínu, þeir sigruðu við þingkosningarnar, komust að völdum og Jónas Jónsson var settur í dómsmálaráðherra embættið. Ekkert sýnir betur spillingu þingflokkanna en þessi embættisskipun. Jónas Jónsson, sem ekki hefir hreinsað sig af því, sem fyrir fleiri árum var borið á hann í opin- beru blaði, að hann væri „ærulaus mannorðsþjófur og lygari“. Þessum manni fela flokkarnir dómsmáíaráðherra- embættið . . ! Ekki afsannaði embættisferill hans þessa þungu á- kæru. Hann hundelti mótstöðumenn sína með látlausum ofsóknum, rógburði og tilefnislausum sakamálum, og. reyndi að skaða þá á allan hátt, eftir bestu getu. , I 4 ár var hann að brölta við að fá sakfeldan hrepp- stjórann í Hnífsdal og fékk hann loks dómfeldan eftir „líkum“ sem hverfa eins og náttdögg fyrir sól, þegar Ijós sannleikans fær að skína á það mál hvort sem það verður langt eða skamt að bíða eftir því. í þetta eina mál sólundaði hann tugum þúsunda að almanna fé. Þessi sami maður þykist bera svo mikla umhyggju fyrir ekkjum og m jnaðarleysingjum, þegar hann er að afla sér fylgis al- mennings, en samtímis gerist hann methafi í því að eyða íjármunum hans í pólitískar þarfir sínar. Áður en hon- um var velt úr hreiðrinu, dómsmálaráðherraembættinu, sem hann svo oft hafði saurgað, labbaði hann til lögreglu- stjórans með margar sakamálsákærur á heiðvirða menn hér í bænum. Meðal þeirra var dómsmálaráðherra Magnús Guðmundsson og bíður mál hans nú dóms. Mig stórfurðar á því, að ríkisstjórnin skuli leyfa sér að ausa út fé almenn- inpí- í áframhaldandi tilefnislausar sakamálsákærur, og gera brjálæðisbrölti Jónasar svo hátt undir höfði. Eg*álít þpð eklci leyfilegt að fara í sakamál nema það liggl fyrir g *oir um sekt. Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra veit það, að sakarákæran er tilefnislaus. Og almenningur veitþað, að veganestið, allar sakamálakærurnar, sem Jónas tók með sér úr stjórnarráðinu, eru til þess eins ætlaðar, að k. sta saur og svívirðingum á nafngreinda menn og með þ t leyna til að vekja toi-tryggni gegn þeim meðal almenn- ings. Best hefði farið á því, að svara Jónasi með því að láta verk hans tala ogtaka upp Hnífsdalsmálið til nýrrar rann- sóknar, og reka heim til föðurhúsanna róginn með því að leiða sannleikann í ljós. Þetta eru sjálfstæðismenn skyld- ugir til að gera, og því fyr sem þeir gera það, því betra fyrir þá, því eftir það verða „kosningasvik íhaldsins“ bit- laust vopn í hendi Jónasar og honum gagnslaust á hans pólitísku mannaveiðum. Reykjavík, 1. nóv. 1932. Guðrún Björnsdóttir. Aths. Eins og grein þessi ber með sér,. var hún skrifuð áður en undirréttardómur féll í Magnúsarmálinu, en af sé: stökum ástæðum gat hún ekki birtst fyr en nú. Bæjarsj óðsávísanírnar í Hafnarfírdí' i. Það er löngu vitanlegt, að bæjarstjórnin í Hafnarfirði er hætt að nota peninga í viðskiftum milli sín og almennings. Það var skýrt frá þessu fyrirbrigði í „Stormi“ í fyrra vet- ur, og kvað borgarstjóri Hafnarfjarðar þetta vera með fram gert af þrifnaðarástæðum, af því peningaseðlar, sem búnir væru að ganga margra á milli, væru oft og tíðum' óhreinir og ógeðslegir, — og svo einnig af því, að peningaseðlar væru ekki altaf við hendina, þegar þyrfti að nota þá. Og þó að það sé bráðum ár síðan að frá þessu var skýrt í Stormi, þá er nú þessa dagana „Morgunblaðið" og „Alþýðublaðið" að skýra frá því eins og einhverju nýmæli, að einn gjaldþegn Hafnar- fjarðar hafi borgað gjöld sín — tólf þúsund krónur — í bæjarsjóðsávísunum. Fyrst og fremst er nú þetta ekkert einsdæmi með þenn- an níann, því að í Hafnarfirði borga allir öll sín bæjargjöld með ávísunum; en það er annað, sem er leiðinlegt hjá „Morg- unblaðinu", og það er, að blaðið skuli ekki geta skýrt rétt frá þessu. Upphæðin, sem maðurinn átti að greiða var kr. 12.846.92, en hann greiddi í ávísunum 12.826.75; mismun- inn kr. 20.17, borgaði hann í peningum, af því hann hafði gleymt tuttugu kr. ávísun í vasa á fötum, sem hann var í daginn áður. II. En hvað eru nú bæjarsjóðsávísanir? Því skal nú reynt að svara í sem fæstum orðum. Allir fastir starfsmenn bæjar- ins fá kaup sitt greitt með ávísun á bæjarkassann, en af því að hann er altaf tómur, þá fara þeir með þessar ávísanir þangað, sem þeir fá fyrir þær einhver verðmæti, t. d. til kaupmanna, þar sem þeir geta tekið út á þær ef þeir vilja, hvort heldur hrossakjöt, hangikjöt eða þá bara bændakjöt, eins og Valtýr sagði. Svo eru nú allir þeir, sem vinna eitt- hvað fyrir bæinn eða selja bænum eitthvað, og þeir eru nú æði margir, því borgin er í vexti og þarf mikils með. Allir þessir menn gefa bænum reikning fyrir því, sem þeir hafa unnið eða fyrir það, sem þeir hafa selt bænum. Aftan á alla þessa reikninga er ávísuð greiðsla úr bæjarkassanum, en af því að hann er altaf tómur, þá ganga þessir reikningar frá einni hendi til annarar, alveg eins og lauslætisdrós í er- lendum hafnarbæ. Þessir síðarnefndu reikningar, sem reynd- ar eru nú líka kallaðir bæjarsjóðsávísanir, hafa ekkert fast form að stærð eða öðru. Við munurn öll eftir meðalaglösunum frá skottulæknunum, með A., B. og C. á tappanum. Ef við hugsum okkur öll meðalaglös, alt frá homopataglösunum, alla pela og allar flöskur, þá verður það afar mikil tilbreyt- ing^að stærð, lögun og lit. Reikningarnir á bæjarsjóðinn eru eins, afar margbreytilegir að stærð, lit, lögun og frágangi. Hjón giftu sig á Öldugötunni. Brúðguminn hafði selt

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.