Stormur


Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 4

Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 4
4 STORMUR bænum nokkra hesta af mó, til uppkveikju á bæjarskrifstof- unum, Reikning-urinn var ávísaðuf á bæjarkassann, en hann var tveimur krónum hærri en pússunartollurinn. „Það pass- ar“, sagði brúðguminn' um leið og hann rótti presti réikning- inn, og presturinn þakkaði og brosti, eins og hárgreiðslukona. Hjón eignuðust tvíbura. Bóndinn var ekki heima. Börn- in urðu lasin, svo að konan lét skíra þau. Hún hafði enga peninga við hendina, en maðurinn hennar hafði selt bæn- um tvær tunnur af gotu, og reikningurinn var ávísaður á bæjarsjóð, —i en það er dýrt að skíra tvö börn, og það vant- aði 60 aura til þess að upphæðin á reikningnum og skírnar- tollurinn stæðust á. Presturinn þakkaði, en brosti ekki. Þessi dæmi og ótal fleiri sem hægt væri að tína til, sýna það, að þessar ávísanir eru aðal-gjaldmiðillinn í Hafnarfirði, og eru allir hlutaðeigendur ánægðir með það, enda er fyrir- komulagið afar handhægt að öllu leyti, og til fyrirmyndar, bæði hérlendis og erlendis. ra. Nú er ótalið stærsta ávinningsatriðið fyrir bæjarsjóð með þessum ávísanaviðskiftum, og mun það í byrjun hafa vakað fyrir þeim sem komu þeim á, að þær ávísanir, sem fara í sjó og sökkva, og þær ávísanir, sem fara í eld og brenna, þær þarf bæjarsjóðurinn aldrei að borga, og græðir því jafn-háa upphæð og á töpuðu ávísununum stóð; og þar sem árlegur ávísanafjöldi skiftir mörgum þúsundum, þá má geta nærri, hvort ekkert glatast eða fer í súginn, og skulu hér því til sönnunar nefnd tvö dæmi: Það er maður í Hafnarfirði; við getum kallað hann Sölva. Hann er einstaklega gefinn fyrir það, að eignast eitt- hvað, og í Hafnarfirði er nú í raun og veru ekkert hægt að eignast nema ávísanir. Ef Sölvi hefði átt heima í ávísana- lausum bæ, hefði hann safnað nokkrum kringlóttum á kistu- botninn, eins og kallað var í gamla daga. En Sölvi safnaði ávísunum frá því fyrsta að þær þyrjuðu, og hann skildi verðmæti þeirra og gagnsemi. En Sölví býr 1 kjallara í Vest- urbænum, og kjallarinn er rakur, eins og kjallarar eru oft. Og einn sólskinsbjartan sunnudag í sumar fer Sölvi ofan í koffortið sitt, og ætlar að athuga ávísanabunkann sinn. Hann sér þá, að þær eru allar orðnar fúkkaðar og hálf blautar. Hann tekur þær, greiðir þær í sundur og lætur þær í emaill- eraða byttu sem hann átti, og lætur svo byttuna út á kál- garðsvegg í blessaðri blíðunni. En þennan sunnudag hélt kvenfélagið útiskemtun vestur á Víðistöðum, og það hafði fengið hornaflokkinn frá Reykjavík til að skemta. Horna- flokkurinn byrjaði að spila á Strandgötunni og hélt svo út á skemtistaðinn, og spilaði sálminn: „Góðan daginn, Gvend- ur minn, geturðu ekki lánað mér hjallinn“, o. s. frv. En þegar Sölvi heyrði í lúðraflokknum, hélt hann að það væri brunalúðurinn, og af því að hann er í brunaliðinu, flýtti hann sér ofan á brunastöð og gleymdi ávísununum í bytt- unni; en á meðan gerði snarpa vestan-hrynu; ávísanirnar lyftu sér upp úr byttunni á kálgarðsveggnum og fóru út í veður og vind; sumar fundust, sumar fundust aldrei, og þarna græddi bærinn drjúgan skilding á einni vindkviðu úr vesturátt. í Hafnarfirði býr hálf-roskinn lausamaður; við getum kallað hann Ara. Þessi lausamaður er altaf að efnast, að því er honum sjálfum og öðrum finst, og hann vill altaf vera Ný saga ÓHEMJA er byrjttð í Víkarítína. Fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins og í Bókhlöðunni. I dag eru 10 dagar til Þorláksmessn. Leitið upplýsinga um líftryggingu í THULE fyrir þann tíma. Scotland Yard er nú sérprentað og fæst í bókaverslunum. Þeir lesendur blaðsins, sem hafa fylgst með sögunni hér í blaðinu, geta nú eignast hana í heild. að kaupa eitthvað, auðvitað til að hagnast á kaúpunum og söl- unni. Nú hugsar hann sér í sumar að fara til Siglufjarðar og kaupa þar kryddsíld og selja hana aftur ómatvöndu í- haldsfólki hér fyrir sunnan, og til þess að fargjaldið hans færi ekki út úr landinu, tók hann sér far með hinu aldraða skipi „Súðinni“. Ari hafði altaf meðferðis, hvert sem hann fór, hnakktösku, sem var ýmist nærri tóm, hálf eða alveg full, eftir því sem á stóð. I þetta skifti var taskan alveg full; það voru í henni tvennir sokkar, fingravetlingar, 2 kerti, eld- spýtnastokkur, mjólkurflaska, reitaskór, og ýmsir pappírar sem Ari átti, vafðir inn í þrjú Alþýðublöð, og í þessum pappírum voru æði-margar ávísanir á bæjarsjóð Hafnar- fjarðar, og ætlaði Ari að kaupa kryddsíldina fyrir ávísan- irnar. Nú ber svo við á leiðinni norður, þegar Súðin er á miðj- um Húnaflóa, að Ari situr aftur á skipinu, og er að lesa fyrsta heftið af „Leyndardómum Reykjavíkur“, sem hann hafði fengið lánað í bókasafni skipsins. Töskuna hafði hann við hlið sér. Finnur Ari þá alt í einu, að honum er orðið ónotalega kalt, og hugsar sér að fara undir þiljur og leggjg sig, tekur töskuna og stendur upp. Sér hann þá, að Súðin er innilukt í koldimmri og hrollkaldri hafísþoku, og þegar Ari er komin örfá fet áleiðis, gefur skipstjóri aðvörunar- merki með eimpípunni. Hvert sem Leyndárdómarnir hafa farið, í taugarnar á Ara eða ekki, um það er ómögulegt að fullyrða, en nokkuð er það, að Ara varð svo bilt við, þegar skipið blés, að hann datt um eitthvað á þilfarinu, misti töskuna undan hendinni og hún valt út fyrir borðstokkinn á hinu aldraða skipi. Ari stendur fljótt upp og heimtar af skipstjóra að skipið sé stöðvað og töskunni bjargað. Þegar skipstjóri heyrir ávísanirnar nefndar á nafn, er Súðin stöðv- uð, og leitin hafin. En af því að skipið hafði ekkert kast- ljós, fanst ekki taskan. Þarna græddi bæjarsjóður Hafnarf jarðar laglegan skild- ing á taugaveiklun eins alþýðumanns. IV. ' Blöðin hafa undanfarið eytt afar-miklu af sínu dýrmæta, rúmi til að rífast um það, hvort nýlega uppkveðinn dómur væri réttur eða rangur. Ef dómurinn er réttur, getur Hæsti- réttur ávalt breytt honum, svo að hann verði rangur, og ef hann er rangt dæmdur, getur Hæstiréttur breytt honum svo hann verði réttur, svo rifrildisástæðan er altaf fyrir hendi. Nger hefði nú verið að nota eitthvað af þessu blaðarúmi til að ræða viðlíka þjóðþrifamálefni og hér hefir verið gert að umtalsefni. Tobías. Isafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.