Stormur - 13.12.1932, Blaðsíða 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magrnússon
VIII. árg.
Þriðjudaginn, ,13. desember 1932.
42. tbl.
Sagan endurtekur síg.
Mörður Valgarðsson — Tryggvi Þórhallsson.
Þegar Tryggvi Þórhallsson var ritstjóri Tímans vitn-
aði hann tíðum í íslendingasögur og Sturlungu. Tók hann
venjulega verstu mennina og verstu verkin til samanburð-
ar við menn þá, sem þá fóru með stjórn á íslandi og verk
þeirra. — Verður nú þessari aðferð Tryggva fylgt hér og
lítill samanburður gerður á honum og Merði Valgarðs-
syni. Mun fyrst rakinn nokkuð þáttur Marðar í vígi Hösk-
uldar Hvítanesgoða og svo sókn hans í því máli, en síðan
mun vikið að stjórnarferli Tryggva Þórhallssonar og á-
byrgð þeirri, sem á honum hvílir um kreppu þá, sem nú
þjakar þjóðina og þó einkum bændurna, og svo loks minst
á skipun hans í bjargráðanefndina.
II.
Er þeir Njálssynir höfðu vegið Þráinn Sigfússon bauð
Njáll, faðir þeirra, Höskuldi syni Þráins fóstur og hugð-
ist að bæta með því fyrir verk sona sinna og tryggja það,
að hefnda yrði ekki leitað fyrir víg Þráins.
Höskuldur fór síðan að Bergþórshvoli og ólst upp
með sonum Njáls og var mjög ástúðugt með þeim, en er
Höskuldur var fulltíða, reisti hann bú í Vörsabæ og hélst
enn sem fyr hin mesta vinátta með honum og' sonum
Njáls.
Þeir feðgar, Valgarður og Mörður bjuggu á Hofi. Voru
báðir grályndir. Kom þeim nú saman um að reyna að
spilla svo vinfengi þeirra Njálssona og Höskuldar, að af
þeim rógi hlytist bani þeirra allra.
Tók nú Mörður að vinna að þessu og varð vel ágengt
við Njálssonu, því að þeir voru menn trúgjarnir, en Hösk-
uidur vildi engu illu trúa um þá.
Gat Mörður að lokum komið rógi sínum svo vel fyrir,
að þeir Njálssynir fóru að Höskuldi og drápu hann, og
var Mörður með í þeirri för.
Er þeir höfðu unnið á Höskuldi, sagði Mörður: ,,Ráð
kemr mér í hug“. „Hvert er þat“, segir Skarphéðinn.
„Þat er ek mun fara heim fyrst. Enn síðan mun ek fara
upp til Grjótár og segja þeim tíðendin og láta illa yfir
verkinu. Enn ek veit víst at Þorgerðr mun biðja mik at ek
lýsa víginu. Ok mun ek þat gera, því að þeim megu það
mest málspell verða . . .“. Tók Mörður síðan við málinu
af þeim er eftirmál áttu um víg Höskuldar Hvítanes-
goða, en því máli lauk svo, að sættir tókust ekki, en til
hefnda fvrir vígið brendi Flosi Þórðarson Njál og alla sonu
hans inni, eins og kunnugt er, og hafði þá rógsiðja Marðar
borið þann árangur, sem henni var ætlaður.
III.
Á meðan að Tryggvi Þórhallsson hafði á hendi rit-
stjórn Tímans, var það höfuðiðja hans og þeirra, sem í það
blað rituðu, að bera róg á millum bænda annarsvegar og
útgerðarmanna og kaupstaðarbúa hinsvegar. Tókst þessi
iðja svo vel, að Framsóknarflokkúrinn náði litlum þing-
meirihluta og gerði Tryggva Þórhallsson að forsætisráð-
herra, en hann tók Jónas Jónsson inn í ráðuneyti sitt. —
Síðan stjórnuðu þeir félagar landinu í 5 ár, og fóru með
fé þjóðarinnar eins og hinir verstu ránsmenn og spell-
virkjar fara. — Möttu þeir vald og vilja Alþingis að engu,
eyddu mörgum tugum miljóna króna af ríkisfé umfram
það, sem fjárlög heimiluðu, beittu hinu mesta ranglæti í
embættaveitingum, ofsóttu andstæðinga sína í stjórnmál-
um, stórveiktu lánstraust og virðingu þjóðarinnar út á við,
og reyndu það sem þeir gátu til þess að eyðileggja virð-
ingu og traust æðsta .dómstóls landsins. — Af öllu þessu
dæmalausa framferði þeirra leiddi svo það óhjákvæmilega,
að ríkisskuldirnar ukust um tugi miljóna króna, allur hinn
stórkostlegi tekjuafgangur fór í sukkið og sjálftökuna,
og svo þegar kreppan skall á fyrir alvöru, var ekkert fyrir
hendi í ríkissjóðnum til þess að milda hana.
Og svo kemur það grátbroslegasta fyrir, að maðurinn
Tryggvi Þórhallsson, þessi ráðlausasti, gálausasti og grunn-
færasti löðurkúfur, sem við stjórnmál hefir fengist á íslandi,
og mesta ábyrgðina ber allra manna á því öngþveiti, sem
nú er hér í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar, er skipað-
ur í nefnd til þess að bjarga þeim sömu mönnum við og þeim
sama atvinnuvegi, sem hann hefir bæði beinlínis og óbein-
línis steypt niður í foræðið og glötunina.
Framhald á 2. síðu.
Móafcotsmáííð.
Hvernig er farið með stærstu
glæpamálin.
I.
Margt hefir gerst einkennilegt í íslensku réttarfari nú
á hinum síðustu tímum og verstu, en fátt mun hafa gerst
kynlegra, en hin svonefndu Móakotsmál af Vatnsleysuströnd.
Mál þessi eru all-flókin, og svo ískyggileg og ljót, að þau
virðast ekki mega niður falla hálfköruð. Hér er ekki rúm til
þess að taka mál þessi svo ítarlega til íhugunar, sem vert
væri, en stiklað verður á aðalatriðum þeirra. Þau byrja á því,
að Jón bóndi Hansson, er bjó í Móakoti, kærði yfir því, að
tilgreindur maður, Árni Theodór Pétursson, hefði framið
saurlifnað með dóttur sinni, Hansínu Kristínu, 14 ára að
aldri. En í stað þess að sakborningurinn sé yfirheyrður, þá
er kærandinn, Jón Hansson, sjálfur tekinn, og settur í gæslu-
varðhald í mánuð, og sakaður um að hafa gert það, sem hann
sakaði Árna fyrir. Setudómari var skipaður í málið sam-
kvæmt ósk Jóns, Þórður Eyjólfsson, lögfræðingur. Hann
hélt próf yfir dóttur Jóns, sem bar þetta á föður sinn fyrst
lengi, en áð síðustu gekk hún alveg frá framburði sínum, og
lýsti föður sinn algerlega saklausan, en sagði, að Árni Theo-
dór hefði komið sér til að skrökva þessu, og að Árni Teodór
hefði sjálfur haft samfarir við sig á gistihúsi Hjálpræðis-
hersins í Reykjavík, og mun liggja fyrir vitnisburður, er
styðji þennan framburð hennar.
Eftir að barnið hafði gert þessa játningu, og beðið föð-
ur sinn, grátandi, fyrirgefningar, og játað, að hann hafi ávalt.
verið sér besti faðir, þá er Árni Teodór tekinn og yfirheyrð-
ur, en meðgekk aldrei neitt, en stúlka á Hjálpræðishernum
og maður, er þar var gestkomandi, vitnuðu það, að Árni
hefði gist á Hernum með barnið í 2 — tveggja — manna
herbergi, en annað rúmið hefði verið ósnert að morgni; en