Stormur


Stormur - 20.01.1934, Blaðsíða 1

Stormur - 20.01.1934, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri Magitút Magnússon X. árg. | Laugardaginn, 20. janúar 1934. || 3 tbl. Flett upp í gömlum Tímablöðu m. Fyrirlestur fluttur í VarÖarhúsinu fimtudaginn 18. janúar. Framhald. 1 5. aukablaði Tímans 5. júní 1931 skrifar Jónas Jóns- son grein, sem hann nefnir Sogsmálið. Iíún er löng og því ekki tiltök að taka nema örlítið úr henni. Meðal annars segir þar svo: „Ábyrgð ríkisins fyrir 7 miljónum handa Reykja- vík myndi minka sem því svarar lánstraust ríkis- ins. Ofan á það bættist svo ef áðurnefnd kauptún færu að heimta rafmagn lagt til sín. .... En for- dæmið væri gefið og alt að því loforð frá sosialist- um og íhaldsmönnum að leiða rafmagn til allra þessara staða. Og svo kæmu önnur kauptún og aðr- ar bygðir í kjölíarið. Alt væri heimtað af ríkinu. Ný lán, nýjar ábyrgðir, meðan nokkur vildi lána íslandi“. Og enn segir: „Þegar erlendir fjármálamenn sjá að íslenska ríkið gengur í ábyrgð fyrir hverju láninu á fætur öðru, og að sendiboðar eru út um alt að slá peninga til ein- stakra fyrirtækja upp á ábyrgð ríkisins, þá verður þetta til þess að skapa þá trú, að íslenska ríkið sé einskonar undur meðal ríkjanna. Það kunni enga mannasiði í fjármálaefnum“ Einsog allir sjá af þessum tilvitnuðu ummælum, er hér lögð öll áherslan á að koma í veg fyrir ríkisábyrgðina, en með því að koma í veg fyrir hana, sá Jónas Jónsson, að virkjunin mundi aldrei komast fram. — Og þessum ótta hjá Framsóknarþingmönnunum við ríkisábyrgð, sem er hættuminni en jafnvel nokkur önnur ábyrgð, sem ríkið hefir gengið í, gat Jónas haldið við lýði þangað til á þing- inu í fyrra, er hans eigin flokksmenn voru loksins farnir að finna rógburðarþefinn af honum. Hér hafa þá verið tekin ótal dæmi úr málgagni Fram- sóknarmanna til þess að sýna, hversu alhliða, takmarka- laus og ósvífin baráttan hefir verið hjá Jónasi Jónssyni og öllu liði hans gegn hagsmunum og menningu þessa bæj- arfélags. Á móti jafnrétti Reykvíkinga við aðra landsmenn hefir Jónas Jónsson og framsóknarmenn barist. Á móti nauðsynlegustu umbótum í menningai-málefn- um Reykjavíkur, svo sem heimavistum við Mentaskólann og byggingu samskóla, hefir Jónas Jónsson og kumpánar hans barist. Á móti hagsmunum útgerðarmannastéttarinnar, versl- unarstéttarinnar og verkamannastéttarinnar hefir Jónas Jónsson og málaliðsmenn hans barist. Á móti mestu hagsmunamáli Reykvíkinga — Sogs- virkjuninni — hefir Jónas Jónsson og leiguþý hans barist. Og á móti öðru mesta þrifnaðar- og menningarmáli Reykvíkinga, hitaleiðslunni, hefir Jónas Jónsson barist. Og alla helstu athafnamestu menn þessa bæjarfé- lags hefir Jónas Jónsson og sveitungar hans ofsótt og róg- borið. — Ekki einu sinni kvenfólkið í Reykjavík hefir fengið að vera í friði fyrir Jónasi Jónssyni, — um það kvað hann, eða eitthvert hirðskálda hans þessar vísur, sem standa í 23. tbl. 1931: ,,Að apa sérhvern útlending gefst engri þjóð til lengdar vel. Og illa dönskum silkisokk æ semja mun við íslenskt sauðarþel. Og þó þú skjálfir þangað til að þinn er tannlaus gómurinn, mun geta Hottentotta þá troðið í þig aftur læknirinn“. Má segja, að skáldskapurinn og smekkurinn fyrir feg- urð í klæðaburði fari hér prýðilega saman, enda eru sumir Þingeyingar kunnir að hvorutveggju, svo sem núverandi ritstjórar „Nýja Dagblaðsins“. Og nú þykjast þessir sömu fjandmenn og rógberar Reykjavííkur ekki aðeins ætla að gera alt, sem er til hags- muna og menningar fyrir þennan bæ, heldur þykjast þeir og hafa haft frumkvæðið að og komið í gegn öllu því besta, sem í þessum bæ hefir verið unnið á undanförnum árum. - Þeim fer hér eins og skáldinu forna, sem orti „Stolin- stefju“ — stal stefjunum í það — og var upp frá því kall- að ,,illskælda“. En annars á þetta erindi úr kvæðinu „Fróðárhirðin“ eftir Einar Benediktsson ágætlega við sjálfskrum þeirra, falsanir og óráðvendni: „Að halda í dögun sitt hvíldarkveld var hirðvenja þeirra og gleði. Að verma sitt hræ við annara eld og eigna sér bráð, sem af hinum var feld var grikkur að raumanna geði“. Það er þetta, sem þeir hafa ávalt gert, „að eigna sér bráð, sem af öðrum var feld“, þykjast hafa unnið það, sem aðrir hafa unnið. Og það er þetta, sem þeir hafa líka gert „að verma sitt hræ við annara eld“. — Þeir hafa rænt og ruplað eigum þjóðarinnar allrar og fyrir þær hafa þeir haft „í dögun

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.