Stormur


Stormur - 20.01.1934, Blaðsíða 4

Stormur - 20.01.1934, Blaðsíða 4
STOBMUR Þegar Björg hefur lokið sínu máli tekur ráðherrann til orða: „Já, þér eruð frá Eystri-Hjáleigu í Biskuptungum, það er fyrirtaks útbeitar-jörð ef ég man rétt“. .,Ójá, fremur hefir nú þótt þar snapasámt“, svarar Björg. „Já, það er munur fyrir þá sem eiga einhverjar skepnur að geta verið með þær í friði“, segir ráðherrann, „ég á nokkrar ær, og er eiginlega í vandræðum með þær, því stjórnarráðið er alveg landlaust en svo átti ríkið skógar- blett afgirtan upp á Hvalfjarðarströnd og lét ég ærnar þangað, en hvað haldið þér að hafi skeð, mér var lagt þetta út til lasts og það var skrifað um það í blöðin og meira að segja kom mynd af ánum í einu blaðinu og^ar nátturlega ekkert lík, og þegar ég sit hérna í ráðherrastólnum með alla ábyrgð hins íslenzka ríkis hvílandi á herðum mínum þá finst mér ég stundum heyra jarm úr Vatnaskógi í und- anviltu lambi eða þá sársaukakent vein í kind sem hefur orðið fyrir stygð, og flækt sig í gaddavírnum“. „Já, það eru mörg manna meinin og margvíslegar á- hyggjurnar sem mennirnir hafa, æðri sem lægri“, svarar Björg mín og bætir svo við, „er mér leyfilegt að fara aust- ur“. „Austur, já farið þér í friði kona góð“, svarar ráðherr- ann. Og Björg mín tók læknisvottorðið, kvaddi og fór út. Og nú fór hún inn í „Von“því hana langaði til'að fá eitt- hvað fyrir þetta lítilræði sem hún kom með að austan og kaupmaðurinn tók til geymslu. Niðurlag næst. Q SKELJAR er besta barnabókin Vandamáí eitt all einkennilegt hefur íbúunum í kauptúni einu hér sunnanlands borið að höndum, þar sem jafnaðarmanna- stjórn ríkir. Málavextir eru þessir: Við eina aðalgötuna býr einn af foringjum jafnaðar- manna, og er fjós hans einnig við götuna, í f jósinu er þarfa- naut, eins og nauðsynlegt er í hverju fjósi; — gatan má heita slétt, en alt annað umhverfið er óslétt, er það því eðlilegast og handhægast að halda kúnum undir tuddanum á miðri götunni, en nú vill svo til að allmörg skólabörn eiga leið um þessa götu og verður þeim æði starsýnt á þessa aðferð stórgripanna, og orsakaði þetta mikla óstundvísi í skólanum. Þegar kennararnir komust að, af hverju óstundvísi barn- anna stafaði skutu þeir á fundi, skrifuðu barnaverndar- nefnd og kærðu tuddann fyrir henni. Barnaverndarnefnd hélt fund, og kvað þetta ekki heyra undir sitt verksvið, því í lögum um barnavernd væru þarfa- naut ekki nefnd á nafn. Nú verður þetta vandamál, sent í Stjórnarráðið til úr- skurðar og fyrirgreiðslu. Skúli. Kosninga-öfgarnar. Fánýt þykir byrði á Blakk. — Blásið ryki að vinum. — Loforð mikil lögð á klakk, lygi °S svik á hinum. Kjósandi. Wickslrfims Mótorspil, Mótor-RafljðsaTjelar, Báta & Landmótorar, í morgum stærðum. Afbragðsvélar með góðu]|verði og þægilegum greiðsluskilmálum. Margar vélar eru nú þegar seldar til íslands. Allar upplýsingar gefa neðantaldir umboðsmenn. BRYNJA, Versl. Reyklarfk. Bræðraborg, verslun, Akranesi. Kaupfélag önfirðinga, Flateyri. Vöruhús Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum. Afgreiðsla Storms er flutt í Hafnarstræti 18 (Bóka- ísafoldarprentsmiðja h.f. búðina ).

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.