Stormur - 30.05.1934, Blaðsíða 1
SFORMUR
Ritstjðn Magnút Magnússon
X. árg. | Miðvikudaginn 30. maí 1934. || 18. tbl.
Fjármálin og næstu kosningar.
íhaldsstjórnin færði skuldir ríkissjóðs á árunum 1924 til 1927
niðu í 11 miljón úr 18 miljónum króna og vaxtabyrðina niður
í tæpar 700 þús. kr.
Framsóknarstjórnin eyddi á árunum 1928—31 fullum 76 milj-
ónum króna, jók ríkisskuldirnar um 16 miljónir króna og færði
vaxtabyrðina upp í nær V/2 miljón króna.
íhaldsstjórnin skildi eftir í sjóði 3,3 miljónir króna.
Framsóknarstjórnin skildi eftir í sjóði 1,2 milj.
íhaldsstjórnin lækkaði skatta og tolla.
Framsóknarstjórnin hækkaði þá.
íhaldsstjórnin jók traust og virðingu þjóðarinnar út á við.
Framsóknarstjórnin spilti traustinu og rírði virðinguna.
I.
' I síðasta tbl. var þar látið staðar numið, er íhalds-
stjórnin lét af völdum 1927. og framsóknar og jafnaðai’-
menn tóku við.
Var sá viðskilnaður þannig, eins og þar var sagt, að
skuldir ríkisins höfðu lækkað, úr 18 miljónum króna, nið-
ur í rúmar 11 miljónir. I sjóði voru um 3.3 milj. kr. Lausa-
skuldirnar hættulegu voru horfnar, lánsstraust landsins
var trygt og lán stóðu því opin, ekki aðeins hér í álfu, held-
ur og í Bandaríkjunum. Stórfeldur skriður var kominn á
verklegar framkvæmdir, hagur fyrirtækja, atvinnurek-
enda og alls almenniiigs var góður, enda höfðu skattar og
tollar á ýmsum nauðsynjavörum verið lækkaðir.
Og nú var það, sem framsóknárstjórnin tók við fjár-
málunum. — Hriflunga og Laufæsingatímabilið hefst í
sögu vorri.
II.
Og það var eins og' drottinn sjálfur, eða að minsta
kosti náttúran legði blessun sína á val þjóðarinriar. — Sjór-
inn við strendur landsins fyltist af fiski og þorskurinn rann
næstum því á land. Moldin var frjórri en nokkru sinni fyr
og gaf börnum sínum tvöfaldan gróða.
Og allar afurðir landsins hækkuðu í ,verði.
Framtíðin hló á móti framsókninni, hló á móti bisk-
upssyninum frá Laufási, sem nú fyrst gat sýnt, hvað í hon-
um bjó. — Og hún hló líka á móti gulleita sveininum frá
Hriflu, sem nú sá uppfyllingu sinna Napóleons eða öllu
heldur Lenins drauma nálgast.
Fyrsta árið 1928, gaf ríkissjóðnum óvenjulega mikl-
ar tekjur. Þær urðu um 1414 miljón kr. eða fullum 3 milj.
króna hærri en 1927, síðasta ár íhaldsstjórnarinnar, og
urðu næstum því 4 miljónum króna hærri, heldur en þing-
ið hafði áætlað þær. Það, að hær urðu svona háar, kom þó
ekki eingöngu til af góðærinu mikla, heldur veru.lega líka
af því, að stjórnin og þingflokkur hennar hækkuðu tollana
°g skattana og færðu þá í það sama, sem þeir voru, er
ihaldsstjórnin tók völdin 1924.
En nú kom það undarlega fyrir, að þótt mjólkurkýr
fl’amsóknarinnar flæddu svona í mjólkinni, þá 'sást undar-
*ega lítið af smjörskökum og osthleifum í ríkisbúrinu.
Hinir nýju heimamenn þjóðarbúsins voru innanhoraðir og
þurftu mat sinn en engar refjar. Mestur hluti mjólkurinn-
ar fór því í þá sjálfa, eða svo að líkingunni sé slept, þá.
urðu % af umframtekjunum miklu, eða um 3 miljónir kr..
að eyðslu-eyri og hreinn tekjuafgangur varð því aðeins
um 1 miljón króna.
Og svo rann upp árið 1929. Og enn þá hló frámtíðin
og öll náttúran við íóstbræðrunum frá Hriflu og Laufási.
Þetta ár urðu ríkistekjurnar hærri en þær höfðu
nokkru sinni áður verið, eða 16>4 milj. króna, og fóru
talsvert á 6. milj. kr. fram úr áætlun.
En það var sami innanhorinn í framsóknar og socilista-
hirðinni og árið 1928 og matlystin var enn þá meiri. Allar
þessar 5 milj. króna hurfu í hítina miklu og jafnvel meira,
því að nú varð raunverulegur tekjuhalli, þótt svo liti út á
pappírnum, að nokkur tekjuafgangur hefði orðið.
En nú fara líka fyrir alvöru að sjást hornahlaup á
gemlingunum við ríkissjóðsjötuna, og eldri smalarnir eru
orðnir feitir og bústnir og fallegir á lagðinn. — Það er auð-
séð á öllu, að þeir hafa lifað á kjarnfóðri.
Og svo rennur upp hátíðaárið mikla, 1930. — Árið,
scm tignir útlendir gestir áttu að sannfærast um þroska
okkar og menningu, árið, sem suma hafði dreymt, að við
værum orðnir ríkisskuldalausir eða því sem næst. Og enn þá
helst góðærið — enn þá hlæja hlíðar við Hallsteini. Og nú
urðu ríkissjóðstekjurnar enn þá hærri en árið áður, en þær
höfðu hæst komist og urðu nú um 16 milj. og 700 þús.
kr. Fjárlagaáætlunin fyrir þetta ár nam tæpum 12 milj.
svo að umframtekjurnar urðu tæpum 6 milj. króna hærri
en þingið hafði áætlað þær.
En nú komst líka risna og örlæti fóstbræðranna —
ráðsmannanna á þjóðarbúinu — fyrst í algleyming, því að
nú var ekki aðeins, að þessar 6 milj. væru etnar upp, held-
ur varð um 5 milj. króna tekjuhalla, því að gjöldin urðu
tæpar 22 miljónir króna. Og í stað þess að framsóknar-
stjórnin sýndi hinum tignu erlendu gestum, sem heimsóttu
oss þetta ár, ríkisskuldalaust land, sýndu þeir því þjóð,
sem hafði 24 miljóna króna ríkisskuldabagga á.bakinu, eða
með öðrum orðum ríkisskuldirnar höfðu á þessuum þremur
veldisárum fóstbræðranna aukist um meira en 100%, eða