Stormur - 30.05.1934, Page 2
2
STORMUR
færst úr 11 %, milj. króna upp í 24 miljónir.
En til þess að halla ekki á fóstbræðurna, eða gera
þeim rangt til, þá skal það fram tekið, að á þessu hátíðaári
sýndu þeir heiminum að þótt ísland væri skuldlaust, þá
ætti það þó menn, sem væru prúðir og þvegnir og greiddir.
Þeir sýndu honum Ásgeir Ásgeirsson, forseta sameinaðs
þings. — Manninn, sem varð ,,vítamín“ þjóðarinnar, næstu
-árin á eftir, en jafnframt banamaður fóstbræðranna
beggja.
Og svo kemur loks árið 1931. Þá loks fer þorskurinn
;að sjá, að það þýðir ekkert að vera að fórna sér, því að
•árangurinn verður ekki annar en sá, að nokkrir golþorskar
verða enn bústnari og þó jafnframt enn gráðugri en þeir
4ður voru.
Og molddn verður sér þess líka meðvitandi, að öll
hennar frjósemi, allar hennar ríkulegu gjafir, hafa að
•engu orðið.
Klósigar skuldanna, ráðleysisins og óráðvendninnar
•dragast saman á framsóknarhimninum, náttúran grettir sig
framan í hina ótrúu og stelvísu ráðsmenn og drottinn al-
máttugur lætur brýrnar síga og horfir hvast á mennina
frá Laufási og Hriflu.
Ríkistekjurnar á þessu ári falla niður í tæpar 15 milj.
króna, og eru þó með hæstu ríkistekjunum, því að enn þá
er þrumuveður hefndarinnar ekki skollið á. En gjöldin
verða um 17% miljón króna, og greiðsluhallinn því um
Ri,4 milj., enda er nú vaxtabyrðin af skuldum ríkissjóðs
•orðin um 1 milj. 460 þús. kr., en var aðeins tæpar 700 þús.
kr. er íhaldsstjórnin lét af völdum 1927.
Og í árslok 1931 hafa því ríkisskuldirnar hækkað um
16. milj. þessi fjögur framsóknarár.
III.
Svona varð hún þá fjármálastjórnin hjá fóstbræðr-
anum Hriflu-Jónasi og Ti-yggva Þórhallssyni. Þeir tóku við
þjóðarbúinu með 11% milj. kr. áhvílandi skuldum, en þeir
jgkiluðu því af sér með 27 miljóna kr. áhvílandi skuld.
Ríkistekjurnar, sem þjóðin fekk þeim til þess að fara
með, þessi 4 ár, námu fullum 62 miljónum króna, og fóru
um 16 milj. króna fram úr áætlun. En.allar þessar milj.
hurfu í fen ráðleysisins, óforsjálninnar og óráðvendninnar,
j)ví til flestra framkvæmdanna, sem gerðar voru á þessum
árum, var tekið fé að láni.
Ef miðað er við ríkistekjurnar einar, þessar 62 milj.,
■varð meðaleyðslan á ári hjá þessari stjórn fullar 15 milj.
króna, en ef'skuldaaukning og sjóðsrýrnun er reiknuð með,
sem auðvitað er rétt, þá verður meðaltalseyðsian fullar 19
milj. króna á ári.
Hafa fróðir menn reiknað það út, að alls hafi eyðslan
á þessum árum numið um 76 % miljón króna, en heimild
sú, sem fjárlögin veittu stjórninni nam aðeins röskum 46
milj. króna. Það munar því minstu, að þeir fóstbræður hafi
eytt 100 fZ meira en þingið gaf þeim heimild til.
Og svo eru þessir menn svo ósvífnir, og blygðunarlaus-
ir, að hrópa hátt um það, að þeir séu verðir þingræðis og
lýðræðis og bera Sjálfstæðisflokkinn þeim sökum, að hann
vilji afnám hvorutveggja. — Þessir menn, sem stjórnuðu
landinu, eins og ekkert þing væri til. Þessir menn, sem fóru
með fé það, sem þeim var trúað fyrir eins og þjófar og
ránsmenn. Þessir menn, sem i lengstu lög og með öllum
ráðum reyndu að sporna við því, að kosningarétturinn vrði
jafn og lýðræðið fengi að njóta sin.
En laun syndarinnar er dauði, segir einhvers staðar í
guðsorði og það rættist hér. Báðir þessir menn, sem höfðu
brugðist því ti’austi, er nokkur hluti kjósendanna hafði sýnt
þeim, og misnotað höfðu vald sitt á ótal vegu, hrökkluðust
úr ráðheri’asætum með fyrirlitingu allra góðra manna á
baki sér.
Og ekki nóg með það. — Þegar þessir samseku menn
gátu ekki lengur svaílað með fé annara manna, og ausið
því í bitlinga og mútur, þá risu jafnskjótt úfar í millum
þeirra og loks fullur fjandskapur. Og nú er svo komið, að
þeir berast á banaspjótum, kalla hvern annan lygara og
öðrum illum nöfnum, en flokkur þeirra allur er tvístraður.
En þrátt fyrir þessa ljótu fortíð eru þó báðir þessir
menn svo blygðunarlausir og furðu djarfir, að hyggja enn
á pólitískt landnám og pólitísk völd í þessu landi.
Þeir treysta á grunnhyggni og gleymsku kjósend-
anna. Og þeir treysta á það, að saga þeirra sje fjöldanum
ekki kunn.
Og það má vel vera, að þeim verði að trú sinni. Það
má vel vera, að þroski kjósendanna verði ekki meiri en
það, að þeir kjósi að fá þessum mönnum aftur stjórn þjóð-
arbúsins. Kjósi að þeir búi oss undir árið 1940., Kjósi að
þeir svifti bændurna eignarjetti að jörðum sínum og geri
þá að ánauðugum leiguliðum ríkisins, eða i raun og veru að
leiguliðum fámennrar harðstjórnarklíku.
Kjósi þá til þess að steypa að nýju verslunarskulda-
klafanum yfir höfuð bændanna, sem nú loks eftir hálfan
annan tug ára, geta um frjálst höfuð strokið. Kjósi þá aft-
ur til þess að ofsækja þær stéttirnar tvær, verslunar- og
útgerðarmenn, sem einar eru þess megnugar, ef skynsam-
lega er að farið, að gera ríkissjóðinn þess megnugan
að halda við og auka þau mannvirki sem þegar eru til og
þurfa að koma, svo framarlega, sem við eigum að teljast
meðal menningarþjóða.
En ef íslenskir kjósendur gera þetta 24. júní n.k. þá er
saga sjálfstæðis vors brátt á enda. — Þá verðum vér innan
skamms bresk nýlenda eða rússnesk hjáleiga.
*
Jerimíasarbrj ef.
Reykjavík, 22. maí 1934.
Gamli kunningi!
Okkur hérna í Reykjavík hefir þótt hann heldur sval-
ur að undanfömu og hvað mun hann pa HSfa veríð'•fijá. 'f\
þér á bersvæðinu.
En nú er dálítið farið að hlýna í lofti og túnblettirnir,
sem búið var að slá í fyrra um þetta leyti, eru að byrja
að grænka.
Nú fer að líða að því að pólitísku leiðtogarnir fari að
heimsækja ykkur og boða sitt evangelíum og sumir eru
þegar búnir að því. — Hermann, sem kendur er við kolluna,
hefir nýlokið yfirreið sinni um Strandir og ber sig víga-
mannlega. Lítið mun nú að marka geiplan hans, en sagt er
þó, að hjartað í Tryggva sé fárið að síga og breiða Jónas-
armenn það mjög út nú, að hann leggi mjög fast að Ásgeiiú
að ganga í ,,bændaflokkinn“ því að ella geti svo farið, að
enginn frambjóðandi flokksins nái kjördæmakosningu og
hljóti því þarafleiðandi engan þingmann. En Ásgeir er
,,diplómatiskur“ og mun tæplega láta uppi hvar hann er,
fyr en að afstöðnum kosningum, og séð er hverjum ábata-
samlegra er að fylgja. Getur það farið svo, að Ásgeir verði
sá voldugi maður, sem flokkarnir verði að biðla til við
næstu stjórnarm^ndun.
Stórstúkuþinginu er nýlokið. Var það heldur fáment
að þessu sinni en heimskan sat þar í öndvegi eins og fyrri
daginn. — Samþykti það að halda fast við bannlögin og
vill láta herða á þeim, og að engu vildi það hafa þjóðar-
atkvæðagreiðsluna. — Um sama leyti og það gerði sam-
þyktir þessar varð uppvist um stórkostlega bruggun hjá
einum bandamanni bannmanna, Helga Jónssyni á Selalæk
í Rangárvallasýslu, og nokkrum dögum áður fanst brugg-
unarjarðhúsið mikla á Teigi í Fljótshlíð.
En jafnfi-amt þessu þeytist svo Pétur Sigurðsson leik-
prestur um landið þvert og endilangt og prédikar það fyrir
landslýðnum að bruggið sé að hverfa og sveitirnar að
þorna.
Auðvitað sér ekki högg á vatni þótt ,,Blöndal“ helli
niður þúsundum af „landalítrum" og rjúfi hverja brugg-
unarverksmiðjuna á fætur annari. Bruggararnir byrja sí-