Stormur


Stormur - 30.05.1934, Side 3

Stormur - 30.05.1934, Side 3
STORMUR 3 Telt á nýjan leik og sífelt bætast nýir menn við. Jafnframt þessu dettur svo engum af þeim, sem uppvísir verða, að .greiða sektirnar, heldur sitja þær af sér hjá Sigurði á Litla- Hrauní, og eni feitir og bústnir, þegar þeir koma þaðan, •eins og menn, sem dvalið hafa í sumarleyfi í 1—2 mánuði .á góðum sveitabæ. Heldur er samkomulagið rysjugt í Búnaðarfélaginu, ekki síður en í Útvarpinu. Varð blóðhitinn svo mikill þar fyrir skömmu, að tveir starfsmennirnir, Sigurður Sigurðs- son 1/2 búnaðarmálastjóri og Páll Zophoníasson nautgripa- ræktarfræðingur gleymdu gersamlega í hvaða virðingar- stöðum þeir voru og ruku saman í ofsalegri bræði. Veitti Sigurði í fyrstu betur og gaf hann Páli kjaftshögg mörg •og vel úti látin, en tennurnar í Páli eru sterkar eins og í víghundi og gáfu hvergi eftir. Fór svo að lokum, að sögn .sjónarvotta, að Sigurður mæddist, enda er hann orðinn maður gamall, og hefir miklu frá sér miðlað um dagana. Neytti Páll þessa og hijóp undir hina aldurhnignu hetju og varpaði henni út. Vonandi er landbúnaðai'ins og bændanna vegna, að .starfsorka hvorugs hafi lamast að mun við þetta. Tímamenn bera sig nú mjög hraustlega og segjast vera vissir með 14 þingmenn. Reikningur þeirra lítur þann- ig út: I Rangárvallasýslu 1. Austur-Skaftafellssýslu 1. Múlasýslum báðum 3. Þingeyjarsýslum báðum 2. Eyjafjarð- :arsýslu 2, Skagafirði 1, Vestur-Húnavatnssýslu 1. Stranda- sýslu 1. Barðastrandarsýslu 1, og Mýrasýslu 1. Munu þetta vera samtals 14 þingmenn. Sumir halda nú, að það kunni að fara eitthvað svipað með þennan útreikning, eins og-fór með bæjarstjórnar- lcosningarnar hér síðustu. Þá þóttust þeir eiga vís 1600 atkvæði, en fengu 1000. Það allra nýjasta og lang besta er Blandað A og D vítamínum Ekki fáið þjer annað betra því altaf er ÁSGARÐUR fremstur. Nú varð mér litið út um gluggann hjá mér, um leið og * -eg ætlaði að fara að snúa mér að fagurfræðinni, og horfi beint framan í Hannes dýralækni. — Þú verður að fyrir- gefa þótt sýnin verki svo á mig, að hugsanirnar fái ekki viðeigandi búning, og því ætla eg nú að hætta. Kaupakonan, sem þú baðst mig að útvega þér, kemur :strax og bílfært verður yfir Holtavörðuheiði. — Hún er svo viðkvæm í taugunum, að hún treystir sér ekki til þess að fara ríðandi yfir heiðina, og segir líka, að snjór verki altaf svo illa á sig. — Eg vona að þér farnist vel við hana, og að þú gerir hana vel úr garði. Líði þér svo ætíð sem bezt. Þinn einl. Jeremías. Fallni engillinn. Síðan vináttuslitin urðu með þeim fóstfræðrunum 'Tryggva og Jónasi, hafa þeir sent hvor öðrum skeyti, mið- ur vingjarnleg. Sérstaklega hefir þó Tryggvi höggvið all- hart til Jónasai', en Jónas hefir fremur hlífst við, og látið svo, sem hann tregaði þenna fornvin sinn mjög, og þráði það einna heitast, að hinir gömlu kærleikar tækist með þeim aftur. — Má og vel vera að sú ósk Jónasar rætist, því að Tryggvi hefir lýst því yfir, að hann og flokkur hans verði verzlunarvara, sem selji sig hæstbjóðanda. I blaðinu „Dagur“, sem út kom 10. maí s.l. er grein, sem heitir „Ofan úr sveitum", og af því að ,,Dagur“ mun vera hér í fárra manna höndum.verður lesendum ,Storms‘ til gamans, tekið dálítið upp úr grein þessari. Greinarhöfundur kennir Tryggva um kosningaósigur- inn mikla síðast. Fer hann um þetta meðal annars þessum «rðum: „Hefði Tryggvi Þórhallsson borið gæfu til að bera jafnhreinan skjöld gagnvart flokksmálunum eins og Jónas Jónsson, og hefði Tr. Þ. átt sinn innri mann (auðk. í greininni) jafn hraustan og heilan eins og J. J., þá hefði blaðið „Framsókn“ aldrei verið stofnað, og þá hefði Framsóknarflokkurinn aldrei mist eins mörg þingsæti eins og raun varð á, við síðustu kosningar. Þetta vita allir og Tr. Þ. veit það bezt allra manna.“ Eins og menn sjá, er „Dagur“ að læða því sama hér inn hjá mönnum, og Jónas hvíslar hér að kunningjum sín- um, að Tryggvi Þórhallsson sé orðinn geðveikur, haíi bilast í þingrofinu í fyrra. Þá minnist greinarhöfundur á, að Tryggvi Þórhalls- son hafi í grein er hann skrifaði í Framsókn og hét „Van- virða“ vítt mjög árásir Jónasar Jónssonar á Þorsteip Briem. Kemst „Dagur“ meðal annars svo að orði um þette: í áður nefndri „vanvirðu“-grein Tryggva Þór- hallssonar, minnist hann á Ólaf heitinn Briem í sambandi við son hans Þ. Br. En samanburður um þá feðga er villandi. Ólafur Briem var trúr sinni skoðun, og sínum flokki alt til dauðadags. — Þess vegna er hans ætíð getið með virðingu og minning- hans í heiðri höfð, meðal allra góðra Framsóknar- manna. Tr. Þ. á ekki að vera það barn, ajð hugsa það, að sonurinn fái lifað á minningu ípflúrsins nema hann lifi og starfi í anda föðursins. Það gerir gæfumuninn. Annars væri það ekki úrhendis fyrir Ti'. Þ. að kynna sér nánar sambandið millum föður og sonar, og gera sér vel ljóst, hvað til þess útheimtist, að, sonurinn fái notið virðingar og trausts föðursins. — Hann gæti haft gott af því sjálfur.“ Litlu síðar kemst greinarhöfundur svo að orði: „Tr. Þ. var vinur okkar og naut trausts og fylgis- allra Framsóknarbænda. Hann var heiðraður og 1 % virtur í hvívetna af okkur bændum. Hanm var hirv-

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.