Stormur


Stormur - 10.03.1936, Page 4

Stormur - 10.03.1936, Page 4
4 STORMUR honum datt strax í hug Marcelle Gartean. Marcelle var kom- in af frönskum föður en sænskri móður. Hún misti ung for- eldra sína, en ólst upp hjá ættingja föður hennar, sem fór illa með hana. Marcelle strauk frá honum til Parísar og var þar næstum því dauð úr hungri, en þá tók ræningjaforingi frá Korsíku hana að sér og með honum ólst hún upp. Dick og hún höfðu hist í London, og einu sinni hafði hon- um tekist að bjarga henni úr höndum lögreglunnar, þegar hún var í þann veginn að taka hana fasta fyrir búðarþjófn- að. Upp úr þessu spratt vinátta á milli þeirra og í hvert sinn sem Dick þurfti á vandasamri aðstoð að halda, leitaði hann til Marcelle. Hún var mjög fögur stúlka, og átti það ekki hvað minstan þáttinn í því, að draga Dick að henni. r Arar Helvítís. Svo lýsir Jón Daðason í „Gandreið“ starfsemi ár- anna — sendisveina Satans: 1. Lucifer mest leiftur og glæður loftkringlunni undir, með skýjaeldi og skruggum skæður skelfir sjó og grundir. 2. Satans andar upp og niður elimentin spilla; í undirheim er svikasiður sálir manna að villa. 3. Fýtons er ei fylgdin sljó feigð og fári .blása, gegnum veður, vötn og sjó ' vargar þessir rása. 4. Drakó byggir dufti í draugar myrkrin fanga, árahópar eins og mý út um löndin spranga. Úr gömliím sálmtim. Píning fordæmdra. Kvelur þá eldur og kynstra fýla, kvelur en lifa þó í heli, ólykt slík er af eldsins kveikju og meinfullum brennisteini. Höggur ormur önd og nagar, aldrei slítur pinu vítis, kremja djöflar kropp með hrömmum kreista, þrýsta, hrista og nísta. í móti náttúru hver einn hlutur, hér skal þæfa um aldur og æfi, andstygðarleg allra hegðan ein mjög pínir og veldur meinum. Blindir sjá þeir blindan fjandann, blindaðir mest af skömm og syndum, árar í kvölum, eða þeim skolast illúðlegir til sambúðar..... G SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG I ÍSLANDS H.F. N G I N Líftryggingardeild. Götamótorinn fæst í Verzlun Jóns Þórðarsonar. Ósegjanleg ógn og bagi, óttinn stór hjá neðstu dróttum, í skömm og sneypu, skrækja og hrópa, skrokkinn hungrar en þyrstir tunga. Með veini og ópi vondar þjóðir venda síðan guði frá; í heitum logunum hryggir og móðir, hreppa bæði sorg og þrá. Þeir dragast um dimmar djöflaslóðir, þeim dauða er enginn endi á. Með önd og líkama aumir brenna í eldi, eitri og ormakrá, sem sindur fyrir afli í sundur renna, svartari eru en bik að sjá; myrkur og fýlu meinleg kenna meira ag verra en eg kann tjá. í helvíti er alls ills nægð, á öllu góðu mesta óhægð; Óbærilegur hiti hár, heljar nístandi grimdin sár. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.