Stormur


Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 3
STORMUR Logik Jónasar Jónssonar. Hún er á þessa leið (sbr. Nýja Dagbl. 2. ágúst): Mikill þorri sjálfstæðismanna eru danskfæddir og auðvit- að elska þeir Dani. — Þeir af sjálfstæðismönnum, sem ekki eru danskfæddir, elska líka Dani af því að þeir hafa sótt menningu sína til Danmerkur og hafa viðskifti sín við Dan- aörku. En af því að þessir menn elska Danmörku og alt sem danskt er, f jandskapast þeir við Danmörku og alt, sem danskt er. — Þar sem sjálfstæðismenn eru nú helmingur þjóðarinnar eða jafnvel meira, má líklega slá því föstu, ef þessi rökfærsla Jónasar er rétt, að það sé þjóðareinkenni Islendinga að f jand skapast mest við þá, sem þeir elska heitast. — Einn af þeim mönnum, sem Jónas hefir fjandskapast einna mest við, er Þorsteinn Briem — en elskar þá líklega engan heitar. Við þurfum engu að kvíða. Nú undanfarið hefir allmjög borið á kvíða hjá ýmsum mönnum fyrir því, hvernig fara mundi um sjálfstæði vort, bæði fjárhagslegt og stjórnarfarslegt. — En nú geta þessir kvíðafullu menn losað sig við óttann úr hugskotinu og horft vonglaðir fram í ókomna tímann, því að í Nýja Dagblaðinu 2. ágúst segir Jónas Jónsson: „Þegar til.átaka kemur um sjálfstæðismál þjóðarinn- ar, þá mun sá flokkur (þ. e. framsóknarflokkurinn), sem í tuttugu ár hefir mótað öll helstu viðfangsefni ís- lendinga, líka hafa forustuna um hin þýðingarmiklu ut- anríkismál. Og á þessu stigi málsins er óhætt að segja það eitt, að framsóknarflokkurinn mun taka þau mál alt öðrum tökum "heldur en Ríkarður Thors og Ásgeir Ásgeirsson gerðu á sinni tíð . . . ." Við þurfum engu að kvíða — Ægir verður seldur 1943. ------------_— Hallgerður Tungu-Oddsdðttir. r Snæbjörn, son Eyvindar austmanns, bróðir Helga magra, nam land milli Mjóvaf jarðar ok Langadalsár, ok bjó í Vatns- firði; hans son var Hólmsteinn, faðir Snæbjarnar galta; móðir Snæbjarnar var Kjalvör, ok váru þeir Tungu-Oddr systrasynir. Snæbjörn var fóstraður í Þingnesi með Þóroddi, enn stundum var hann með Tungu-Oddi eðr móður sinni. Hallbjörn, son Odds frá Kiðjabergi Hallkelssonar, bróður Ketilgjarnar ens gamla, fékk Hallgerðar dóttur Tungu-Odds; t>au vóru með Oddi enn fyrsta vetr; þar var Snæbjörn galti. Óástúðigt var með þeim hjónum. Hallbjörn bjó ferð sína um várit at fardögum; enn er hann var at búnaði fór Oddr frá húsi til laugar í Reykjaholti; þar vóru sauðahús hans; vildi hann eigi verða við er Hallbjörn færi, því at hann grun- að"i, hvort Hallgerðr mundi fara vilja með honum. Oddr ^afði jafnan bætt um með þeim. Þá er Hallbjörn hafði lagt á hesta þeirra, gekk hann til dyngju, ok sat Hallgerðr á palli °k kembdi sér; hárit fell um alla hana ok niðr á gólfit; hon hefir kvenna best verit hærð á Islandi með Hallgerði snúin- brók. Hallbjörn bað hana upp standa ok fara; hon sat ok Wði; þa tók hann til hennar ok lyptist hon ekki; þrisvar fór svá; Hallbjörn nam staðar fyrir henni ok kvað: Ölkarma lætr erma eik, firrumk þat leika, Lofn fyr lesnis stafni línbundin mik sínum. Bíða man ek of brúði (böl görir mik fölvan;_ snertumk harmr í hjarta hrók) aldrigi bótir. 1911?. J Hannes biskup Finnsson. Haffið þér eignast þessa nýúfkomon bófc. (Hin línklædda kona lætur mig leika frammi fyrir sér; eg forðast það; eg mun aldrei bíða hennar bætur; harmur- inn snertir hjartarætur mínar). Eftir þat snaraði hann hárit um hönd sér ok vildi kippa henni af pallinum, enn hon sat ok veikst ekki. Eftir þat brá hann sverði ok hjó af henni höfuðit, gekk þá út ok reið í brott. Þeir váru þrír saman, ok höfðu tvau klyfjahross. Fátt var manna heima, ok var þegar sent at segja Oddi. Snæbjörn var á Kjalvararstöðum, ok sendi Oddr honum mann; bað hann sjá fyrir reiðinni, enn hvergi kvezt hann fara mundu. Snæbjörn reið eftir þeim með tólfta mann, ok er þeir Snæbjörn sá eftirreiðina, báðu förunautar hans und- an ríða, enn hann vildi þat eigi. Þeir Snæbjörn kvámu eftir þeim við hæðir þær, er nú heita Hallbjarnarvörður; þeir Hallbjörn fóru á hæðina ok vörðust þaðan; ?ar féllu þrír menn af Snæbirni ok báðir förunautar Hallbjarnar; Snæ- björn hjó þá fót af Hallbirni í ristarliði; þá hnekti hann á ena syðri hæðina ok vá þar tvá menn af Snæbirni, ok þar fell Hallbjörn; því eru þrjár vörður á þeiri hæðinni enn fimm á hinni; síðan fór Snæbjörn aftr". ------------ Snæbjörn fór síðan að leita Gunnbjarnar skerja með Hrólfi hinum rauðsenska. I fylgd með Hrólfi var maður sá, er Styrbjörn hét. Hann kvað þetta eftir draum sinn: Bana sé ek okkarn beggja, tveggja, alt ömurlegt útnorðr í hafi, frost ok kulda, feikn hverskonar; veit ek af slíku Snæbjörn veginn.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.