Stormur


Stormur - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 01.12.1936, Blaðsíða 2
a STORMUR „Hann félck aðallega bitlinga fyrir það“. „Og hverjir borguðu þessa bitlinga?“ „Islenska r,kið og ýmsar stofnanir“. „Skrifaði hann fyrir ykkur og stéttarbrœður ykkar í þetta blað ?“ „Hann þóttist gera það, en alt sem hann skrifaði, voru blekkingar og ósannindi“. „Trúðuð þið honum?“ „Já, fyrst, en svo komumst við að raun um, að hann skrif- aði þetta alt eigin hagsmuna vegna og löngunar til þess að komast á þing“. „Er þetta satt, sem mennirnir segja?“ Dómarinn snýr sér .að Sigfúsi og brýnir röddina. „Það er víst satt, en eg gerði það nauðugur“. „Ilver neyddi yður til þess að skrifa lygi?“ „Héðinn og fleiri“. „Og hvernig gat hann neytt yður til þess“. „Annars liefði eg orðið að verða prestur með litlum laun- um“. „En sögðust þé rekki áðan hafa slept prestsstarfinu vegna þess, að þér hefðuð haldið, að þér gœtu unnið meira að út- breiðslu guðsríkis með öðru starfi?“ „Jú“. „Ilélduð þér þá, vesæli maður, að það væri að vinna að útbreiðslu guðsríkis, að láta kaupa sig til þess að skrifa gegn samvisku sinni og auk þess blekkingar og lýgi. Nei, vísvitandi snerust þér frá drotni, í von um auð og metorð og vísvitandi ætluðuð þér að reyna að blekkja mig og dylja mig- sannleikans eins og þér dulduð liann fyrir verkamönnunum. Og úr flösk- unni supuð þér, þótt þér vissuð ekki annað en það væri brenni- vín, af því að þér hélduð að enginn sæi það, og fætur yðar voru óstyrkir vegna lyginnar sem lá yður á tungu í jarðvistarlífi yð- ar og enn smitaði út úr yður eftir að þér voruð komnir inn í dómsal Ilimnaríkis. Pund yðar mun að vísu eldci liafa verið mikið, en þér iiafið ávaxtað það illa. Það er ekki mitt hlutverk að dæma yður, það gerir sá, sein þér ætluðuð að helga líf yðar, en til bráðabirgða hefir mér verið falið að ráðstafa yður, þar til hinn endanlegi dómur hefir verið upp yfir yður kveðinn. — Hér fyrir framan mig liggur það blað, sem þér hafið selt yður fyrir bitlinga. Nú skuluð þér hafa yður það til dægrastyttingar að undirstrika alt í því, sem þér hafið þar vlsvitandi ósatt skrifað og á móti yðar samvisku, og skrifa það svo eins og samviska yðar og sannfær- ing' býður yður. En minnist þess, að ekkert dylst fyrir hinum hæsta og' því þýða yður engin undanbrögð, en hvert undanskot verður yður til áfellis reiknað. Farið svo með hann, verkamenn og látið liann í næsta klefá við mann, sem kallaður er Hriflu-Jónas og segið bændun- um, sem gæta lians, að færa hann inn til mín, því að í þessari afbrotadeild verður ein yfirlieyrslan að fara yfir þeim manni. Að lokum skrifið þér svo Sigfús, undir þessa yfirlýsingu, sem eg nú les yður: „Eg, Sigfús Sigurhjartarson, cand, theol., fyrver- andi útvarpsráðsformaður, stórtemplar, meðritstjóri Al- þýðublaðsins etc., játa hér með, að eg hefi oft og marg- sinnis sagt vísvitandi ósatt í eigin hagsmunaskyni og miklu oftar breytt gegn samvisku minni og sannfæringu en samkvæmt henni. Mig iðrar þessa beisklega og bið alla sem eg hefi blekt og álogið, að fyrirgefa mér. Og um- fram alt bið eg þann, sem eg ætlaði að vinna fyrir, að líta í náð sinni til mín og fyrirgefa mér, vesælum jarð- armaðki mínar mörgu og miklu yfirsjónir“. Sigfús stendur upp, en riðar og er næstum því skollinn um, en annar sjómaðurinn grípur undir herðar hans, þrífur pytlu úr vasa sínum og dreypir á varir lians. — Roði færist í náfölt andlitið. Hann staulast inn fyrir dómgrindurnar, að borði dómarans og skrifar undir. Dómarinn réttir honum Alþýðublaðsbunkann. Sigfús lítur bænaraugum áliann, en dómarinn bandar við honum liendinni. Hannn dragnast fram fyrir grindurnar með blaðið undir hend- inni. — Sjómennirnir taka sinn undir livorn handleg-g og leiða hann iit. (Útvarpsráði er lieimilað að láta leika það í útvarpinu gegn 200 kr. gjaldi, sem renni til kommúnistiskra verkamanna a Spáni, en með því skilyrði þó, að saltfiskur sé keyptur fyrir upphæðina af togaraútgerð Ilafnarfjarðarkaupstaðar. Ef svo skyldi fara að fiskurinn kæmist ekki til Spánar vegna liafn- banns Francos, skal helmingnum skift meðal fátækra kjósenda Finns Jónssonar á ísafirði en hinum úthlutað meðal nauð- staddra tempiara, sem varið hafa tíma sínum öðrum til bjargar en sér sjálfum. Ef leikritið verður svo vinsælt, að útvarpsráð lætur endur- taka það, skal útvarpið greiða 100 kr., sem renni til fátækra í Neskauj)stað og sé Jónasi Guðmundssyni alþingismanni falin úthlutunin endurgjaldslaust, en leyfilegt skal honum að draga tíma þann, sem til úthlutunarinnar fer, frá vinnutíma sínum í Kreppulánasjóði. Ef útvarpsráð lætur prenta leikritið, skal það greiða 50 kr. og skal frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, ungfrú Laufeyju Yaldi- marsdóttur, Arna Agústssyni ritara Dagsbrúnar, Ilelga Sveins- syni fyrverandi bankastjóra og síra Sigurði Einasrsyni tilvon- andi prófessor í guðfræði við Háskólann ,falið að úthluta þeim til kvenmanna, sem liafa lagt það í vána sinn að fara fram í relend skip á höfninni, en vilja nú afrækja það og gefa sig að landvinnu. — Minna en 5 krónum skal ekki úthlutað og ganga Alþýðuflokksmeyjar fyrir, en þá Framsóknar). FULLVÚLDIÐ I dag minnumst vér fullveldis vors. En hvernig er þessu fullveldi voru varið? Erum vér frjáls og sjálfstæð þjóð? I orði munum vér telja oss það, en erum vér það á borði? Stjórnarfarslega munum vér fullvalda eftir sambandslög- unum frá 1918. — En hvernig er um fjárhagslega sjálfstæðið út á við, og hvernig er frelsi þjóðarinnar háttað inn á við — einstaklinganna ? Vér erum um 130 þúsundir. Um 100 miljónir króna eru skuldirnar, sem á oss hvíla við útlönd, aðallega tvær þjóðir: Dani og Englendinga . Eftir því koma um 800 krónur á livern einstakling þjóðar- innar; 4—5000 kr. á liverja 5 manna fjölskyldu. Mundi Bretinn hafa gert sig ánægðan með að liafa fjármála- Iívernig hefði farið með fjárliagslega sjálfstæðið, ef síldin hefði brugðist í sumar ? Mundi Bretinn hafa gert sig náægðan með að hafa fjármála- ráðherrann þrítuga úr Múlasýslu að veði eða liefði liann kraf- ist að fá hann sem gísl? Sennilega hefði liann gert hvorugt, þótt tryggingin einskis- virði. En hvað hefði liann þá getað gert, ef brugðist hefðu af- boi'ganir og vextir af lánunum ensku? Hvað gefur vasabók Eysteins í skyn um það? Ilún gefur það í skyn, að flögrað hafi að ráðherranum og jafnvel verið á það minst við enska lánardrotna, að veita Bret- Gleymið ekki að endurn v,i a. Happdrættið.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.