Stormur - 21.12.1940, Síða 2
2
STORMUR
Nýjar bækur.
hvað þá heldur að þeir geti melt öll þau ósköp og eru
því litlu nær eftir en áður. í höfuðborginni og stærri
bæjum eru settar upp geysistórar skrifstofur, þar sem
aliskonar lýður vinnur sveittur á skyrtunni nótt og nýt-
an dag, og á einum til tveimur vikum fyrir kosningar er
eytt meira fé í allan þennan ærslagang en þurft hefði
til þess að gefa út gott blað á milli kosninga, jafnvel þótt
sent væri inn á hvert einasta sveitaheimili landsins. —
Og svo kemur sú mikla stund, er árangurinn af öllu þessu
leifturstríði spyrst, og hver er hann svo? Hefir alt sæðið,
sem gusaðist fram úr ræðumönnunum fallið í frjóa jörð og
borið ávöxt? Hafa allar þúsundirnar og tugir þúsundanna
sem fóru í skrifstofubáknin, flugritin, blaðasmálestirnar
og bílana svarað vöxtum? — Hvað hefir þingmannatala
Sjálfstæðisflokksins aukist síðustu 15—16 árin, og hvað
eru þau mörg sveitakjördæmin — kjördæmin, sem átti að
vinna með leiftursókninni — sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefir nú? — Það er gott að kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins rifji upp svörin við þessum spurningum nokkurum
mánuðum áður en birnirnir rvðjast fram úr híðinu.
H.
Þegar Björil Jónsson, stjórnaði fsafold, hafði hann
ekki aðferðir Chamberiains eða háttu híðbjarnarins. Hann
svaf aldrei eða dreymdi á verðinum, og hann jórtraði
aldrei eins og sauðkindin í værðarmóki offyllinnar og hita-
stækju sjálfsánægjunnar. Hann kunni manna best sókn
leifturstríðsins, og sverð hans var biturt og hvast og hið
harðasta stál. En hann var svo mikill sálfræðingur, svo
milfill hei’foringi, og kunni svo góða grein á skapferli og
einkennum íslenskra bænda og sveitafólks, að hann vissi,
að það var ekki tekið með snörpu áhlaupi. Hann vissi, að
það var hin látlausa, rökfasta og skynsamlega sókn á milli
kosninganna, sem sigurinn gaf miklu fremur en áhlaupið,
og því þreyttist hann alclrei á því tvennu: að ræða mál
flokksins og mikilsverð landsmál og hnekkja árásum og
andófi andstæðinganna. — Hann vissi, að íslensk alþýða,
a. m. k. til sveita, er engin veifiskati. fslenski bóndinn kýs
fremur rök en mælskuhjóm, og ef flokkapólitíkin hefir
blindað hann, vill hann íhuga málin frá fleiri en einni hlið
og gera svo upp við sig, hverja stefnu hann tekur. •—
Þetta er líka hið heilbrigða sjónarsvið, og aðalhlutverk
pólitísku blaðanna á að vera að vinna kjósendurna til
fylgis við flokk sinn eða einstök mál, sem þau berjast fyrir,
með skynsamlegum og rökföstum málflutningi.
Það er; þenna málflutning, og hina sífeldu sókn, sem
flest ssjálfstæðisblöðin skortir tilfinnanlegast nú og hefir
lengi skort. — Og þá brestur líka bfað, sem nær til þjóð-
arinnar allrar, gott og fjölbreytt blað, vandað að efni og
máli, vigfimt í sókn og vörn.
Það er vöntunin á þessu blaði, sem meira en nokkuð
annað hefir valdið því, að flokkurinn hefir ekki komist í
meirihluta við undanfarnar kosningar. Hann hefir betra
mannvali á að skipa en nokkur annar flokkur, hann er
liðflestur og hann er fjárhgaslega sterkastur, og hann er
heilbrigðastur og sanngjarnastur í skoðunum sínum. —
Það er því meira en meðalskömm þeim, sem með völdin
fara í flokknum, að þeir skuli ekki sjá honum fyrir því
hernaðartækinu*, sem leitt getur hann til sigurs.
Gunnar Sigurðsson:
ÍSLENSK FYNDNI VIII.
Gunnar Sigurðsson stundar nú fasteignasölu og skop-
sagnasöfnun jöfnum höndum og virðist láta hvorutveggja
jafn vel. Það eru nú komnir út 8 árg. af íslenskri fyndni
eða alls 1200 kýmnisögur og vísur og héldu þó sumir, er
Gunnar hóf þessa söfnun sína, að íslensk fyndni væri naum-
ast til, og fáum mun hafa komið annað til hugar en að
þessi brunnur yrði þurausinn á 2—3 árum.
Þetta hefti mun ekki standa að baki hinum fyrri, og
eins og áður, er málið á sögunum gott og ytri frágangur'
vandaður. — Tvær sögur gripnar af handahófi, eru tekn-
ar hér sem krydd í jólamatinn handa þeim lesendum
Storms, sem hafa ekki fengið bókina.
112.
Kunnur skólamaður, þjóðlegur í anda og íslenskur
mjög í siðum öllum og þjóðháttum, skrifaði Guðmundi
Magnússyni bréf og tjáði honum raunir sínar.
Hann segist altaf hafa heyrt það og trúað því, að sá
maður væri ekki heill heilsu, sem með öllu væri lúslaus.,
Nú segir hann, að svo sé komið fyrir sér, að hann hafi ekki**»
fundið á sér lús í heilt ár eða meira, og telji hann því full-
víst, að heilsa sín sé eitthvað að bila, þótt hann hinsvegar
hafi ekki orðið þess var sjálfur, að hann væri neitt veikur.
Skólamaðurinn segist engum treysta betur með ráð-
leggingar í þessu efni, en Guðmundi og biður hann vin-
samlega að svara bréfi sínu.
Svo endaði bréfið á þessa leið:
,,En þér megið nú, prófessor Guðmundur, ómögulega
halda, að ég sé það sem kallað er lúsugur, þótt ég, ein^
og ég hefi tjáð yður, kunni því hinsvegar illa, að finna
ekki á mér títlu og títlu, svona við og við“.
127.
Maður hét Runólfur og var Sigurðsson. Hann var uppi
um miðja 19. öld og bjó á Skaganesi í Mýrdal.
Runólfur var skírleiksmaður og hagmæltur vel. Hann
var læs og skrifandi, en það voru ekki allir í þá daga.
Runólfur var kvennamaður og átti vingott við ná-
grannakonu sína, og var hún gift.
Bóndi hennar var hvoi’ki læs né skrifandi.
Einu sinni þurfti Runólfur að koma boðum til kon-
unnar og bað bónda hennar fyrir miða til hennar með eft-
•irfarandi vísu:
Til þess er ei takandi,
þótt tölti ég um, þá sefur drótt.
Vera skaltu vakandi,
því vísast er, ég komi í nótt.
Asmundur Guðmundsson og
Magnús Jónsson:
JÓRSALAFÖR.
Þeir guðfræðiprófessorarr^il’ Ásmundur Guðmunds-
son og Magnús Jónsson eru sennilega einu íslendingarnir,
sem hafa orðið svo frægir að koma til landsins helga og
gerskoða þar alla þá staði, sem tengdir eru við þau atriði
kristinnar trúar, sem mikilvægust eru í augum trúaðra
manna.
Þeir félagar fóru þessa för 1939 og sluppu klakk-
laust úr henni og var þó ekki háskalaust, að dvelja þarna
á stöðvum Krists um þessar mundir, því að alt logaði í ó-