Stormur - 21.12.1940, Page 4

Stormur - 21.12.1940, Page 4
4 STORMUR Pípuverksmiðjan h. f. Símar: 2551 og 2751 . ReyUjavík Frarnleiðir: \ Allskonar Steinsteypuvörur, Einangrunarplötur úr vikur, Byggingastein úr vikur, Einangrunar- plötur úr frauðsteypu, Steypuasfalt á flöt þök’ og veggsvalir, Arina (kamínur) bæði fyrir raf- magn og eldsneyti. Elit, gólf- og vcgghúðun. Jólav örurnar úr Edinborg \ Nýkomið Háar fallegar Bom«ur og §k^hlífar. Einnig finir kvensokkar. SKÓVERSLUN. friði milli Araba og Gyðinga, sem bei’jast nú um eignar- ré'ttinn á Landinu helga. Þegar heim kom, bauðst Pétur heitinn Halldórsson borgarstjóri til þess að gefa út bók um ferð þeirra, og er hún nú komin, og er ekkert smásmíði, eða 328 bls. í mjög stóru broti með 86 myndum og uppdráttum. — Eru sumar myndirnar ljósmyndir, en aðrar teiknaðar af Magnúsi Jóns- syni, sem er snillingur til þeirra hluta eins og margs ann- ars, því að maðurinn er allra manna fjölhæfastur. Bókin skiftist í 19 kafla og hefir Ásmundur ritað 9 þeirra en Magnús 10. Eru báðir vel ritfærir, en þó nokk- uð sitt með hvorum hætti, Magnús léttur og bregður stundum fyrir sig gamni, en Ásmundur alvörumikill og heitur í trú sinni. — Að sjálfsögðu munu þeir sem vel eru að sér í biblíunni hafa mest not og mesta unun af bókinni, en mörgum óbiblíufróðum leikmönnum mun hún líka verða kærkomin lestur. Ytri frágangur bókarinnar er glæsilegur og vandaður, samboðin manninum sem að útgáfu hennar stóð — því að Pjetur Halldórsson var hvorútveggja í senn: glæsilegt prúðmenni og allra manna vandaðastur. Jóhannes úr Kötlum: EILÍFÐAR SMÁBLÓM. — Ljóð. Jóhannes úr Kötlum er gott skáld og hefir margt vel kveðið. — Engin stór kvæði eru í þessari bók, eins og nafnið líka ber með sér, en mörg ljóðin eru þýð, lýrisk og rómantísk. — Eitt þeirra: Mosasæng fer hjer á eftir: Hádegisfjallið heima, horfið er fyrir löngu. Legst ég í mjúkan mosann, maður þreyttur af göngu. Undan myrkrinu mjakast mosans deyjandi slikja. Öræfi á alla vegu um mig þegjandi lykja. Sál mín, útlagans andi, einskis væntir né. biður, tár mitt, hart eins og haglið, hrýtur í mosann niður. Heimskringla gefur bókina út. Frágangur er vand- aður. MARCO POLO. Ferðasaga hans endjirsögð af: Aage Krorup Nielsen. Um þessa bók hefir þegar verið svo mikið ritað, að ó- þarfi er að fjölyrða um hana. — Aage Krarup Nielsen skrifar mjög fróðlegan formála fyrir henni og segir þar mjög skemtilega frá hinum mikla herkonungi Mongóla, Djingis Khan, sem líklega hefir verið mesti herforingi, sem| uppi hefir verið nokkru sinni, og hefði sennilega lagt undir sig alla Asíu og Evrópu, ef honum hefði enst aldur til. Hann dó 1227, 65 ára að aldri. — Einn af niðjum Djingis var * Kublai Khan, er tók sér aðsetur í Peking og varð keisari Kínverja. Hann hefir tvímælalaust verið einhver merkasti og mikilhæfasti þjóðkonungur, sem lifað hefir, en honum var líkt farið og Haraldi konungi Sigurðarsyni í því, að hann var hinn ágjarnasti til allra farsælligra hluta. Kublai Khan ríkti yfir Kínaveldi í þann mund sem Hákon gamli Noregskonungur var að etja íslenskum höfðingjum Stui’l- ungaaldarinnar hverjum gegn öðrum. Haraldur Sigurðsson hefir íslenskað hana og er þýð- , ingin ágætleg aúr garði gerð. — Útgáfan er skrautleg.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.