Stormur - 16.05.1942, Side 2

Stormur - 16.05.1942, Side 2
2 S T 0 R M U R Jþróun hans var hægfara. 1 Búastyrjöldinni og Zulu-uppreisn- inni studdi hann Englendinga. Árið 1914 fór hann til Lundúna og bauð fram lið sitt til jóess að koma á fót indverskri sjúkradeild. 1 Suður-Afríku urðu til og þróuðust þær tvær megin- stefnur, sem hann helgaði alla krafta sína, eftir að hann kom heim til Indlands: Ofbeldislausa mótspyraan (non-violence) :gegn Englendingum og þjóðerniskendin. Hann las rit Ruskins, Tolstous og Thoreaus og fór að dæmi þeirra. Hann hafði miklar tekjur af málaflutningnum, 5000 sterlingspund á ári, •en hætti honum þó og fór að stunda landbúnað, sem lítið gaf í aðra hönd. Ilann réðist ekki beinlínis á Englendinga, en hóf ákafa baráttu fyrir réttindum Indverja, Indian Opinion, •og ritaði fyrstu bók sína: Hind Svaraj (Sjálfstæði Indlands), og þar kom það glögt fram, að hann hafði ekki gleymt ætt- jörð sinni, þótt han dveldi nú fjarri henni. Hann barðist djai-flega á þessum árum fyrir ýmsum réttarbótum nýlend- lunni til handa og þrisvar var honum varpað í fangelsi. Hann komst nú að þeirri niðurstöðu, að þekkingu sinni í hindúiskum ritum væri allmjög ábótavant, en tíminn var naumur til þess að kynna sér þessi fræðr. Hann greip þá til þess ráðs að afrita öll Gíta-ljóðin, hengdi þau upp á vegg og lærði þau svo utanbókar á meðan hann var að hreinsa tönn- lurnar í fimtán mínútur á hvei'jum morgni. Ilánn var mjög vandur að vii'ðingu sinni sem málaflutn- ingsmaður og vildi hafa það eitt, sem satt var. „Staðreynd- ilrnar ei’u sannleikur, og ef við ástundum hann munu lögin .af sjálfu sér leggja okkur liðsemd“. Hann brýndi það líka fyrir ihönrium, að þáð bæi’i sjaldan við, að sá sem mál ynni fengi öll útgjöld sín gi'eidd að fullu og því væi’i best að sætt- .ast á hvei*t mál. „Aðalstarf málaflutningsmannsins“, sagði hann, ,á að vera að sætta aðiljana. Mestur tími minn, þau tuttugu ár, sem ég stundaði málfæi’slustörf, fór í það að koma ;á sáttum í einkamálum“. Eitt af því, sem ollii honum einna mestrar áhyggju á þess- ’um ái’um var spurningin um það, hvoi*t menn ættu að líf- tryggja sig eða ekki. „Þú hefir“, sagði hann við sjálfan sig, .„selt nær því alla skartgriþi konu þinnar. Ef eitthvað skyldi verða að þér mundi allur framfærsluþunginn af henni og 'börnunum lenda á vesalings bróður þínum“. Svo líftrygði hann sig fyrir 10.000 rúbíur 1740 sterlingspund), en seinna 'ónýtti hann líftrygginguna. Ilvaða rétt hafði liann til þess að ætla, að hann dæi á undan konu sinni eða börnum? Guð einn ■en ekki bróðir hans var vemdari hans. „Ef ég líftryggi mig, :svifti ég konu mína og böm sjálfstraustinu. Hvaða ástæða er til að halda, að þau muni ekki geta séð fyrir sér sjálf. Hvernig •er með hinn geysilega fjölda af fátækum fjölskyldum í allri veröldinni? Hefi ég nokkum rétt til þess að telja mig ekki til þeirra?“ Hann kýs fremur að fjölskylda hans þjáist en að geta ekki borið höfuðið hátt fyrir drotni almáttugum. Og þetta kemur þráfaldlega fram hjá bonum síðar. Gandhi er hinn mikli sín- .girnismaður, sem er fús til að taka á sig hina mestu ábyrgð vegna þess, að hann telur lífsskoðun sína vera í fullu sam- ræmi við stjórn og vilja guðs á heiminum. Hann hefir unnið marga sigra og beðið oft ósigur. Hann lærði snemma að ná tökum á mönnum og fjöldanum. Hann var algerlega ósveigjanlegur í öllu, sem miklu máli skifti, en allra manna samningaliprastur þegar um smámuni eða auka- .atriði er að ræða. -- Á þessum árum var hann sífelt að breyta til um mataræði. Hann hætti að drekka te og neyta salts og bragðaði aldrei mat eftir að sól var gengin undir. Þá byrjaði hann einnig á því að mæla ekkert á mánudögum. Reynsla hans af þessum mataræðistilraunum varð sú, að geitamjólk væri besta fæðan til þess að efla sjálfsstjómina, en það kostaði hann mikla áreynsla að venja sig við hana, af því að hún var ekki hrein jurtafæða. Þessi var hann maðurinn, sem hvarf heim til Indlands 1914, fjörutíu og fimm ára gamall. — Og þá hófst hið mikla lífsstarf hans. Ilér verða aðeins raktir stærstu drættirnir í viðskiftum Gandhis og Englendinga á árunum 1914—1939. Ef ætti að segja þá sögu ýtarlega yrði það stór bók. En þessir fáu drættir, ættu að geta orðið lesandanum að nokkuru gagni. Fyrsta árið eftir að Gandhi kom heim til Indlands ferðao- ist hann mikið og gaf sig mjög að ýmsum félagsmálum. Kyntist hann með þessu fljótt högum þjóðar sinar. Árið 1915 stofnaði liann Satyagraha (klaustur) sitt skamt frá Almeda- bad. Orðið Satyagraha krefst nákvæmari skýringar. Gandhi myndaði það sjálfur. Bókstaflega þýðir það „réttmæt á- reynsla", en hin venjulega merking þess er: „Kraftur sann- leikans“ eða „andlegt afl“ og svo er það einnig haft yfir hina „óvirku mótstöðu" eða „borgaralegu óhlýðni", sem Gandlii hvatti Indverja til að sýna Englendingum. I þetta klaustur sitt safnaði hann fátæklingum, meðal ann- ars „hrökunum“ — Paríunum — og vígði það fátæktinni og bróðurkærleikanum. En Gandhi sinti líka ýmsum raunhæfum viðfangsefnum, og beitti sér fyrir því að bæta hin aumu kjör bændanna í ýmsum héruðum landsins. Þrem árum eftir heimkomu sína, eða 1917, var hann alment nefndur Mahathma (mikil sál) og það var enginn einstakur maður, sem hafði val- ið honum þetta nafn, heldur hafði þjóðin öll gefið honum það ’ósjálfrátt í hrifningu sinni. 1 styrjaldarlokin var Indverjum orðið þungt í skap til Breta. Þeir höfðu stutt þá drengilega, sent þeim 1.215.000 hermenn, og af þeim háfði 100.000 fallið og særst. Þeir væntu því, að Bretar myndu launa þeim þessa liðveislu með því að auka sjálfstæði þeirrá. Þetta gerðu Bretar líka með Montagu- réttarbótinni, sem veitti Indverjum fult forræði í minni hátt- ar málum. En Indverjum var ekki fullnægt með þessu, og „heima- stjórnin“ — home rule — stefnan fékk æ meira fylgi. Til þess að kæfa niður hina sívaxandi óánægju uku Englending- ar mjög vald lögreglunnar með hinum svonefndu Rowlatt lög- um. Indverjar tóku þeim mjög illa, uppreisnarhugurinn magn- aðist og Gandhi varð foringi þjóðemis og sjálfstæðishreyf- ingarinnar. Jafnvel Múhameðstrúarmennirnir * fylktu sér undir merki hans. Ilann lýsti yfir allsherjarverkfalli, í mótmælaskyni. Árið 1919 kom svo hinn sorglegi atburður fyrir í Amritsar, þegar stjórnin gaf skipun um að skjóta á óvopnaða Indverja — menn, konur og börn — sem áttu sér engan kost undankomu. Mörg hundruð manna féllu og særð- ust. — En nú var Indverjum nóg boðið og hin óvirka and- staða gegn Englendingum óx um allan helming, og öll þjóðin var þátttakandi í henni. — Þessi baráttuaðferð átti einnig mjög vel við skap hennar og trúarbrögð, því að Ilindúami* hafa allmikla hneigð til sjálfpyndinga. Englendingar komust í hinn mesta vanda. Ilvernig áttu þeir að haga sér gagnvart þjóð, sem hóf ekki hönd sér tíl varn-

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.