Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 3
STORMUR T 3 ar þótt harðræðum væri beitt við hana. Hvað áttu þeir að :gera, þegar þúsundir Indverja slógu hring um fangelsin og ■heimtuðu að þeim væri stungið inn. -Fyrirmælin, sem Gandhi gaf þessum fylgjendum sínum, •eru alltorskilin Norðurálfumönnum. Hann krafðist þess af iþeim, að þeir mættu ekki bera reiði í brjósti, ekki sverja, ^aldrei verja sig þó á þá værí ráðist, aldrei móðga andstæðing sinn, og ávalt vera reiðubúnir til að hjálpa breskum embætt- asmanni, sem Indverjar hefðu ráðist á í heiftarofsa. Gandhi sleit öllum samningum og viðskiftum við Englend- iinga. Han ritaði varakonunginum það, sem hér fer á eftir: „Það er ekki sársaukalaust, sem ég endursendi yður gullminnispeninginn sem fyrirrennari yðar sæmdi mig fyrir mannúðarstarfsemi mína í Suður-Afríku, Zulu styrjaldar-minnispeninginn fyrir liðsforingjaþjónustu mína í indversku sjálfboðaliðshjúkrunardeildinni 1906 og Búastyrjaldar-minnispeninginn fyrir þjónustu mína sem varaforingi í indverska sjálfboðaliðs-hjúkrunar- flokknum í Búastyrjöldinni 1899—1900. Ég get hvorki borið virðingu eða lotningu fyrir stjórn, sem hefir framið hvert glappaskotið á eftir öðru til þess •að verja siðferðisskort sinn .... Stjórnin verður að læra það, að iðrast. Ég hefi því dirfst að mæla með því að allri .samvinnu yrði hætt, svo að þeir sem það vildu, gætu hætt öllu sam- starfi við stjórnina, og neytt hana, ef ofbeldishugurinri nær ekki tökum á þeim, til þess að bæta fyrir afbrot sín“. En Gandhi skjátlaðist. Stjórnin breytti ekki um stefnu fremur herti en slakaði á taumunum. Kongress-flokkurinn ■ samþykti að berjast fyrir sjálfstjórn — Swaray — „með öll- =um löglegum og friðsamlegum aðferðum“ og samdi sér skyn- ■samlega stefnuskrá, en Gandhi tók við forustunni. Ilinir þjóðemissinnuðu Indverjar komu sér saman um að hætta að kaupa enskar vörur, þeir tóku böm sín úr ríkis- skólunum, neituðu að mæta fyrir rétti, sögðu af sér opinber- um störfum og embættum, greiddu ekki skatta, endursendu 'Orður og heiðursmerki, og það sem skifti einna mestu: gengu •eingöngu í heimaofnum baðmullarfötum — Khadder. Þetta síðasta sýndi betur en nokkuð annað, hversu Gandhi *er slingur stjómmálamaður. Um alt Indland vakti endurreisn ‘heimilisiðnaðarins hina mestu hrifningu og sjálfstæðiskend. ■ Jafnframt dró þetta stórkostlega úr innflutningsverslun Eng- lendinga, en hagur sveitaþorpanna indversku batnaði að stór- um mun. Enn varð svo þetta til þess að auðkenna flokkinn og gefa honum sinn einkennisbúning. i En svo kom upphlaupið hjá Chauri-Chaura 1921. Hópur af - •óðum Indverjum réðst á enska lögi-eglu, misþyrmdi henni og :gekk af henni dauðri. Gandhi varð þrumu lostinn. Hann hafði verið að undirbúa nýjan þátt í óhlýðnisbaráttunni, en nú dró hann að sér hendina og hætti algerlega þessari bar- áttuaðferð sinni. Það er erfitt að skera úr því, hvorir urðu meira forviða 'yfir þessari stefnubreytingu hans, Bretar eða Indverjar. En 'Gandhi sagði blátt áfram, að þessi atburður hefði sýnt, að Indverjar væru ekki enn nægilega þroskaðir til þess að beita þessari aðferð, og því mætti ekki fá þeim þetta vopn í hendur. Hann sagðist blygðast sín sárlega fyrir hina „himalaya háu oinfeldni“ sína, og þar sem hann sjálfur bæri ábyrgðina á því, sem skeð hafði, yrði hann að bæta fyrir yfirsjón sína. Og svo dæmdi hann sjálfan sig til langrar og strangrar föstu. „,ú;*:. ■ Árið 1922 handtóku Englendingar hann. Gandhi sagði hin- um opinbera ákæranda, að brot hans væri miklu meira, en það, sem ákæran hljóðaði um og mæltist til þess við dómar- ann, að hann yrði dæmdur í hina þyngstu refsingu. Dómarinn sýndi það, að hann var vanda sínum vaxinn. Yfirheyrslan var öll hin prúðmannlegasta, og að henni lokinni var Ganhdi dæmdur í sex ára fangelsi. Hann þakkaði kurteislegá fyrir fangelsisdóminn. Honum líkaði ágætlega í fangelsinu. Þar hlaut hann ró og hvíld. Hann segist hafa verið „hamingjusamur eins og fugl“. En 1924 fékk hann botnlangabólgu og var þá látinn laus. Næsta ár, 1925, kom til óeirða á milli Ilindúa og Muham- eðstrúarmanna í Kohat. Gandhi lagði þá á sig þriggja vikna föstu í von um, að það mundi leiða til sátta á milli deiluaðilj- anna. Hann segir svo um þetta: „Ég engdist í örvæntingu. Fregnirnar frá Kohat blésu eldi í glæðumar. I tvær nætur unni ég mér ekki hvíldar. Ég þekti læknisráðið .... Fastan er mál, sem varðar mig og guð. Yfirbót mín er bæn blæðandi hjarta um fyrirgefningu, fyrirgefning á syndum, sem drýgð- ar eru af vanhyggju. Hún er aðvörun til Ilindúa og Múham- eðstrúarmanna, sem halda því fram, að þeir elski mig“. Eftir þrjár vikur nærðist hann á örlitlum glóaldjnsafa, en var þá svo máttfarfnn að hann gat ekki talað. Næstu fimmf árin voru ár þrotlausrar baráttu og nýrra ósigra. Englendingar sendu Simons-nefndina til Indlands til þess að undirbúa ný stjómskipunarlög. Þjóðemisflokkurinn óx stöðugt og 1930 lýsti hann því yfif, að hann krefðist fulls sjálfstæðis — puma Swaray .. Indlands, en um líkt leyti lét varakonungur Indlands, Irwin lávarður (nú Ilalifax lávarðuj-, sendiherra Breta í Bandaríkjunum), það uppi, að ætlun ensku stjómarinnar væri sú, að Indland yrði Dominion Status. Indverjar urðu sárgramir og Gandhi skrifaði Invin lávarði, að hann teldi yfírráð Englands „bölvun“. Ilann lagðj fram kröfur sínar fyrir ensku stjómina, en þegar hún hafnaði þeim, hóf hann að nýju óhlýðnisbaráttuna hálfu öfíugar en fyrr. Þessi nýja sókn Gandhis hófst með „saltgöngu“ hans til Dandi. Stjómin liafði, og hefir, einkasölu á salti, en salt- skatturinn kemur mjög hart niður á þeim fátæku og því vissi Gandhi, að fjöldinn mundi skilja baráttu hans gegn honum. Gandhi fór hægt yfir og í fylgd með horium var hópur sjálfboðaliða. Þegar hann hóf 'göngu sína sagði hann: „Á hnjánum bað ég stjóraina um brauð, en steinar voru að mér réttir“. Hvar sem hann fór æstist lýðurinn gegn Englend- ingum. Eftir langa og erfiða göngu kom hann og föruneyli hans til Dandi og unnu þar salt úr sjó, sem var algert brot a einkaleyfisrétti stjómarinnar. 1 fjögur ár varaði þessi óhlíðnisbarátta, sem var i raun- inni almenn uppreisn, en svo f jaraði hún út 1934. Þúsundum var varpað í fangelsi, og Englendingar létu hart mæta hörðu og lögðu þungar fjársektir á þjóðina. En smám saman dró til sátta. Englendingar veittu Indverjum aukið sjálfstæði og Ggndhi lofaði því 1937, að styðja að því, að hinni nýju stjóm- arskipun yrði hlýtt og framfylgt. Englendingar slökuðu all- mikið til og Indverjar hófu samvínnu við þá, en nauðugir þó, og við þetta hefir svo setið fram til þessarar stundar. Ferill Gandhis á árunum 1931—1939 er all-einkennilegur fyrir annara sjónum og hefir þó æ stefnt að sama marki. 1931 samdi hann vopnahlé við Irwin lávarð, eftir að hafa

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.