Stormur - 16.06.1942, Síða 1

Stormur - 16.06.1942, Síða 1
STOR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík í júní 1S42. 14. tölublað.. Sundurlausir þankar. I. Fyrir nokkrum árum, er ójöfnuður fnamsóknarmanna var kvað mestur í þessu landi og Jónas beitti alla and- stæðinga sína sem nokkuð kvað að, svipuðum ofsóknum og blóðhundar sumra þjóða gera nú, bar það við, að Sig- valda kvæðamanni frá Skarði var leyft að kveða í útvarpið og kvað hann meðal annars þessar vísur: 1. Vandi er þeim, sem völdin á vel á tignarstóli drotna; mikilsverð er maktin há, ef manndygð lætur eigi þrotna. 2. Margir kóngar mjög að dáð málum öllum vilja snúa; en ef þeir hafa illgjörn ráð, undir þeim er neyð að búa. 3. Sá með eigin augum sér ekki nema slotshræsnara, undirsáta örlög hér ekki kann frá meinum vara. 4. Slíkur múgur vísir vér að vant að stjórnarháttum gæti; fólkið kúgast, íantamer flyKkjast upp í valda sæti. 5. Til að seðja fýsna feikn, flesta kosti þá er völ um: brjósta-krossa. titla og teikn, tekst að fá með ríkisdölum. 6. Einn ef hyggur öðrum tjón, eitruðum hreyfir laga skjölum og kaupir margan þarfa þjón; . það fæst alt með ríkisdölum. 7. Alt skal vinna aftan til og í læstum ráðasölum; svo er vænt, að vinnist spil, ef vasinn miðlar ríkisdölum. 8. Eitt mér vanta þykir þó, um þetta efni fyrst við tölum: Hún fæst ei með ríkisdölum. hamingja sönn og hjartans ró, 9. Völdin eins og vorsins blóm visna, þegar haustið kemur; þá skal undir æðri dóm öllum málum skjóta fremur. 10. Heill á vorum högum er, heims forsmáum týrannana, gæfan oss því vanda ver valdi undir Föðurs Dana. Er Sigvaldi hafði lokið kvæðalestri sínum og gekk út, skildi hann ekki hverju það sætti, að nokkrir fram- sóknarmenn, og þar á meðal háttsettur maður við útvarpið, sem þykist mjög af bókmenta kunnáttu sfnni og smekk, þustu að honum og létu ófriðlega. — En skýringin kom fljótt. Bókmentafræðingur framsóknarinnar vatt sér að honum og ávítaði hann harðlega fyrir það, að hann hefði misnotað það traust, sem honum hefði verio sýnt með því að rjúfa hlutleysi útvarpsins og kveða níðvísur um frara- sóknarstjórnina. Sigvaldi bað manninn að vera rólegan, því að vísur þessar væru mansöngurinn í 5. Númarímunni og þar sem rímurnar væru kveðnar í Grænlandi á fyrrihluta 19. aldar, gæti naumast verið átt við ríkisstjórn þá, er nú sæti, með vísum þessum. Bókmenntafræðingurinn varð skömmustulegur á svip- inn, og kemur það þó sjaldan fyrir, að Framsóknarmenn blygðist sín, enda var maðurinn ekki „fuldblods", því að skömmu seinna hröklaðjst hann úr Framsóknarflokkn- um og gerðist Bændaflokksmaður og nú veit enginn um hans pólitíska kynferði. II. Einhvern tíma á 'þessum árum var það líka, sem Fram- sóknarmaður rauk upp á íhaldsmann fjrrir það, að sá í- haldssami raulaði þessa vísu úr Númarímum fyrir munni sér á pólitískum fundi, sem Hriflu-Jónas var staddur á: I Eins og svangur úlfur slegmn, einn er sauða haga smaug um, seint og langan labbar veginn, lygnir dauða-bólgnum augum. Framsóknarskepnan sagði, að visan væri um Jónas.

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.