Stormur - 16.06.1942, Side 3

Stormur - 16.06.1942, Side 3
.3 T 0 R M U R 3 Tilkynning til útgerðarmanna og skipaeigenda: Þeír útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip sildveiðar til söltunar í sumar, eru beðnir að tilkynna 'síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð og gefa upplýsingar um hverskon- ar veiðarfæri (reknet, herpinót) eigi að notjast tjl veið- anna. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót óskast það tekið fram sjerstaklega. Steingrímur biskup Jónsson. i. Steingrímur biskup Jónsson andaðist 14. júní Í845. Hann var fríður sýnum, höfðinglegur að yfirbragði, karlmannlegur á vöxt, í hærra meðallagi, herðabreiður og heldur gildur eftir hæð, toginleitur nokkuð, og sómdi sér vel, dökkjarpur á hár, áður en hann hærðist. Nefið var nokkuð hátt og eins og bogíð til hliðar. Hann var bláeygður og fríður til augna og hafði hinn frjálslegasta og góðmannlegasta svip, en þó heldur al- vai’legan. I fasi og framgöngu var hann hinn kurteisasti, ljúfur, stiltur og jafnlyndur en þó smákýminn og þéttur fyrir þegar því var að skifta. Ilann var vel lærður vísindamaður, iðjusamur við bókleg störf og séi’lega minnugur. Einkum var hann fjölfróður í sögu íslands og ættfræðingur hinn mesti að Esphólín látnum. Auk andlegrar atgerfi er þess getið, að hann var glíniumaður og reiðmaður góður og lagtækur við smíðar. ' II. Tilkynning þessi sendist Síldarútvegsnefnd, Siglu- firði fyrir 20. júní 1942. Það athugist að skip sem ekki sækja um veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofa.n er tiltekinn (20. júní 1942) eða ekki fullnægja þeim reglum, sem settar kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, mega búast við að þeim verði ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 23. maí 1942. Síldarútvegsnefnd. Smekklegasi úrval aí karlmannaskóm fáið þér sem fyr hjá Lárus G. Lúðvígsson zzz Skóverslun zzz Kol og koks Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi. Verð og gæði hvergi betra. Kolasalan s.f. REYKJAVtK Símar: 4514 & 1845. Xil kanpanda Vegna manneklu hefir ekki verið hægt að innheimta fyrir Storm undanfarna mánuði. Ejga sumir kaupendur ógreitt blaðið frá nóvember en aðrir frá febrúar, eða 3—5 mánuði. Verður nú hafist handa um innheimtu og Jjiður Stormur kaupendur sína að láta sjer ekki bregða þótt þeir sjái stórar upphæðir á næstunni, heldur minnast þess, að þeir hafa notið vaxtanna af peningunum og losnað við átroðning innheimtumannsins. Sumarið 1871 var Jónas Hallgrímsson skáld og náttúru- fræðingur að ferðast um landið, var Gunnar Hallgrímsson, bóndi austur í Fljótsdal, fylgdarmaður hans, og sagði hann svo frá, að áliðnu sumri, er þeir vora staddir á Mývatnsöræf- um, lágu þeir í tjaldi sínu, eins og þéirra var siður á ferðum þessum. Þá var það einn morgun, að Jónas vaknaði venju fyr. Vakti hann þá Gunnar og bað hann sækja hesta sína hið bráðasta. ,,Dreymdi mig svo í nótt“ sagði Jónas, „að ég veit það víst, að Bjarni amtmaður er dáinn“. Gunnar sótti hest- ana svo sem hann bað, og söðlaði þá og gekk að því búnu inn í tjaldið. Þá var Jónas að öllu ferðbúinn. Gunnar kvað það hafa verið venju Jónasar, þá er hann hefði ort nýtt kvæði, að kveða sér það og beðið sig að hlusta á með þessum orðum: „Viltu heyra mér dálítið ?“ Svo var og í þetta. sinn. Hafði þá Jónas ort sín snildarlegu erfiljóð eftir Bjarna: „Skjótt hefir sól brugðið sumri“, mcðan Gunnar sótti bestana og söðlaði þá. Síðan tóku þeir sig upp og riðu sem leið lá til Eyjafjaroar, og svo var Jónas berdreyminn að þessu sinni, að Bjarni amtmaður hafi andast hina sömu nótt og Jónas dreymdi drauminn. Sleinfauið með dðnskn posfulínsgerlliiini nýkomiQ EDINBORG

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.