Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 1
STORMU^ XVIII. árg. Ritstjóri: Magnús Magnússon Reykjavík, 9. okt. 1942. 24. tölublað. Sundurlausir þankar I. Þótt Þjóðviljinn sé allajafna einna ólæsilegastur af öllum íslenskum blöðum,, kemur þó einstöku sinnum fyrir að hnittilega sé komist þar að orði, einkum ber þetta þó við, þegar hann víkur máli sínu að Jónasi Jónssyni hin- um gamla stjúpa Einars Olgeirssonar og kommúnist- anna. Ein af þessum sniðugu klausum um gamla manninn er i þriðjudagsblaðinu 29. sept. s.l. Þar segir m. a.: „Ættmóðir þjóðstjórnarinnar sálugu, Jónas Jónsson formaður Framsóknarflokksins, á mæðusama daga þessa stundina. Það má heita að hann fái engu ráðið lengur í húsi eða eldhúsi á flokksheimili sínu. Óbreyttir vinnumenn Hermann Jónasson og Þórarinn Þórarinsson, ganga um húsin hinir dólgslegustu og skella hurðum, Hermann heimt- ar striðsgróðann tekinn af auðmönnunum og segir auð- valdsskipulagið dauðadæmt. Enska íhaldsblaðið „Times" hafi kveðið upp dóminn og „böðullinn stendur að hurðar- baki" eins og Schiller komst að orði, Já, hið pólitíska barnaólán Jónasar Jóhssonar ríður ekki við einteyming. Hann hafði sameinað þjóðstjórnina og gefið henni blessun sína, en ill örlög sundruðu henni. — Og nú urra þjóð- stjórnarflokkarnir framan í hver annan eins og grimmir smalahundar í réttum. En þótt flokkarnir séu baldnir-þessa stundina, þá.er hin aldurhnigna maddama ekki úrkula vonar um, að hún eigi eftir að vagga nýju þjóðstjórnarbarni. Þetta barn á „að vera huggunin í ellinni . . .". Það er án efa rétt hjá Þjóðviljanum að framsóknar- menn, og þá sjálfsagt formaður þeirra líka, þrá nú ekkert heitar en að komast í stjórn aftur og hafa þar forsætið. Metingurinn er aðeins á m'illi Hermanns og Jónasar um það hvor eigi að verða forsætisráðherrann ef þetta tekst en báðir eru jafn fúsir til þess að krjúpa g,ð fótum komm- únista og kyssa á skó þeirra. Báðir þessir menn og raunar allir þingmenn Fram- sóknarflokksins, hafa verið mestu Kaupa-Héðnarnir, sem komið hafa að stjórnmálum í þessu landi. — Ekkert mál hefir þeim verið heilagt, alltaf hafa þeir verið tilbúnir að svíkja jafnt til hægri og vinstri. Hjá öðrum þeirra hefir taumlaus valdaþorsti og sjúkleg metnaðarþrá ráðið mestu, en hjá hinum ágirnd bæði í fé og völd, sem sljó réttlætistilfinning hefir ekki getað haft neinn hemil á. — Enginn skal því ætla annað e nað Framsóknarflokkurinn bjóði fé bæði í Kommúnista og Jafnaðarmenn eftir þessar kosningar, ef hann þarf á fylgi hvortveggja að halda til stjórnarmyndunar, — og þau boð verða engin smánarboð því að nú eru peningar miklir bæði í ríkissjóði og vasa þegnanna og því úr' nógu að gramsa fyrir þessa gömlu ræningja og gripdeildarmenn. H. í hinu læsilega tímaríti „Úrval" apríl—júní heftinu er grein, sem nefnist „Ég hefi upplifað umrót gengis^ hrunsins", eftir Hans Habe. Sgeir höfundurinn þar frá hinu ægilega gengishruni, sem hófst eftir heimstyrjöldina 1914—1918 í Mið- og Austur-Evrópu og náði hámarki 1923. Nú þegar íslenska krónan sýnist vera að fara veg allrar veraldar vegna misviturra og ábyrgðarlítilla stjórn-' málafúskara, sem skirrast ekki við að fórna hagsmunum og sjálfstæði heillrar þjóðar fyrir einkahagsmuni og aukin stjómmálavöld, þyrfti hver einasti kjósandi að lesa þessa grein og gera sér ljóst hver bölvun gengishrunið er, þótt svo virðist, sem margir græði á því í bili. Til þess að hvetja lesendur sína til þess að kynna sér þessa grein ætlar Stormur að birta örstuttar glepsur úr henni. „ . . . I desember 1921 var heildsöluverð að meðaltali þrjátíu og fimm sinnum hærra en árið fyrir stríð. Einu ári síðar er það orðið 1500 sinnum hærra. Tveim árum seinna um jólin 1923 var það orðið 1.260.000.000 ( einum milljarð 260 milljónum sinnum hærrá en verðið fyrir stríð. ... 1 desember 1921 jafngilti eitt mark hálfu amerísku senti Tveim áru mseinna varð gildi marksins 222 tril- jónustu hlutar úr senti. Á þremur árum gengishruns- ins dóu fjórar milljónir manna úr vaneldi. Dóu með öðr- um orðum úr hungri . . .". „ . . . Prentsmiðjurnar unnu dag og nótt. Þó að tiÞ raun væri gerð til að fylgja hinu hækkandi verðlagi með kauphækkunum var ómögulegt að hafa við djöfulæði prent smiðjanna. í hverjum mánuði, og seinna í hverri viku, var vísitalan reiknuð út vísindalega. Þegar blöðin sögðu, að vísitalan hefði hækkað um 300% urðu atvinnurek^ endur að hækka kaupið um 300 %. En blóðin höfðu ekki við prentsmiðjunnum og vísitalan varð því alltaf langt á eftir verðlaginu. Það hækkaði ekki aðeins vegna verð- rýrnunar gjaldeyrisins, heldur vegna þess, hve eftirspurn- in var gífurleg á öllum sviðum — jafnvel kjöt varð ekki eins fljótt ónýtt og peningarnir . . . "„ —, „Húseigendum var greitt í pappírsseðlum, og þegar eigandinn bjó upp á fimmtu hæð, en leigjandinn neðst, varð leigan verðlaus á meðan leigjandinn var á leiðinni með hana upp. Hús- eigendur urðu eignalausir . . .". „ . . . Þegar gengishrunið var allt í einu hjá liðið, reyndu menn að beina lífi sínu inn á eðlilegar brautir

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.