Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 3
S T 0 R M U R 3 UMDRALÖND ASlU Hin ellifu fylki breska Indlands eru mjög ósamkynja, enda hefir löngum verið mikill rígur milli þeirra. Má heita, að það beri aldrei við, að maður og kona gangi í hjóna- band, sem eru sitt úr hvoru fylki. Hvert fylki lifir sínu lífi og íbúar þess eru mjög ófróðir um líf og háttu manna í hinum fylkjunum. Gildir svipað um Englendingana, því að hinir bresku embættismenn dvelja venjulega allan sinn embættisaldur í sama fylkinu. ■— Er þetta ein ástæðan til hinnar almennu þröngsýni, sem einkennir marga ind- verska embættismenn. Hér á eftir verður gerð lítilfjörleg tilraun til að lýsa þessum fylkjum. Fyrstu ensku nýlendur Englendinga í Indlandi voru Bombay, Calcutta (Bengal) og Madras. Þessi þrjú stóru fylki voru kölluð ,,Presidencies“. Landsstjórarnir í þess- um fylkjum eru ekki valdir úr embættisliði Breta í.Ind-i landi, heldur sehdir frá Lundunum og verða venjulega fyrir kjörinu ungir þingmenn eða óvenjulega vel gefnir aðalsmenn. Bombay er 77 þús. enskar ferhyrningsmílur að stærð og íbúatalan er 17 miljónir, er þetta minsta fylkið, en þó sundurleitast þeirra allra. Þar eiga Parsarnir heima. — Hjá Almedabud ei’u miklar baðmullar verksmiðjur. — Höfuðborgin, samnefnd fylkinu, er á eyju (eins og Singa-' Pore), sem stíflugarður tengir við meginlandið. Það voru Portúgalar sem fyrst settust þarna að. En þeir gáfu Karli H. Englandskonungi eyna 1661. — Nokkrum árum síðar lét konungurinn Austur-Indverja fá hana gegn 10 sterlings punda ársleigu. z Indverjum og Englendingum, semur betur í Bombay en í öðrum borgum eða þorpum Ind- lands. Þar hefi ég neytt miðdegisverðar með pai-siskum iðnaðarmanni, tveimur múhameðstrúarrithöfundum, hind- úeskum jafnaðarmanni, tveimur konum, málflutnings- manni, sem taldist* til Kongressflokksins og indverskum fursta. Kongi-essflokkurinn er mjög öflugur i Bombay-fylk- inu. — Fæðingarbær Gandhis er skamt þaðan og þar hófst óhlíðnis baráttan. Hindúar eru þar í yfirgnæfandi meiri hluta. Madx’as er á stærð við Ítalíu og íbúatalan er 4L milj. eða meiri en í Bi-etlandi. Það er stærsta ,,Presidency“-fylk- ið. — Akuryrkja er aðallega stunduð og er í-æktað ris, baðmull, tóbak, sykureyr og kaffi. — Fjórar mállýskur eru í landinu, ein þeirra er Tamil málýskan, sem er skyld- ari hinu uppx-unalega máli Dravíðanna en nokkur önnur málýska í Indlandi. Ýmsir af fi’emstu og gáfuðustu mönum Indvei’ja eiga heima í Madras, en þar eru öfgar og ofstæki Hindúa- trúarinnar líka mest. Mikið er þar af kaupsýslumönnum, málflutningsmörljnum, bjaðamönríum og bankamönnum|, enda er til indverskt máltæki, sem segii’ að engir í Ind- landi hafi vit á fjármálum nema Skotar og menn frá Madras; 90% af blaðamönnum Indlands eru Brahmar frá Madras, einnig við ensku dagblöðin svo sem Statesman og Times of India. Hvei’gi í Indlandi eiga Paríai’nir við eins mikla fátækt og fyrirlitningu að búa eins og í Madras, og það er því tilvalinn staður fyrir þá, sem vilja kynnast lífi þessara vesalinga, sem eiga við svo þröngan kost að búa að rottur þrífast ekki á þeim matai’skamti, sem þeim er ætlaður. Kongx’essflokkurinn er í nxiklum meiri hluta í Madras. — Foi'ingi hans er Brahminn Rajagopalacharia, sem er talinn einn af slingnustu og viðsjálustu stjórnmálamönn- um Indverja. „Sameinuðu fylkin“ — United Provinces — (skamm- stöfuð U. P.) eru að ýmsu allólík fylkjum þeim, sem sagt hefir vei’ið frá hér að framan. Madx’as og Bengal eru fylki smábændanna, sem eiga jöi’ðina sína sjálfii', en í U. P.-fylkjunum eiga stórbændurnir — Zemindars — jai'ðirnar er þeir leigja svo smábændum. — Talið er að 260 Zemindars eigi tvo þi'iðju hluta af Ojxdh-fylkinu, en gjaldi þó aðeins sjötta hlutann af jarðarafgjöldunum. Mikil óánægja er meðal bændanna eða leiguliðanna í þess- um fylkjum. í miðfylkjunum, sunnan við U. P. fylkin er fátækt mikil og allir lifnaðarhættir mjög frumstæðir. Þar eru hinir miklu órannsökuðu frumskógar Indlands og elfur stói-ar. Hinir upphaflegu íbúar landsins búa einkum á þessum slóðum. Bihar er lítið fylki nxeð 25 milj. íbúa. Það er i dal- kvos sem liggur á milli Beixgal og U. P. Það er akui’yrkjá mikil en hvergi eru bændurnir ver leiknir í Indlandi en þar, enda ríkir þar óánægja nxikil og uppreisnarhugur. — Við lanlamæri þess er Orissa, það er miixst allra fylkj- anna, en íbúar þess hafa sitt eigið tungumál. — Oi'iya. — Bændurnir eru mjög trúhneigðir, en afskaplega fáfróðir. Telja margir þeiri’a að guð eigi alt land og að karlar en ekki konur verði að annast plæginguna, því að þeir fi’jóvgi akrana. Bengal hefir 50 milj. íbúa, höfuðboi'gin er Calcutta. Þetta fylki er þéttbýlast og auðugast alli’a fylkjanna. — Bengalbúar ei’u öi’lyndir, hvikir og þreklitlir bæði and- lega og líkamlega, enda eru þeir ekki teknir í indverska hei’inn. — Mörg af skáldum Indverja eru ættuð frá Bengal og þar átti Rabindranath tagore heima. Bastiðnaður er þar mikill í fylkinu. Hvergi hefir verið uppi’eisnarsamara í Indlandi e nþai’. Bengal búar tala sömu tungu, en trúarbrögðin eru Múhameðstrú og Hindúatrú, eru Múhameðtx-úarmenn nokk uð fleiri (um 27(4 milj.). Hindúai’nir stunda landbúnað og kaupsýslu, og eru margir þeirra mjög vel fjáðir, en Móhameðsti’úai’menn eru eignalausir vei’kamenn. — Þrátt fyi-ir þetta finnst Hindúum hlutur sinn fyrir borð borinn, enda greiða þeir 85 % af sköttuixum, eix hafa þó minni hluta í fylkisþinginu, og aðeins 37 fullti’úa af 250 þjóð-< fulltrúum. Múhameðstx’úai’menn hafa eiixnig meiri hlutann í stjórn landsins. Assam er lítið fylki fyrir austan Bdngal. Ibúarnir eru mjög mentunarsnauðir og fáfróðir. Te er aðalfram- leiðsla þeirra. Vestast í Indlandi er Sind, lítið fylki aðal- lega bygt Múhameðsti’úai'mönnum. Sagt er að þeim svipi öllu meii-i til nágranna sinna Iraqbúa. í þessu fylki er Karach, besta flughöfn Indvei’ja. Punjab er með stærstu fylkjunum, 150 þús. enskar

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.