Stormur - 12.12.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 12.12.1942, Blaðsíða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIIL árg. Reykjavík, í desember 1942. 28. tölublað. LandbúnaOarstefna Framsúknarflokksins. Halldór Kiljan Laxness skrifar skemtilega og mjög at- hyglisverða grein í 2. hefti Máls og menningar, sem hann nefnir: Landbúnaðarmál. Deilir hann þar mjög á stefnu Framsóknarflokksins í þessum málum á undanförnum ár- um, og sýnir fram á það með mörgum rökum og gildum, að einyrkjabúskapurinn verði að hverfa úr sögunni, því að hann leiði til andlegs og efnahagslegs niðurdreps bændastéttar vorrar. Eins og kunnugt er, flyktust á stjórnarárum Framsókn- arinnar fjöldi bænda úr þeim flokki og gerðust málaliðs- menn stjórnarinnar hér í Reykjavík. Var þessum mönn- um holað niður í ýmsar ríkisstofnanir og fyrir'tæki, hvort sem þeir kunnu nokkuð til þess starfa er þeir áttu að gegna eða ekki, og handa sumum voru búin til ný em- bætti og störf. Hefir fylgi Framsóknarflokksins hér í höf- uðstaðnum verið þessir uppflosnuðu arlakar og hafa þeir verið húsbændum sínum fyigispakir eins og rakkar og ávalt reiðubúnir til þess að vinna hverskonar skítverk fyrir þá. Um eigin samvisku — ef einhver hefir verið — hafa þeir aldrei hirt. Hér fer á eftir örlítil lýsing Halldórs á þessum lýð og sjálfsmetnaði hans: „Hreppstjóri og sveitarhöfðingi gengur frá búi sínu til að rölta sem stefnuvottur um göturnar í Reykjavík. Ætt- faðir tekur sig upp af jörð sinni í fjarlægri sveit með ellefu börn sín og gerist götusópari í Reykjavík. Óðalsbóndi, sem telur, að ætt sín hafi setið frægt höfuðból í ellefu kynslóðir, en slíks eru fá dæmi á íslandi, tekur sig upp frá ættaróðalinu og flytur til Reykjavíkur til að svíða svið í skúr inn með sjó. Enn einn sveitarhöfðingi bregður búi til að gerast víntappari í Áfengisversluninni. Og þannig má halda áfram að rekja dæmin hundruðum og þúsund- um saman“. Fyrir skömmu var gert hér að umtalsefni í blaðinu, hversu almenningur byggi nú við illan kost og rýran, þótt hann hefði meiri peningaráð en nokkru sinni fyrr. Kiljan drepur á þetta sama. Hann segir meðal annars, eftir að hann hefir rætt um að ketið okkar jafnist ekki að gæðum á við kindaket Nýja-Sjálands og Argentínu: „Mjólkur þeirrar, sem höfð er á boðstólum í Reykjavík, er ill-neytandi fyrir menn, sem gera nokkrar kröfur til þessarar vöru, hún er iðulega gamall upphristingur og fjörefnarýr, þolir ekki daglega geymslu nema í aftaka- k'uldum, oft með allskonar óbragð eftir að hafa gengið gegn um ónýtar vélar, og því hefir verið haldið fram með rökum af heilsufræðingum, að hún sé beinlínis skaðleg neysluvara. Smér það, sem kemur frá smérgerðarstöðv- unum, er að vísu góð vara, en það er svo lítið til af því, að á tímum eins og nú, þegar almenningur hefir kaupgetu til þess að leggja sér það til munns, hverfur það af mark- aðinum vikum og mánuðum saman. Þegar almenningur stendur með fé í höndum fyrsta sinni á ævinni og þykist hafa efni á að kaupa ófalsað viðbit, þá er það ekki til á markaðinum . . .“. Þá fer Kiljan svofeldum orðum um landbúnaðarstarf- semi Framsóknarflokksins og mun glöggsýnum mönnum og óhlutdrægum tæpast finnast, að þar sé með öfgar farið: „Landbúnaðarstefna þess stjórnmálaflokks, sem haft hefir tögl og hagldir á sveitunum undanfarna áratugi, Framsóknarflokksins, hefir ofur einfaldlega verið sú, að gera sveitabúskap á íslandi að atvinnuvegi fyrir ölmusu- menn. Viðleitni þessa flokks hefir miðað öll í þá átt að reyna að skapa sér sem mest kjósendalið í strjálbýlinu á grundvelli kjördæmaskipunar, sem á sér hvergi stað leng- ur, nema ef vera skyldi í landafræði. í þessum tilgangi hefir flokkurinn kappkostað að beina sem mestu opinberu fjármagni til smáframleiðenda í sveitum, hvetja sem flesta einyrkja til að bolloka sem víðast. og dreifðast á útskjákl- um og óræktarlöndum án tillits til þess, hvort viðleitni þeirra uppfylti þær kröfur, sem þjóðarhagur hlýtur að gera til nytsamlegs atvinnuvegar, og án tillits til þess, hvort nokkur veruleg lífsvon væri í þessari starfsemi fyrir mennina sjálfa. Encíalausum „lánum“ og ríkisstyrkjum hefir verið úthlutað í þessu skyni. Að vísu er látið svo heita, sem styrkirnir séu til þess ætlaðir að hjálpa mönn- um að standa undir ýmsum kostnaðarliðum rekstursins á víxl, sínu sinnið hvað — jarðræktarstyrkir, húsabygging- arstyrkir, verkfærakaupastyrkir, safnþrórstyrkir, iðnaðar- áhaldastyrkir (prjónavélar og því um líkt), fjársjúkdóma- styrkir, allskonar verðjöfnunargjöld falin í því að verð- launa hienn fyrir að framleiða vörur, t. d. mjólk, á sem alóhentugustum svæðum, og loks ,,kreppulán“, sem miða að því að strika út skuldir landbúnaðarfyrirtækja með lögum . . . Vitanlega er það aðeins orðaleikur að kenna „styrki“ þessa við amboð, kreppu, veiki í fé o. s. frv. Hverju nafni sem þeir nefnast tákna þeir aðeins eitt: ölmusur, svo þeir menn hafi til fata og matar, sem látnir eru sveitast blóði við að stunda atvinnurekstur, sem skort- ir hagfræðilegan grundvöll. ) En á því atkvæðaliði, sem Framsóknarflokknum tókst að r,eisa með þessari strjálbýlisstefnu sinni, hófst flokks- veldi hans í höfuðstaðnum, þar sem hann lifði blómaskeið

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.