Stormur - 12.12.1942, Blaðsíða 2
2
STORMUR
sem embættismannaí'lokkur kring um ríkissjóðinn hátt á
annan áratug, og er það ekki hlutverk þessarar greinar
að rekja þá sögu“.
Og enn segir Kiljan :
,,Einyrkjafyi-irkomulag það og kotabúskapur, sem er
einkenni á sveitasæluhugsjónum nokkurra yfirmanna
Framsóknarflokksins, er eins og fleira, sem þessum yfir-
mönnum er efst í hug, lapið upp eftir dönskum fyrirmynd-
um. Það sem fyrir þeim vakir er hinn svokallaði „hús-
mannsbúskapur“ Dana, útkotabúskapur danskra sveita-
öreiga . . .
Alla æðri menningu frá fyrri tímum á íslandi eigum við
því að þakka, að hér var rekinn stórbúskapur, en ekki ein-
yrkja. Hefði hinn danski húsmannsbúskapur, sem ýmsir
yfirmenn Framsóknarflokksins berjast fyrir, nokkurntíma
verið ríkjandi búskaparlag á íslandi, mundi aldrei hafa
verið samin hér bók. Bækur á Íslandi voru skiáfaðar á
stórbúum — í sumar þeirra þurfti alt að fjögur hundruð
kálfsskinn —, hvernig hefði danskur húsmaður, sem var
allan daginn að þræla fyrir hænsni og svíni, getað skrifað
slíkar bækur. Þó vilja yfirmenn Framsóknarflokksins óðir
og uppvægir telja Snorra Sturluson bónda í sömu merk-
ingu og einyrkja nútímans. Tvær óskyldari þjóðfélags-
stéttir eru þó varla hugsanlegar á jarðríki. Bú voru til forna
rekin með fjölda verkamanna og margbreytilegri verka-
skiftingu, frá fjármensku til bóklistar. Svo við höldum
okkur við höfðingjann Snorra Sturluson, sem pólitískir
sagnfræðafalsarar vilja fyrir hvern mun nefna „Snorra
bónda“ og flokka með einyrkjum, þá hefir hann sennilega
verið mestur auðmæringur, sem nokkru sinni hefir uppi
verið á íslandi. Hann rak fjölda stórbúa í senn — auk
Reykholts rak hann bú á stórjörðinni Stafholti, í Svigna-
skarði (þar misti hann t. d. 120 nautgripi á einum harð-
indavetri), á Bessastöðum, fyrir utan mörg bú, sem hann
átti í Rangárþingi samtímis þessum“.
Kiljan hefir verið um það brugðið, og ekki að ástæðu-
lausu, að hann hafi lýst bændum og íslenskri sveitamenn-
ingu ver en efni standa til. En þótt það sé áfellisvert að
segja mann eða stétt verri en hún er, þá er þó hálfu áfellis-
verðara að gera mann eða stétt miklu verri en hann eða
hún var, en það er einmitt þetta, sem forystumenn Frani-
sóknarflokksins hafa leikið. — Þeir hafa stórspilt íslenskri
bændastétt, og það svo, að það tekur tugi ára og jafnvel
aldir að uppræta það illgresi, sem þeir hafa gróðursett í
hugartúnum hennar. Og enn þá meiri er sök margra þess-
ara illgresis-sáðmanna vegna þess, að vitandi vits hafa
þeir framið þenna verknað sinn.
Að baki þessárar yfirskynsumhyggju, sem „yfirmenn“
Framsóknarflokksins hafa þókst bera fyrir bændunum,
hefir verið sívakandi síngirnis og valdaglóð. Samvisku-
laust hafa þeir notað bændurna til þess að upphefja sig
sjálfa og afla sér auðæfa og metorða.
Þeir hófu þenna spillingarverknað sinn með því að sá
óvild og öfund í hug bænda til þeirra, sem i kaupstöðun-
um búa, og þó einkum þeirra, sem höfuðstaðinn byggja.
Því næst reyndu þeir að brjóta niður sjálfsbjargarhvöt
bændanna og þann metnað að bjargast af eigin ramleik
með því að gera þá að ölmusumönnum ríkisins og svín-
beygja þá undir ok verslunarhrings, sem ,,yfirmennirnir“
réðu einir yfir. Og nú vinna þeir kappsamlega að því að
gera bændurna að óbilgjörnum og ásælnum sérhagsmuna-
mönnum, sem meta meira stundarhagnað en framtíðar-
hag sinn og þjóðarinnar allrar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir séð að hverju stefndi, og
margir innan þess flokks — líka á meðal bændanna
sjálfra — hafa varað við þessum níðhöggum og skemdar-
verkum þeirra, en flokkurinn hefir á undanförnum árum
ekki verið nógu liðsterkur til þess að aftra þessum verkn-
aði, og auk þess hafa æ verið menn innan hans, allmiklu
ráðandi, sem síngirnin og stundarhagsmunirnir hafa mátt
sín meira hjá en þjóðarumhyggjan. — Þessi lítilsigldu
smámenni hafa orðið níðhöggum Framsóknarinnar að
ómetanlegu liði, því að þeir hafa aftrað því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn stæði óskiftur að heilbrigðri og þróttmikilli
landbúnaðarstefnu. — Fyrir samvinnu þessara manna er
nú svo komið, að talsverður hluti íslensku bændanna er
orðinn maðksmoginn og feyskinn stofn — málalið óvand-
aðra þjóðmálaskúma.
Undralönd Asíu.
Framhald.
Þótt landbúnaður sé aðalatvinnuvegur þjóðarinnar er
iðnaður samt mikill. Einkum eru það baðmullarvörur, sem
framleiddar eru, en auk þess járn- og stálvörur, bast, silki,
sykur, sement, leður og vax. Stærstu stál- og járnsmiðjurn-
ar 1 breska heimsveldinu eru ekki i Sheffield heldur í
Jameshedpur í Indlandi. Þær eru reknar af hinu mikla
parsiska félagi: Tata Iron and Steel Company. Tata minn-
ir á Mitsui-verslunarfélagið í Japan og U. S. Steel í Banda-
ríkjunum.
1 marga áratugi græddi Lancashire offjár á Indlandi,
því að það keypti baðmullina þar, vann úr henni og seldi
hana svo unna á hinum mikla indverska markaði. í fyrstu
var innflutningurinn frá Lancashire tollfrjáls, en eftir
heimsstyrjöldina var lagður hár tollur á allar vefnaðar-
vörur, sem fluttaf voru til Indlands. Þetta varð til þess, að
indversku verksmiðjunum óx fiskur um hrygg, og vegna
hins óþrjótandi vinnuafls og lágu verkalauna gat Lancas-
shire ekki kept við indversku baðmullarverksmiðjurnar.
Um þetta leyti fóru Japanar líka að fylla landið með vefn-
aðarvörum sínum, sem voru enn ódýrari en þær indversku-
Fátækrahverfin indversku eru þau aumustu í allri ver-
öldinni. Hverfi bastiðnaðarverkamannanna skamt frá Cal-
cutta er sóðalegra og hrörlegra en verstu fátækrahverfi
Póllands, Neapels, Glasgows og jafnvel Shanghais. Verka-
menn, sem vinna fyrir 5—6 kr. á viku, búa í ljóslausum
og þægindalausum klefum. Algengt er að níu eða tíu menn
búi í herbergi, sem er átta feta langt og sex feta breitt,
og eru allar lýsingar óþarfar á því, hvernig umhorfs muni
vera í slíkri vistarveru.