Stormur - 12.12.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 12.12.1942, Blaðsíða 3
ST-ORMUR 3 Talið er að vísu, að fátækrahverfin í grend við Calcutta séu verst, en svipuð eru þau í Bombay og Cawnpore. — Læknar í Bombay, sem hafa kynt sér þessi mál, segja, að 370 þús. manns eða þriðjungur allra borgarbúa búi í eins herb.ergis íbúðum og séu 4—5 manns í hverri. 1 15000 herbergjum bjuggu 20 manns í hverju og jafnvel fleiri. Tekjurnar af verksmiðjurekstrinum eru miklar, en verkalaunin eru hvergi lægri, nema í Kína. Nokkur fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina gáfu bastverksmiðjurnar, sem flestar eru reknar fyrir enskt fé, af* sér 50% í arð. Fyrir skömmu vitnaðist það, að bastverksmiðjurnar í Sholapur, sem Indvex'jar eiga, hafi gefið meira en 100% í ax’ð. En námuverkamaður, sem er í stöðugi’i lífshættu, fær 60—70 aura á dag og svipuð eru laun annai’a verkamanna. Vinnu- tíminn er talinn 9 stundir á dag, en er raunverulega miklu lengri. Bönnuð er verksmiðjuvinna barna undir 12 ára aldri, en í mörgum iðngreinum vinna samt 5—6 ára göm- ul börn í 10—12 tíma á dag. Kaup barna er 60—450 aura á mánuði og fer venjulegas ttil þess að greiða skuldir íeðra þeii-ra. Venjulega eru það milliliðir eða einskonar vinnumiðlar- ar, sem annast um vinnusamninga verkamanna og atvinnu- veitenda. Þessi vinnumiðlari ræður verkamanninn, segir honum upp vinnunni og hefir yfirleitt alt ráð verkamanns- ins í hendi sér. Þessir vinnumiðlarar eru hinar vei’stu blóðsugur og að- ferðin, sem þeir hafa, er venjulega þessi: Vei'kamaðurinn verður að greiða honum 20 rúpíur (1.10 stei’lingsp.) fyrir ráðninguna. Peningana hefir hann ekki og vei’ður því að fá þá að láni hjá miðlaranum, sem jafnframt hefir pen- ingaútlán með höndum. Síðan verður hann að taka vörur þæi’, sem hann þarf, út hjá þessum sapia manni, þvi að miðlarinn er líka kaupmaður. Venjulegir vextir eru 15% og miðlai’inn vill að lánið standi sem lengst, og dæmi eru til þess, að maður nokkur gi-eiddi 570 rúpíur í vexti af 110 rúpía láni, þegar lögreglan skax'st í leikinn. Ef miðlarinn þarf á peningum að halda, þai’f hann ekki annað en að segja upp öllu verkafólkinu í einhverri verk- smiðjunni. (Það eru 25 milj. iðnaðai-verkamanna í Ind- landi, tvöfalt fleiri en í Bandaríkjunum, en af þessum fjölda vinna 20 miljónir í verksmiðjum, sem hafa aðeins 20 manns eða færri í vinnu.) Síðan neyðir hann þá, sem hann í'æður, til þess að greiða sér sama gjald. Þessi svívirðing á sér stað bæði í verksmiðjum Breta og Indverja, en annai’s er talið, að vægilegar sé farið og bet- ur með verkamennina í bresku vei’ksmiðjunum. Fyrir- myndarrekstur er hjá Tata og nokkrum fleiri. En þótt Bretar séu hótinu skáiri hvílir þó mikil sök á þeim í þess- um efnum, því að rekstur þeirra er margfaldur á við rekst- ur Indverja. Um 200 þús. verkamenn eru í iðnfélögum í Indlandi og er ársgjaldið eins dags laun. Verkföll eru lögleg og mjög tíð. Árið 1937 voru verkfallsdagamir um 9 miljón í öllu Indlahdi. Framhald. --,--------- ÚR ANNÁLUM. 1692. Frost voru svo hörð, að hesta og sauði fraus til dauða í sumum stöðum, svo vel hér syðra sem í öðrum stöðum, svo hross lágu þá allvíða dauð, þó feit væri, því frostin gripu þau til dauðs. Þá lágu og sumir við sjóarvíkur og við vötn -dauðir af hungri og harðendum . . . Austur í Hreppum var fátækur maður, hrumur á fótum og bólginn mjög. Hann bað sér væri tekið blóð á fótum. Þá þess var freistað, drógust þaðan ormar. Hann bað þá höggva af sér fætuma, en til þess vildi enginn verða. Fékk hann þá öxi og drógst í einhýsi, fanst þar dauður, en fót- urinn annar höggvinn mjög. Sá hét Gottskálk Arnþórsson. 1693. Á þeim vetri var þjófnaður mikill, svo að í þeirri sýslu (Áraessýslu) voru hýddir og markaðir, með þeim eina, sem hengdur vai’, alls 19 þjófar. En í Rangárvallasýslu 10 eða 11 þjófar. 1694. Datt maður af hestbaki á Lambhaga á Rangárvöllum og handleggsbi’otnaði. Á sama bæ datt og maður af baki hjá túninu og dó sti’ax. Deginum eftir átti systir þessa bráðkvadda manns barn og lýsti ókendan mann föðurinn með niðurbrotna hettu. í Holtum átti 16 eða 17 veti’a gamall jJiltur bai-n við karlægi-i konu, Spítelskri, sem varla var flutningsfær. 1695. Á þessu hausti riðu 2 menn á rótafjall, hverjir malpoka með sér höfðu, en nær þeir langt frá bygð voru komnir og nálguðust á eina, þá datt hestur annars niður dauður undir honum. Strax þar eftir hestur hins mannsins með sama hætti. Svo varð þessum báðum mönnum mjög ólystugt og þungt, en hugðu þó að ná malpokum sínum. Til þess reyndu þeir þrisvar, en gátu ekki það gert fyrir veikleika sakir, því nær þeir fjarlægðust þessa dauðu hesta, batnaði þeim, en þá til þeiri’a ganga vildu þyngdi þeim, svo að til bygða fótgangandi fara urðu. Nokkrum dögum síðar fengu þeir þeim menn hugdjarfai’i að vitja þessara dauðu hesta. Þeir veiktust, fengu sting í augun, batnaði, þá frá þeim gengu. Um síðir hertu þeir hugi sína, svo að þeir gátu með harmkvælum náð hánum af hestunum, urðu þó sjónveikir, og einn til kvelds sjónlaus, en alheilir síðan daginn eftir. í Dýrafirði á Vestfjörðum varð á þessu sumri 20 hjóna- skilnaðir. Þetta vor á Hóli í Lundarreykjadal bai* ein ær alsvörtu lambi. Það hafði eitt höfuð og 2 hálsa að bringunni, en bringan og rifjahylkið einlægt alt (í) naflastað. Þar fyrir neðan í tvennu lagi með 8 fótum, tvö hrútlömb. 1696. Foi’gekk skip á uppstigningardag með fjónira mönnum og einni kvensnipt á Seltjarnarnesi, er fóru heimleiðis frá Engeyjarkirkju og í land í Laugamesi. Tvær manneskjur þar á voru saman vígð í hjónaband á sama degi.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.