Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 6
6
fengna, skal hann ráðleggja það, eða breyta svo til um með-
ferð sjúkl., sem honum virðist bera brýna nauðsyn til, en vitja
sjúkl. ekki oftar, nema eftir samkomulagi við hinn, sem fyrst
stundaði hann. Lækni þeim, sem sóttur er, ber borgun fyrir
starf sitt.
7. gr. Ef læknir getur ekki gegnt störfum sínum vegna ferða-
lags, sem hann ekki fær sérstaka borgun fyrir, eða sjúkleika,
skulu nágrannalæknarnir, ef kringumstæður leyfa, gegna störf-
um hans, honum að kostnaðarlausu í einn mánuð, eða, ef um
sjúkleik er að ræða, í tvo mánuði, nema læknir auglýsi sjálfur,
að hann hafi fengið ákveðinn lækni til þess. Fyrir þessi störf
sín mega læknar ekki krefja þá sjúklinga um bo-rgun, sem hafa
samið við lækni um læknishjálp, eða hann er húslæknir fyrir,
nema þeir eigi heima lengra frá heimili læknisins en eina
mílu, eða ef um meiri háttar operationir er að ræða. En þiggja
mega þeir endurgjald, ef þeim er boðið.
Sé læknir sóttur til sjúklings, vegna þess, að hinn fasti læknir
sjúkl. sé ekki viðlátinn í svip, þá ber honum borgun fyrir þá
læknishjálp.
8. gr. Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveðja börn
skulu hafa rétt til þess, að njóta ókeypis læknishjálpar hjá hverj-
um þeim lækni, sem þeir óska. Þó skal ekki krafist ókeypis læknis-
hjálpar, ef læknir er sóttur um langan veg, og heimilt er lækni
að þiggja eitthvert endurgjald, ef sá, sem hjálpar nýtur, krefst
þess, einkum ef fátækur læknir á í hlut gagnvart efnuðum.
Ákvæði þessi taka þó ekki til tannlækninga.
9. gr. Heimilt er embættislausum læknum að setjast að hvar
sem vera skal. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir
annan, verið staðgöngumaður hans (amanuensis) eða settur í
héraðið áður en það var veitt, þá skal hann ekki setjast þar
að sem læknir, fyr en að minsta kosti eitt ár er liðið frá því
að hann dvaldi þar. Forðast skal hann og að rýra á nokkurn
hátt álit læknis þess, er hann starfaði fyrir.
Skylt er lækni, sem ætlar að setjast að í héraði annars læknis
eða lækna, að skýra þeim frá fyrirætlun sinni, og tala við þá
svo fljótt, sem því verður við komið. Heiinilt er læknum þeim,
sem fyrir eru, að skjóta málinu til gerðardóms, ef sérstakar
ástæður eru fyrir hendi, sem orka tvímælis um það, að búseta
nýja læknisins sé í samræmi við drengilega framkomu milli
lækna.
10. gr. Ágreiningi um læknamál milli lækna, sem eigi verð-
ur jafnaður á anna nhátt, skal skjóta til gerðardóms.
í gerðardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans,
annan Læknafélag Reykjavikur. Þessir menn eru kosnir til tveggja
L