Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 23
23
Fæðingar- og hjúkrunarklinikin Sólheimar,
Tjarnargötu 35, Reykjavík.
StofnuS 16. nóv. 1930. Forstöðukonur: Ása Ásmundsdóttir
ljósmóðir og Elísabet Erlends hjúkrunarkona. Stofnunin hefir
16 rúm í einbýlis-, tvíbýlis- og sainbýlisstofum. Daggjald á sam-
býlisstofum 8 kr., á tvíbýlisstofum 10 kr., og einbýlisstofum 12
kr. Hefir sérstaklega útbúna stofu fyrir fæðingar og einnig skúrð-
arstofu fyrir annarskonar aðg'erðir.
Hjúkrunarfélag Reykjavíkur.
Stofnað 1902. Tilgangur sjúkrahjúkrun á heimilum nótt og
dag. Hefir 1 hjúkrunarkonu og 1 vökukonu, sem láta hjúlrrun
í té gegn vægu gjaldi og ókeypis handa efnalitlu fólki, enda
styrkt af bæjarsjóði.
Stjórn: Magnús Pétursson bæjarlæknir, form., Guðm. Guð-
finnsson augnlæknir og Ólafur Briem framkvæmdastjóri.
Hjúkrunarfélagið „Líkn“.
Stofnað 1915. Félagið hefir 2 hjúkrunarkonur, sem ganga heim
til fólks. Efnalítið fólk fær alla hjálp ókeypis, aðrir greiða 1—114
kr. fyrir heimsókn. Þeir sem óska að fá hjúkrunarkonu, snúa
sér til formanns félagsins, frú Christofine Bjarnhéðinsson,
Hverfisgötu 44.
Hjálparstöð „Líknar" fyrir berklaveika
hefir viðtalsstofu á Bárugötu 2, kj. Opin mánud. og miðvikud.
kl. 3—4. Læknir Magnús Pétursson bæjarlæknir. Hjúkrunarkona
stöðvarinnar litur eftir berklaheimilum í bænum. Stöðin gefur
mjólk, lýsi, haframjöl o. fl. þeim er þess þurfa, einnig lánar hún
rúmfatnað, hrákaglös o. fl.
Ungbarnavernd „Líknar“
á sama stað. Opin föstud. kl. 3—4. Veitir einnig ráðleggingar
barnshafandi konum 1. þriðjudag í hverjum mánuði. Barnadeild-
in hefir hjúkrunarkonu, sem fer heim til fólks og lítur eftir
börnum. Stöðin lánar fatnað á börn og í vöggu, gefur mjólk,
lýsi o. fl. Vanfærar konur fá fánuð belti og ýmsa hjálp og eftirlit.
Hressingarhælið í Kópavogi
er reist af kvenfélaginu „Hringurinn“ 1926. Hefir 25 sjúkrarúm.
Legukostnaður 5 kr. á dag. Aukaborgun engin fyrir lyf eða lækn-
ishjálp. Læknir Helgi Ingvarsson. Menn eiga að snúa sér til hans
um pláss á hælinu. Að eins teknir sjúkl. sem hafa fótavist. Þeir,
sem geta unnið, fá kaup hjá hælinu. Einnig eru á hælinu vinnu-
stofur fyrir sjúklinga, þar sem þeir geta unnið fyrir sjálfa sig
t. d. að skósmíði, húsgagnasmíði, útskurði og ýmsa handavinnu.