Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 3
Forspjall
Að tilhlutun Gunnl. Einarssonar formanns L. R., var sunnudag-
inn 23. nóv. 1930 haldinn sameiginlegur fundur milli stjórna
L. R. og L. í., og þar samþykkt að athuga möguleika fyrir út-
gáfu vasabókar fyrir ísl. lækna, þar sem þeir gætu haft hand-
bæran ýmsan fróðleik, er læknum nú orðið er nauðsynlegur í
daglegu starfi. Einnig var svo til ætlast, að þessu vasakveri
fylgdi dagatal, er væri svo rúmgott, að læknar gælu þar ritað
ýmislegt sér til minnis og hægðarauka.
Voru allir stjórnarnefndarmenn sammála um, að þetta væri
ýmsra hluta vegna mjög æskilegt og tóku að sér að reyna að
útvega auglýsingar, svo þetta mætti kleift verða kostnaðar vegna.
Næsta sunnudag 30. nóv., var svo aftur haldinn fundur, og hafði
svo greiðlega gengið um auglýsingaloforð, að samþykkt var að
ráðast í útgáfuna og undirritaðir kosnir til að sjá um hana.
Hvernig þetta verk hefir farið okkur úr hendi, verða læknar
að dæma um, en því miður var svo áliðið orðið ársins, að ár-
bókin hefir hvergi nærri getað orðið eins fullkomin og æski-
legt hefði verið, en vonandi stendur það til bóta, þvi verði þess-
ari tilraun vel tekið og reynist árbókin að bæta úr nokkurri
þörf, þá er hugsunin að gefa út svipaða árbók framvegis, og
væri okkur því mjög kært, að læknar gæfi okkur góðar bend-
ingar og léti okkur vita, hvers þeir sakna og hvar mætti við auka.
Við vonum, að árbókin verði öllum kærkominn gestur og þyki
með timanum ómissandi hverjum íslenzkum lækni.
Með beztu óskum og kollegial kveðju.
M. Júl. Maqnús. Gunnl. Einarsson.