Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Page 12
12
3. Efla samvinnu þeirra um allt, sem horfir til fram-
fara í heilbrigðismálum þjóðarinnar.
3. gr. — Félagar geta allir íslendingar orðið, sem lokið
hafa fullnaðarprófi í læknisfræði, hvort sem þeir eru bú-
settir hér eða erlendis. Þó hafa félagar búsettir erlendis
aðeins tillögurétt í félagsmálum, en ekki atkvæðisrétt.
4. gr. — Stjórn félagsins skipa 3 læknar, formaður,
ritari og gjaldkeri og jafn margir varamenn. Allir skulu
þeir búsettir í Reykjavík eða nágrenni.
Stjórnarkosning fer fram skriflega á aðalfundi, og skal
hver stjórnarmeðlimur kosinn sérstaklega, þó má kjósa
varastjórn alla í einu. Kosningin gildir til næsta aðalfund-
ar. Fjarstaddir félagar geta sent atkvæði sín skriflega, ef
þeir eru búsettir innanlands.
Auk þess skal stjórnin kveðja sér til aðstoðar, þegar
hún telur um mikilsvarðandi mál að ræða, formenn
Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Akureyrar, eða
annara læknafél., ef stofnuð verða, og hafa þeir tillögu-
og atkvæðisrétt á stjórnarfundum, í málum er snerta sér-
staklega félag þeirra. Tveir endurskoðendur á reikninga
'félagsins skulu kosnir á aðalfundi, og gildir kosning þeirra
milli aðalfunda.
5. gr. — Stjórninni er heimilt að gefa út ritgerðir og
rit, ef hún telur nauðsyn bera til.
6. gr. — Stjórnin sér um allar framkvæmdir félagsins,
enda skal henni heimilt að ráða lækni sér til aðstoðar,
sérstaklega til þess að hafa á hendi skrifstofustörf fyrir
félagið.
Hún skal hafa vakandi auga á öllum þeim málum, er
varða læknastéttina, heilbrigði almennings og heilsu-
vernd. Hún sendir nýjum læknakandídötum áskorun um
að gerast félagar, en rétt hefur hún þó til þess, að neita
um inngöngu í félagið, ef henni þykir ástæða til, enda
skal neitunin þá borin undir næsta aðalfund og ræður
þar afl atkvæða. Henni skal skylt að aðstoða félagsmenn
við ráðningu aðstoðarlækna eða víkara, svo og leiðbeina
þeim í atvinnuleit.
Á aðalfundi gefur stjórnin skýrslu um allan hag félags-