Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Page 23
23
Skipulagsskrá fyrir SœngurkonusjóS Þórunnar A.
Björnsdóttur, ljósmóíSur. Pyrir fátækar sængurkonur gift-
ar og ógiftar á fæðingardeild Landspítalans, ef þær ekki
skulda sveitarstyrk fyrir síðustu 3 árin. (Stj.tíð. 1938 B,
Ms. 36.)
Skipulagsskrá fyrir StyrktarsjóS handa ekkjum og mun-
aðarleysingjum í SvalbarSsstrandarhreppi. Sjóðurinn
styrkir ekkjur og börn þeirra manna, er farast af slysum
eða á annan sviplegan hátt. (Stj.tíð. 1938 B, bls. 38.)
Skipulagsskrá fyrir Sjúkrasjóð Mývetninga. Sjóðurinn
Veitir hjálp fólki í Skútustaðahreppi, er verður fyrir
veikindum, enda njóti ekki slysabóta eða annarar slikrar
kjálpar úr opinberum sjóði, til læknisvitjana, læknisað-
Serða, lyfjakaupa, sjúkrahúsvistar, langvarandi legu í
heimahúsum og vegna vinnutjóns. Styrkir einnig konu,
börn eða aldraða foreldra hinna sjúku, ef þörf gerist.
(Stj.tíð. 1938 B, bls. 49.)
Reglugerð um réttindi sjúkrasamlagsme'ðlima, sem
(*aldnir eru alvarlegum, langvinnum sjúkdómum.
1. gr. Hver sá, sem verður tryggingarskyldur eða leit-
ar tryggingar í sjúkrasamlagi, skal leggja fram læknis-
vottorð, er sýni:
1) Hvort hann er haldinn alvarlegum, langvinnum, virk-
um sjúkdómi og þá hverjum.
2) Hvort hann hefur notið sjúkrahúss- eða hælisvistar,
vegna alvarlegs, langvinns sjúkdóms og þá hvers.
Um gerð læknisvottorðsins fer eftir fyrirmælum Trygg-
tngarstofnunar ríkisins.
2. gr. Alvarlegir, langvinnir (kroniskir) sjúkdómar,
eru fyrst og fremst þeir sjúkdómar, sem sérstaklega eru
nefndir í 1. nr. 78 23. júní 1936, um ríkisframfærslu
sjúkra manna og örkumla (berklaveiki, holdsveiki, kyn-
sjúkdómur, fávitaháttur, geðveiki og eiturlyfjanautn),
svo og aðrir sjúkdómar, sem að jafnaði haga sér þannig,
að sjúklingurinn þarfnast sífelldrar eða margendurtekinn-
ar sjúkrahúss- eða hælisvistar eða stöðugrar meiriháttar
laaknisþj ónustu.